Fótbolti

Glódís Perla semur við Rosengård

Elías Orri Njarðarson skrifar
Glódís mun standa vaktina í vörn Íslands á Evrópumótinu
Glódís mun standa vaktina í vörn Íslands á Evrópumótinu visir/getty
Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð.

Glódís Perla, sem er stödd með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í Hollandi, hefur skipt um lið í sænsku úrvalsdeildinni. Glódís sem hefur leikið með Eskilstuna undanfarin ár skrifaði undir samning við Rosengård sem gildir út tímabilið 2018. Glódís mun ganga til liðs við Rosengård um leið og deildin hefst aftur eftir Evrópumótið.

Glódís sem er miðvörður lék með Stjörnunni hér heima áður en hún fór út til Eskilstuna árið 2015 og hefur fest sig í sessi sem ein af mikilvægustu leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu.

Rosengård er eitt af stærstu liðum kvennaknattspyrnunar en Sara Björk Gunnarsdóttir, liðsfélagi Glódísar í landsliðinu, lék með liðinu í fimm ár frá 2011 til 2016.

Rosengård situr í öðru sæti í sænsku úrvalsdeildinni þegar að ellefu umferðir eru búnar í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×