Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Kolbeinn Tumi Daðason í Hollandi skrifar 16. júlí 2017 16:00 Jim Carrey og Lauren Holly í atriðinu óborganlega. Íslenska kvennalandsliðið á möguleika á því að standa uppi sem sigurvegari að mati útreikninga tölfræðiþjónustunnar Gracenote. Reyndar eiga tólf lið af sextán möguleika á því að vinna mótið en möguleikar stelpnanna okkar þykja reyndar ekki miklir. Ekki er ástæða til að taka útreikningana mjög alvarlega en það er stór þáttur af íþróttum að velta fyrir sér möguleikum liðanna í aðdraganda keppni og leikja. Mestar líkur eru taldar á því að Þjóðverjar haldi sigurgöngu sinni á Evrópumótum áfram en 27 prósent líkur þykja að liðið verði Evrópumeistari. Næst koma Frakkar en okkar stelpur mæta þeim frönsku í Tilburg á þriðjudaginn í fyrsta leik sínum í C-riðli. Líkur Frakka eru 22 prósent. Næst koma England (14%) og heimakonur í Hollandi (13%), Svíar (7%) og svo Norðmenn (4%) og Spánverjar (4%). Ísland er svo í hópi með Dönum, Ítölum og Svisslendingum, sem eru einnig í C-riðli, en 2% líkur eru taldar á að liðin fjögur verði Evrópumeistari. Skotar fá svo 1% líkur en þær skosku voru með Íslandi í undankeppninni og voru eina liðið sem sigraði Ísland, og raunar náði að skora gegn Íslandi, í 2-0 sigri á Laugardalsvelli. Engar líkur eru taldar á því að Austurríki, Belgía, Rússland og Portúgal standi uppi sem sigurvegari. Stuðningsmannasveitin Tólfan tekur skemmtilegan snúning á þessum tíðindum og vitnar í eina fyndnustu mynd allra tíma, Dumb& Dumber, og endurtísta tölfræðinni frá @Gracenote með skilaboðunum: „So you’re telling me there’s a chance“. Fyrir þá sem tengja ekki við grín Tólfunnar er bent á myndbandið að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). So you're telling me there's a chance #WEURO2017 #ISL https://t.co/cqazhYTbEP— Tólfan (@12Tolfan) July 16, 2017 EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið á möguleika á því að standa uppi sem sigurvegari að mati útreikninga tölfræðiþjónustunnar Gracenote. Reyndar eiga tólf lið af sextán möguleika á því að vinna mótið en möguleikar stelpnanna okkar þykja reyndar ekki miklir. Ekki er ástæða til að taka útreikningana mjög alvarlega en það er stór þáttur af íþróttum að velta fyrir sér möguleikum liðanna í aðdraganda keppni og leikja. Mestar líkur eru taldar á því að Þjóðverjar haldi sigurgöngu sinni á Evrópumótum áfram en 27 prósent líkur þykja að liðið verði Evrópumeistari. Næst koma Frakkar en okkar stelpur mæta þeim frönsku í Tilburg á þriðjudaginn í fyrsta leik sínum í C-riðli. Líkur Frakka eru 22 prósent. Næst koma England (14%) og heimakonur í Hollandi (13%), Svíar (7%) og svo Norðmenn (4%) og Spánverjar (4%). Ísland er svo í hópi með Dönum, Ítölum og Svisslendingum, sem eru einnig í C-riðli, en 2% líkur eru taldar á að liðin fjögur verði Evrópumeistari. Skotar fá svo 1% líkur en þær skosku voru með Íslandi í undankeppninni og voru eina liðið sem sigraði Ísland, og raunar náði að skora gegn Íslandi, í 2-0 sigri á Laugardalsvelli. Engar líkur eru taldar á því að Austurríki, Belgía, Rússland og Portúgal standi uppi sem sigurvegari. Stuðningsmannasveitin Tólfan tekur skemmtilegan snúning á þessum tíðindum og vitnar í eina fyndnustu mynd allra tíma, Dumb& Dumber, og endurtísta tölfræðinni frá @Gracenote með skilaboðunum: „So you’re telling me there’s a chance“. Fyrir þá sem tengja ekki við grín Tólfunnar er bent á myndbandið að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). So you're telling me there's a chance #WEURO2017 #ISL https://t.co/cqazhYTbEP— Tólfan (@12Tolfan) July 16, 2017
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira