Erlent

Neitar að tjá sig eftir að hann skaut konu á náttfötunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Justine Damond var skotin til bana í húsasundi fyrir aftan heimili sitt.
Justine Damond var skotin til bana í húsasundi fyrir aftan heimili sitt. Vísir/EPA
Lögregluþjónninn sem skaut 40 ára gamla Ástralska konu til bana í Bandaríkjunum um helgina, neitar að ræða við þá sem eru að rannsaka atvikið. Yfirvöld geta ekki þvingað hann til þess að gefa yfirlýsingu um atvikið. Justine Damond hafði sjálf hringt á lögregluna vegna þess að hún hélt að árás væri að eiga sér stað nærri heimili hennar.

Lögregluþjónninn, Mohamed Noor, skaut Damond þegar hún nálgaðist lögreglubílinn sem hann sat í og var hún þá klædd í náttföt. Noor, sem sat í farþegasætinu skaut konuna yfir félaga sinn út um gluggann bílstjóramegin, samkvæmt frétt BBC.

Sjá einnig: Skotin til bana á náttfötunum eftir að hafa hringt á lögreglu

Félagi NoorMatthew Harrity, sagði þó rannsakendum að þeir hefðu heyrt hávær hljóð á sama tíma og Damond gekk að bíl þeirra.

Lögreglan í Minneapolis hefur birt upptökur af talstöðvarsamskiptum lögreglunnar eftir að Damond var skotin. Þar má heyra lögregluþjón segja að svo virðist sem að flugeldar hafi verið sprengdir á svæðinu.

Atvikið hefur vakið mikla reiði í Ástralíu og hefur Malcolm Turnbull, forsætisráðherra landsins farið fram á svör.

Báðir lögregluþjónarnir voru með slökkt á vestismyndavélum sínum þegar Damond var skotin og einnig var slökkt á myndavélinni í mælaborði bíls þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×