Erlent

Vatnsveður hamlar samgöngum í París

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Slökkvistöðvar Parísarborgar eru allar í viðbragðsstöðu.
Slökkvistöðvar Parísarborgar eru allar í viðbragðsstöðu. vísir/epa
Loka þurfti fimmtán neðanjarðarlestarstöðvum í París í nótt vegna mikillar úrkomu sem valdið hefur flóðum í borginni. Stöðvarnar voru opnaðar aftur í morgun og lestarsamgöngur því komnar í eðlilegt horf, að því er AFP greinir frá.

Mikið óveður var í höfuðborginni í nótt; gríðarleg úrkoma, þrumur og eldingar, en það stóð yfir í um tvær klukkustundir.

Búist er við áframhaldandi vatnsveðri og eru allar slökkvistöðvar borgarinnar í viðbragðsstöðu, ef það skyldi aftur fara að flæða, en slökkviliðið hafði í nægu að snúast í nótt við að dæla upp úr kjöllurum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×