Glódís Perla: Sara Björk gaf mér góð ráð Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 16. júlí 2017 19:00 Það voru stór tíðindi af landsliðinu í gær þegar landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir skipti um félagslið og gekk í raðir sænska stórliðsins Rosengård frá Eskilstuna. Rosengård er eitt af stærri liðum Evrópu og Glódís því að takast á við nýtt og spennandi verkefni. „Þetta kom upp tiltölulega snemma í sumar en ég lagði þetta svolítið til hliðar á meðan ég var að klára deildina úti. Ég tók þetta svo aftur upp áður en ég mætti til leiks með landsliðinu. Svo var þetta bara að klára dæmið, það tók smá tíma en svo gekk þetta í gegn,“ sagði Glódís Perla við íþróttadeild á hóteli landsliðsins í Ermelo í dag. „Mér fannst þetta vera tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það var mín tilfinning og þá vissi ég að þetta væri rétt fyrir mig. Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun og stolt af þessu þannig ég er bara sátt með þetta.“ Glódís Perla telur þetta vera rétt skref fyrir sig á þessum tíma en Rosengård, sem Sara Björk Gunnarsdóttir varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með, er lið sem ætlar alltaf að verða landsmeistari og vill ná langt í Meistaradeildinni. „Ég held að þetta sé akkurat rétt skref fyrir mig núna. Þetta er stórt félag með stærri tengingar og það hefur verið að búa til stóra leikmenn í gegnum árin. Sara Björk, Þóra og fleiri frábærir íslenskir leikmenn hafa spilað þarna þannig ég held að þetta sé frábær staður þar sem ég get haldið áfram að þróa minn leik og mun fá meiri áskorun og þarf að taka næsta skref,“ segir Glódís en talaði hún við Söru Björk um þetta? „Já, við ræddum aðeins um þetta og hún hjálpaði mér aðeins og gaf mér ráð,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira
Það voru stór tíðindi af landsliðinu í gær þegar landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir skipti um félagslið og gekk í raðir sænska stórliðsins Rosengård frá Eskilstuna. Rosengård er eitt af stærri liðum Evrópu og Glódís því að takast á við nýtt og spennandi verkefni. „Þetta kom upp tiltölulega snemma í sumar en ég lagði þetta svolítið til hliðar á meðan ég var að klára deildina úti. Ég tók þetta svo aftur upp áður en ég mætti til leiks með landsliðinu. Svo var þetta bara að klára dæmið, það tók smá tíma en svo gekk þetta í gegn,“ sagði Glódís Perla við íþróttadeild á hóteli landsliðsins í Ermelo í dag. „Mér fannst þetta vera tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það var mín tilfinning og þá vissi ég að þetta væri rétt fyrir mig. Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun og stolt af þessu þannig ég er bara sátt með þetta.“ Glódís Perla telur þetta vera rétt skref fyrir sig á þessum tíma en Rosengård, sem Sara Björk Gunnarsdóttir varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með, er lið sem ætlar alltaf að verða landsmeistari og vill ná langt í Meistaradeildinni. „Ég held að þetta sé akkurat rétt skref fyrir mig núna. Þetta er stórt félag með stærri tengingar og það hefur verið að búa til stóra leikmenn í gegnum árin. Sara Björk, Þóra og fleiri frábærir íslenskir leikmenn hafa spilað þarna þannig ég held að þetta sé frábær staður þar sem ég get haldið áfram að þróa minn leik og mun fá meiri áskorun og þarf að taka næsta skref,“ segir Glódís en talaði hún við Söru Björk um þetta? „Já, við ræddum aðeins um þetta og hún hjálpaði mér aðeins og gaf mér ráð,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira
„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30
Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26