Enski boltinn

Paul Clement býst við að mál Gylfa leysist fljótlega

Elías Orri Njarðarson skrifar
Gylfi í leik með Swansea á móti Barnet fyrr í mánuðnum
Gylfi í leik með Swansea á móti Barnet fyrr í mánuðnum visir/getty
Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea í ensku úrvalsdeildinni, segir að það framtíð Gylfa Þórs hjá félaginu komi í ljós á næstu dögum.

Gylfi sem var ekki með liði Swansea í 2-0 sigri á Birmingham í dag, hefur verið orðaður við brottför frá velska félaginu í dágóðan tíma.

Paul Clement, stjóri Swansea, sagði eftir leikinn við Birmingham í dag að mál Gylfa muni koma í ljós á næstunni. En Leicester City og Everton eru talin vera þau lið sem eru að eltast hvað mest við Gylfa en forráðamenn Swansea hafa nú þegar hafnað tveimur tilboðum frá Everton.

ESPN greinir frá því að Clement segi að mál Gylfa sé ekki eitthvað sem hann né félagið vill draga á langinn og vonast eftir niðurstöðu fljótlega, en Gylfi hefur ekki til þessa óskað sjálfur eftir sölu frá félaginu.

Gylfi, sem er 27 ára gamall, á þrjú ár eftir af samningi sínum við Swansea og segir Clement að Swansea vilji auðvitað halda leikmanninum en ef lið vilja hann þá verða þau að vera tilbúin í að borga uppsett verð sem forráðamenn Swansea setja, en það er talið vera um 50 milljónir punda.

Gylfi kom til Swansea árið 2014 frá Tottenham Hotspur. Hann hefur spilað 106 leiki með félaginu og skorað 27 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×