Kötlugos sem bjó til Drumbabót tímasett aftur til haustsins 822 Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júlí 2017 21:00 Tekist hefur að aldursgreina Drumbabót undan Fljótshlíð með afar nákvæmum hætti og þar með tímasetja hamfarir vegna Kötlugoss skömmu fyrir landnám svo aðeins skeikar nokkrum mánuðum. Meira um þetta má sjá í frétt Stöðvar 2 hér að ofan. Drumbabót er talin ein besta sönnun þeirra orða Ara fróða í Íslendingabók að við landnám hafi Ísland verið viði vaxið á milli fjalls og fjöru. Þar má enn sjá leifar af stórvöxnum birkiskógi sem eyddist í hamfarahlaupi skömmu fyrir landnám; trjádrumba sem standa upp úr sandinum og eru allt að þrjátíu sentímetra sverir.Drumbabót er á Þveráreyrum undan Tumastöðum í Fljótshlíð. Fjallið Þríhyrningur í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Líklegast þykir að eldgos í Kötlu hafi orsakað jökulhlaupið og nú hefur hópi vísindamanna tekist að tímasetja hamfarirnar með mikilli nákvæmni. Greint hefur verið frá niðurstöðunum í erlendum vísindaritum sem og á heimasíðu Skógræktar ríkisins en sérfræðingur hennar, Ólafur Eggertsson, er meðal þeirra sem unnu að rannsókninni.Hamfarahlaup frá Kötlu niður Markarfljótsaura er talið hafa eytt skóginum. Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Aldursgreiningin byggði á nokkrum þáttum, eins og C-14 geislakolsmælingu og talningu árhringja, og staðfesti að skógurinn eyddist allur í sama jökulhlaupinu. Ysti árhringur trjánna var fullskapaður og sá næsti ekki byrjaður að myndast sem þýddi að eldgosið varð ekki á vaxtartíma trésins heldur einhvern tíma frá haustinu 822 og fram á vorið 823, áður en tréð fór að vaxa á ný.Drumbarnir standa eftir sem vitnisburður um stórvaxinn birkiskóg skömmu fyrir landnám Íslands.Stöð 2/Einar ÁrnasonÞar með virðist fengin staðfesting á því að hamfarahlaupið varð veturinn 822 til 823, um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson er sagður fyrstur manna hafa byggt Ísland.Svona upplifðu landnámsmenn íslensku birkiskógana, miðað við þessa mynd sem Landgræðslan sýnir í Gunnarsholti. Tengdar fréttir Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Tekist hefur að aldursgreina Drumbabót undan Fljótshlíð með afar nákvæmum hætti og þar með tímasetja hamfarir vegna Kötlugoss skömmu fyrir landnám svo aðeins skeikar nokkrum mánuðum. Meira um þetta má sjá í frétt Stöðvar 2 hér að ofan. Drumbabót er talin ein besta sönnun þeirra orða Ara fróða í Íslendingabók að við landnám hafi Ísland verið viði vaxið á milli fjalls og fjöru. Þar má enn sjá leifar af stórvöxnum birkiskógi sem eyddist í hamfarahlaupi skömmu fyrir landnám; trjádrumba sem standa upp úr sandinum og eru allt að þrjátíu sentímetra sverir.Drumbabót er á Þveráreyrum undan Tumastöðum í Fljótshlíð. Fjallið Þríhyrningur í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Líklegast þykir að eldgos í Kötlu hafi orsakað jökulhlaupið og nú hefur hópi vísindamanna tekist að tímasetja hamfarirnar með mikilli nákvæmni. Greint hefur verið frá niðurstöðunum í erlendum vísindaritum sem og á heimasíðu Skógræktar ríkisins en sérfræðingur hennar, Ólafur Eggertsson, er meðal þeirra sem unnu að rannsókninni.Hamfarahlaup frá Kötlu niður Markarfljótsaura er talið hafa eytt skóginum. Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Aldursgreiningin byggði á nokkrum þáttum, eins og C-14 geislakolsmælingu og talningu árhringja, og staðfesti að skógurinn eyddist allur í sama jökulhlaupinu. Ysti árhringur trjánna var fullskapaður og sá næsti ekki byrjaður að myndast sem þýddi að eldgosið varð ekki á vaxtartíma trésins heldur einhvern tíma frá haustinu 822 og fram á vorið 823, áður en tréð fór að vaxa á ný.Drumbarnir standa eftir sem vitnisburður um stórvaxinn birkiskóg skömmu fyrir landnám Íslands.Stöð 2/Einar ÁrnasonÞar með virðist fengin staðfesting á því að hamfarahlaupið varð veturinn 822 til 823, um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson er sagður fyrstur manna hafa byggt Ísland.Svona upplifðu landnámsmenn íslensku birkiskógana, miðað við þessa mynd sem Landgræðslan sýnir í Gunnarsholti.
Tengdar fréttir Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30
Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00