Trump og Macron leika á als oddi í París Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2017 20:30 Donald Trump og Emmanuel Macron í París í dag. vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. Donald Trump forseti Bandaríkjanna og eiginkona hans Melania komu til Parísar í dag en forsetinn mun taka þátt í dagskrá þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludeginum, á morgun til að minnast þess að á þessu ári eru hundrað ár liðinn frá því Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni. Emmanuel Macron forseti Frakklands tók vel á móti Trump við forsetahöllina en Frakkar hafa alla tíð verið þákklátir Bandaríkjamönnum fyrir þátttöku þeirra í báðum heimsstyrjöldunum og frelsun Parísar í þeirri síðari. Í fljótu bragði virðast þeir Trump og Macron ekki eiga mikið sameiginlegt en þeir hafa báðir hver með sínum hætti hrært upp í hefðbundnum stjórnmálum landa sinna og eiga báðir rætur í fjármálaheiminum og atvinnulífinu. Enda fór vel á með forsetunum við Elysee höll í dag. Macron og Birgitte forsetafrú sýndu bandarísku forsetahjónunum meðal annars grafhýsi Napoleon Bonaparte síðdegis en á fundum sínum munu forsetarnir m.a. ræða ástand mála í Sýrlandi sem og samvinnu ríkjanna í baráttunni við skipulögð hryðjuverkasamtök. Í kvöld munu frönsku og bandarísku forsetahjónin síðan snæða saman í Effelturninum. Trump er eflaust feginn að fá frið frá Rússlandsmálinu en hann hefur nánast verið ósýnilegur í fjölmiðlum í Bandaríkjunum í um viku og Hvíta húsið hefur svo gott sem skrúfað fyrir að fréttamannafundir þar séu teknir upp á kvikmyndavélar. Forsetinn hefur ekki tjáð sig annars staðar en á Twitter um nýjustu uppljóstranir varðandi tölvusamskipti sonar hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra og fund hans með rússneskum lögmanni. Trump sagði á Twitter í gær að hann hafi ekki vitað af þessum fundi fyrr en fyrir tveim til þremur dögum. Á sameiginlegum fréttamannafundi forsetanna í dag sagði Trump að hann teldi að flestir í bandarískum stjórnmálum hefðu mætt á fund eins og þann sem sonur hans, kosningastjóri og tengdasonur mættu á með rússneska lögmanninum. „Ég á son sem er frábær ungur maður, hann er góður maður. Hann átti fund með lögfræðingi frá Rússlandi. Hann stóð mjög stutt og það kom ekkert út úr þessum fundi. Ég held að þetta hafi verið fundur sem flestir stjórnmálmenn hefðu sennilega mætt á,“ sagði Trump. Formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sagði í dag að Donald Trump yngri og Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump eldra verði báðir kallaðir fyrir nefndina jafnvel strax í næstu viku. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. Donald Trump forseti Bandaríkjanna og eiginkona hans Melania komu til Parísar í dag en forsetinn mun taka þátt í dagskrá þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludeginum, á morgun til að minnast þess að á þessu ári eru hundrað ár liðinn frá því Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni. Emmanuel Macron forseti Frakklands tók vel á móti Trump við forsetahöllina en Frakkar hafa alla tíð verið þákklátir Bandaríkjamönnum fyrir þátttöku þeirra í báðum heimsstyrjöldunum og frelsun Parísar í þeirri síðari. Í fljótu bragði virðast þeir Trump og Macron ekki eiga mikið sameiginlegt en þeir hafa báðir hver með sínum hætti hrært upp í hefðbundnum stjórnmálum landa sinna og eiga báðir rætur í fjármálaheiminum og atvinnulífinu. Enda fór vel á með forsetunum við Elysee höll í dag. Macron og Birgitte forsetafrú sýndu bandarísku forsetahjónunum meðal annars grafhýsi Napoleon Bonaparte síðdegis en á fundum sínum munu forsetarnir m.a. ræða ástand mála í Sýrlandi sem og samvinnu ríkjanna í baráttunni við skipulögð hryðjuverkasamtök. Í kvöld munu frönsku og bandarísku forsetahjónin síðan snæða saman í Effelturninum. Trump er eflaust feginn að fá frið frá Rússlandsmálinu en hann hefur nánast verið ósýnilegur í fjölmiðlum í Bandaríkjunum í um viku og Hvíta húsið hefur svo gott sem skrúfað fyrir að fréttamannafundir þar séu teknir upp á kvikmyndavélar. Forsetinn hefur ekki tjáð sig annars staðar en á Twitter um nýjustu uppljóstranir varðandi tölvusamskipti sonar hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra og fund hans með rússneskum lögmanni. Trump sagði á Twitter í gær að hann hafi ekki vitað af þessum fundi fyrr en fyrir tveim til þremur dögum. Á sameiginlegum fréttamannafundi forsetanna í dag sagði Trump að hann teldi að flestir í bandarískum stjórnmálum hefðu mætt á fund eins og þann sem sonur hans, kosningastjóri og tengdasonur mættu á með rússneska lögmanninum. „Ég á son sem er frábær ungur maður, hann er góður maður. Hann átti fund með lögfræðingi frá Rússlandi. Hann stóð mjög stutt og það kom ekkert út úr þessum fundi. Ég held að þetta hafi verið fundur sem flestir stjórnmálmenn hefðu sennilega mætt á,“ sagði Trump. Formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sagði í dag að Donald Trump yngri og Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump eldra verði báðir kallaðir fyrir nefndina jafnvel strax í næstu viku.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira