Formaður Frama óttast fjölgun leigubílaleyfa og segir þá ekki of dýra Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2017 13:25 Ástgeir Þorsteinsson formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama telur enga þörf á fjölgun leyfanna. Vísir/GVA Formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa til leigubílaaksturs eins og samgönguráðherra stefnir að. Nú þegar bíði bílstjórar eftir viðskiptum í allt að fjörtíu mínútur. Hann segir leigubíla á Íslandi ekki dýra miðað við þann kostnað sem bílstjórar beri af rekstri bílannaEnginn skortur á leigubílum Í dag eru 589 leyfi til leigubílaaksturs í landinu. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur sett fram til kynningar drög að reglugerð um fjölgun leyfanna um eitt hundrað, þar af flest á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi eða nítíu. Ástgeir Þorsteinsson formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama telur enga þörf á fjölgun leyfanna.En nú telur ráðherra þörf á að fjölga leyfunum?„Ég veit ekki hvaðan ráðherra hefur það vegna þess að það er ekki skortur á leigubílum,“ segir Ástgeir.Leigubílsstjórar aðgerðalausir milli ferðaÉg talaði við Guðmund Börk Thorarensen framkvæmdastjóra BSR í gær og honum leist vel á þetta og taldi þörf á fleiri leyfum.„Já ætli hann horfi ekki á stöðvargjölödin, eigum við ekki bara að segja það svoleiðis. Það er því miður hjá Guðmundi, og ég er ekki að tala illa um Guðmund því ég var nú þarna sjálfur í mörg ár, að þá hafa menn flæmst þaðan í burtu. Ég veit ekki hver ástæðan er. Það má vel vera að það sé dálítið mikið að gera þar á einhverjum ákveðnum tímum því bílarnir eru bara svo fáir,“ segir Ástgeir. Tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. „Það getur verið alveg frá þrjátíu og fimm upp í fjörtíu og fimm mínútur. Þannig að sá tími hlýtur að lengjast og þar af leiðandi hljóta tekur manna að minnka. Bílaflotinn þá kannski eldist því þá geta menn kannski ekki endurnýjað með eins litlu millibili og þeir gera í dag,“ segir formaður Frama. Þá segir Ástgeir áætlanir um fjölgun leyfa á Akureyri og í Árborg þar sem margir bílstjórar vinni aðra vinnu með akstrinum geta gengið að leigubílaakstri þar dauðum. Það sé ekki hægt að horfa eingöngu á fjölgun íbúa og ferðamanna á höfuborgarsvæðinu því bílaleigubílum hafi líka fjölgað mjög mikið.Leigubílsstjórar ekki ofgóðir af launum sínumNú tala ég bara af eigin reynslu og það er engin vísindaleg rannsókn á bakvið það, en mér finnst leigubílar miklu dýrari á Íslandi en í nokkrum öðrum borgum sem ég kem til. Getur það skýrt hvað eftirsóknin eftir þeim er lítil?„Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu.“Þannig að þú vilt meina að bílstjórar séu ekki að fitna of mikið af tekjum sínum?„Nei, nei ekki þannig að geta lifað alveg sæmilegu lífi. Það er náttúrlega misjafnt á milli manna Menn eru ekki í neinum feiknarlegum gróða. Það er ekkert svoleiðis til í þesari stétt,“ segir Ástgeir Þorsteinsson. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira
Formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa til leigubílaaksturs eins og samgönguráðherra stefnir að. Nú þegar bíði bílstjórar eftir viðskiptum í allt að fjörtíu mínútur. Hann segir leigubíla á Íslandi ekki dýra miðað við þann kostnað sem bílstjórar beri af rekstri bílannaEnginn skortur á leigubílum Í dag eru 589 leyfi til leigubílaaksturs í landinu. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur sett fram til kynningar drög að reglugerð um fjölgun leyfanna um eitt hundrað, þar af flest á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi eða nítíu. Ástgeir Þorsteinsson formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama telur enga þörf á fjölgun leyfanna.En nú telur ráðherra þörf á að fjölga leyfunum?„Ég veit ekki hvaðan ráðherra hefur það vegna þess að það er ekki skortur á leigubílum,“ segir Ástgeir.Leigubílsstjórar aðgerðalausir milli ferðaÉg talaði við Guðmund Börk Thorarensen framkvæmdastjóra BSR í gær og honum leist vel á þetta og taldi þörf á fleiri leyfum.„Já ætli hann horfi ekki á stöðvargjölödin, eigum við ekki bara að segja það svoleiðis. Það er því miður hjá Guðmundi, og ég er ekki að tala illa um Guðmund því ég var nú þarna sjálfur í mörg ár, að þá hafa menn flæmst þaðan í burtu. Ég veit ekki hver ástæðan er. Það má vel vera að það sé dálítið mikið að gera þar á einhverjum ákveðnum tímum því bílarnir eru bara svo fáir,“ segir Ástgeir. Tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. „Það getur verið alveg frá þrjátíu og fimm upp í fjörtíu og fimm mínútur. Þannig að sá tími hlýtur að lengjast og þar af leiðandi hljóta tekur manna að minnka. Bílaflotinn þá kannski eldist því þá geta menn kannski ekki endurnýjað með eins litlu millibili og þeir gera í dag,“ segir formaður Frama. Þá segir Ástgeir áætlanir um fjölgun leyfa á Akureyri og í Árborg þar sem margir bílstjórar vinni aðra vinnu með akstrinum geta gengið að leigubílaakstri þar dauðum. Það sé ekki hægt að horfa eingöngu á fjölgun íbúa og ferðamanna á höfuborgarsvæðinu því bílaleigubílum hafi líka fjölgað mjög mikið.Leigubílsstjórar ekki ofgóðir af launum sínumNú tala ég bara af eigin reynslu og það er engin vísindaleg rannsókn á bakvið það, en mér finnst leigubílar miklu dýrari á Íslandi en í nokkrum öðrum borgum sem ég kem til. Getur það skýrt hvað eftirsóknin eftir þeim er lítil?„Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu.“Þannig að þú vilt meina að bílstjórar séu ekki að fitna of mikið af tekjum sínum?„Nei, nei ekki þannig að geta lifað alveg sæmilegu lífi. Það er náttúrlega misjafnt á milli manna Menn eru ekki í neinum feiknarlegum gróða. Það er ekkert svoleiðis til í þesari stétt,“ segir Ástgeir Þorsteinsson.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira