Fanndís: Þessar nýju stelpur eru betri og tilbúnari en ég var Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 16. júlí 2017 19:15 Þrír ungir EM-nýliðar eru í íslenska hópnum á EM 2017 í fótbolta. Tveir þeirra; Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður úr Breiðabliki, og Agla María Albertsdóttir, framherji úr Stjörnunni, unnu sér sæti í hópnum á lokametrunum. Báðar voru í byrjunarliðinu á móti Írlandi og Brasilíu í síðustu vináttuleikjum Íslands fyrir EM og þær gerðu nóg til að heilla Frey Alexandersson. Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, var sjálf ung og efnileg þegar hún fór á fyrsta Evrópumótið sem íslenska liðið komst á fyrir átta árum síðan en hún segir þessar nýju stelpur betri en hún var. „Ingibjörg kom inn á móti Brasilíu eins og hún væri búin að spila 100 landsleiki. Þegar ég fór fyrst fékk ég að fara inn á þegar það voru þrjár mínútur eftir og var bara "vííí" geðveikt gaman. Mér finnst þær betri og tilbúnari í þetta. Þær fá líka stærra hlutverk,“ segir Fanndís. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson tók undir með Fanndísi að þessir nýliðar í dag fá stærra hlutverk en hann vildi þó hrósa eldri leikmönnum og þá sérstaklega Fanndísi fyrir hennar framlag til nýliðanna. „Mig langar að hrósa eldri leikmönnunum fyrir þetta. Ég átti alltaf eftir að klappa þér á bakið Fanndís fyrir þetta. Eftir leikinn á móti Brasilíu þá var Fanndís fyrst til að stíga upp og hrósa Öglu Maríu í viðtölum fyrir sinn leik og hvað hún var að gera,“ segir Freyr. „Stuðningurinn sem þessar eldri stelpur hafa sýnt þeim yngri bæði innan vallar og í undirbúningi og í kringum allt sem við erum að gera sýnir hvað við erum með flotta og sterka karaktera við höfum.“ „Ungu stelpurnar hafa vissulega fengið stærra hlutverk en það er ekki bara þjálfarateyminu og vinnubrögðum okkar að þakka heldur frekar leikmönnunum. Eldri leikmennirnir eiga mikið hrós skilið og þeir mega vita það,“ segir Freyr Alexandersson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur metið möguleika landsliðanna sem berjast um sigur á EM í Hollandi. 16. júlí 2017 16:00 Freyr og Davíð Snorri: Úr knattspyrnuskóla Leiknis á Evrópumót Æskufélagar úr Breiðholtinu eru saman á EM. 16. júlí 2017 14:00 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Þrír ungir EM-nýliðar eru í íslenska hópnum á EM 2017 í fótbolta. Tveir þeirra; Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður úr Breiðabliki, og Agla María Albertsdóttir, framherji úr Stjörnunni, unnu sér sæti í hópnum á lokametrunum. Báðar voru í byrjunarliðinu á móti Írlandi og Brasilíu í síðustu vináttuleikjum Íslands fyrir EM og þær gerðu nóg til að heilla Frey Alexandersson. Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, var sjálf ung og efnileg þegar hún fór á fyrsta Evrópumótið sem íslenska liðið komst á fyrir átta árum síðan en hún segir þessar nýju stelpur betri en hún var. „Ingibjörg kom inn á móti Brasilíu eins og hún væri búin að spila 100 landsleiki. Þegar ég fór fyrst fékk ég að fara inn á þegar það voru þrjár mínútur eftir og var bara "vííí" geðveikt gaman. Mér finnst þær betri og tilbúnari í þetta. Þær fá líka stærra hlutverk,“ segir Fanndís. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson tók undir með Fanndísi að þessir nýliðar í dag fá stærra hlutverk en hann vildi þó hrósa eldri leikmönnum og þá sérstaklega Fanndísi fyrir hennar framlag til nýliðanna. „Mig langar að hrósa eldri leikmönnunum fyrir þetta. Ég átti alltaf eftir að klappa þér á bakið Fanndís fyrir þetta. Eftir leikinn á móti Brasilíu þá var Fanndís fyrst til að stíga upp og hrósa Öglu Maríu í viðtölum fyrir sinn leik og hvað hún var að gera,“ segir Freyr. „Stuðningurinn sem þessar eldri stelpur hafa sýnt þeim yngri bæði innan vallar og í undirbúningi og í kringum allt sem við erum að gera sýnir hvað við erum með flotta og sterka karaktera við höfum.“ „Ungu stelpurnar hafa vissulega fengið stærra hlutverk en það er ekki bara þjálfarateyminu og vinnubrögðum okkar að þakka heldur frekar leikmönnunum. Eldri leikmennirnir eiga mikið hrós skilið og þeir mega vita það,“ segir Freyr Alexandersson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur metið möguleika landsliðanna sem berjast um sigur á EM í Hollandi. 16. júlí 2017 16:00 Freyr og Davíð Snorri: Úr knattspyrnuskóla Leiknis á Evrópumót Æskufélagar úr Breiðholtinu eru saman á EM. 16. júlí 2017 14:00 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30
Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13
Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur metið möguleika landsliðanna sem berjast um sigur á EM í Hollandi. 16. júlí 2017 16:00
Freyr og Davíð Snorri: Úr knattspyrnuskóla Leiknis á Evrópumót Æskufélagar úr Breiðholtinu eru saman á EM. 16. júlí 2017 14:00
Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05