Freyr og Davíð Snorri: Úr knattspyrnuskóla Leiknis á Evrópumót Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2017 14:00 Freyr og Davíð Snorri eru ekki í knattspyrnuskólanum lengur. vísir/tom Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með góðan vin sinn í þjálfarateymi íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, er einn af njósnurum Freys en hans hlutverk var að taka út franska liðið og undirbúa stelpurnar okkar fyrir stórleikinn á þriðjudaginn. „Davíð Snorri var með mjög góðan fund í gær og við erum vel undirbúnar,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir á blaðamannafundi Íslands í Ermelo í dag. Davíð Snorri, sem er fæddur árið 1986 og er einn af efnilegustu þjálfurum Íslands, gerir meira en bara að njósna því hann er á æfingum Íslands að hjálpa Frey og aðstoðarmanni hans, Ásmundi Guðna Haraldssyni.Freyr Alexandersson ræðir við stelpurnar á æfingu í gær.vísir/tomÓlýsanlegt Freyr og Davíð hafa þekkst lengi en báðir eru úr Breiðholti og uppaldir Leiknismenn. Freyr er fjórum árum eldri en Davíð Snorri en saman tóku þeir við þjálfun karlaliðs Leiknis árið 2013 og komu því upp í Pepsi-deildina ári síðar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Landsliðsþjálfarinn fagnar því eðlilega að vera með góðan mann sem hann þekkir og treystir með sér á mótinu en þeir félagarnir eru komnir langa leið frá Leiknisvellinum í efra Breiðholti. „Það er ólýsanlegt að vera með honum hérna,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. „Það er alveg meiri háttar gaman. Á æfingunni í gær var þetta bara svona „back to basics“ hjá okkur eins og þegar við vorum saman að þjálfa í knattspyrnuskóla Leiknis.“ „Við þekkjum hvorn annan út og inn. Hann veit nákvæmlega hvað ég vill. Ég veit hvað ég fæ frá honum. Við þekkjum hvorn annan mjög vel. Það er styrkur fyrir okkur að hafa hann og stelpurnar njóta þess líka. Við fáum nýja rödd inn,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00 Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15 Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með góðan vin sinn í þjálfarateymi íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. Davíð Snorri Jónasson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, er einn af njósnurum Freys en hans hlutverk var að taka út franska liðið og undirbúa stelpurnar okkar fyrir stórleikinn á þriðjudaginn. „Davíð Snorri var með mjög góðan fund í gær og við erum vel undirbúnar,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir á blaðamannafundi Íslands í Ermelo í dag. Davíð Snorri, sem er fæddur árið 1986 og er einn af efnilegustu þjálfurum Íslands, gerir meira en bara að njósna því hann er á æfingum Íslands að hjálpa Frey og aðstoðarmanni hans, Ásmundi Guðna Haraldssyni.Freyr Alexandersson ræðir við stelpurnar á æfingu í gær.vísir/tomÓlýsanlegt Freyr og Davíð hafa þekkst lengi en báðir eru úr Breiðholti og uppaldir Leiknismenn. Freyr er fjórum árum eldri en Davíð Snorri en saman tóku þeir við þjálfun karlaliðs Leiknis árið 2013 og komu því upp í Pepsi-deildina ári síðar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Landsliðsþjálfarinn fagnar því eðlilega að vera með góðan mann sem hann þekkir og treystir með sér á mótinu en þeir félagarnir eru komnir langa leið frá Leiknisvellinum í efra Breiðholti. „Það er ólýsanlegt að vera með honum hérna,“ sagði Freyr á blaðamannafundinum í dag. „Það er alveg meiri háttar gaman. Á æfingunni í gær var þetta bara svona „back to basics“ hjá okkur eins og þegar við vorum saman að þjálfa í knattspyrnuskóla Leiknis.“ „Við þekkjum hvorn annan út og inn. Hann veit nákvæmlega hvað ég vill. Ég veit hvað ég fæ frá honum. Við þekkjum hvorn annan mjög vel. Það er styrkur fyrir okkur að hafa hann og stelpurnar njóta þess líka. Við fáum nýja rödd inn,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00 Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15 Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30
Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13
Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00
Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15
Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54
Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05