Mengunarvaldurinn þyrfti að stíga fram Jakob Bjarnar skrifar 19. júlí 2017 12:43 Enn ekki vitað hvað drap fiskinn í Varmá og telur Árni hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis ólíklegt að það komi fram nema mengunarvaldurinn stigi hreinlega fram. visir/eyþór „Í rauninni leysist þetta ekki nema sá sem olli þessu, 13. eða 14. júlí komi fram og láti okkur vita hvað gerðist. Við eigum ekki eftir að finna út úr því akkúrat hvað þetta var. Getur verið svo margt,“ segir Árni Davíðsson heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis.Eins og Vísir hefur greint frá urðu íbúar og/eða vegfarendur í Mosfellsdal Vegfarendur varir við mengun og dauða fiska í Varmá í síðustu viku. Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með málið til skoðunar en uppspretta mengunarinnar hefur ekki fundist og samkvæmt Árna er ekki líklegt að fullnægjandi skýringar muni koma fram. Heilbrigðiseftirlitið býður nú niðurstöðu úr gerlarannsókn en það er frekar til að útiloka en að menn vænti þess að skýringar fáist með þeirri rannsókn.Klór eða skordýraeitur „Menn hafa áhyggjur af því að þetta geti verið hættulegt fyrir fólk; að þarna séu bakteríur, sem menn geta þá fengið í sár eða ef menn drekka vatnið en auðvitað á fólk ekki að drekka vatn sem rennur um þéttbýli.“ Árni nefnir eitt og annað sem getur hafa orsakað fiskidauðann.Sýnistaka í Varmá en menn leita nú skýringa á því hvað olli bráðdrepandi mengun í ánni.visir/Eyþór„Að maður hafi verið að úða skordýraeitri og blandað miklu, og þá hellt niður afganginum? Skordýraeitur er þekkt sem hættulegt vatnalífi. Að einhver hafi verið sérstaklega duglegur að þrífa pottinn hjá sér, nokkrar töflur af klór og síðan hellt úr? Að einhver hafi verið að þrífa eitthvað með frekar sterkum efnum, klór mögulega eða vítissótaefnum? Sem breyta sýrustigi árinnar. Klórinn hreinlega ræðst á tálknin. Þetta getur verið ýmislegt,“ segir Árni.Ammóníak úr skíthaug Hann bendir þá á enn einn möguleikann sem tengist landbúnaði: Að einhver hafi verið með skítahaug og þaðan hafi ammóníak borist í Varmá. „Það drepur fiska auðveldlega. Þetta virðist vera kafli árinnar, um 100 til 200 metrar, sem hefur orðið fyrir þessari mengun. Nær ekki ofar, náttúrlega, og virðist deyja út síðan á ekkert mjög löngum kafla.“ Þegar er komin skýring á atburði sem var 9. júlí, eða það sem menn telja líklega skýringu. En þá helltist niður á palli bíls plastmálning sem viðkomandi fór með á bílaplan og skolaði af. Um er að ræða venjulega húsa- eða innimálningu. Við skolun á plani fór málningin í niðurfallið. Það dugar ekki til að drepa fiskana.Sápa eða freyðandi efniÞá segir Árni að 24. júlí hafi sápa komist í ána. Óútskýrt er hvaðan hún kom en líkast til úr Grenibyggð og Furubyggð. „Mikið freyðandi efni. Við köllum það sápu. 9. júlí kom svo aftur hvítur litur í ána. Til eru myndir af því, en ekki stútnum sem þetta kemur úr. Samkvæmt fréttum er þetta þessi hvíta plastmálning sem var skoluð úr bílnum og það kemur úr öðrum stút sem er ofar,“ segir Árni. Enginn fiskadauði var tilkynntur þessa daga og hefur greinilega ekki verið, fiskadauðinn blasir við og fer ekkert á milli mála. „Það er alveg á hreinu að fiskadauðinn verður ekki fyrr en föstudaginn 14. júlí. Þá er tilkynnt um atburð 13. júlí, einhvers konar froða, ekki víst að sá atburður hafi drepið fiskana. Þeir gætu hafa drepist 13. júlí.“ Þetta er því nokkur ráðgáta sem Árni og þau hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis standa frammi fyrir. Tengdar fréttir Dauður fiskur á botni Varmár vegna mengunar Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með mengun í Varmá til skoðunar. 17. júlí 2017 16:30 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Í rauninni leysist þetta ekki nema sá sem olli þessu, 13. eða 14. júlí komi fram og láti okkur vita hvað gerðist. Við eigum ekki eftir að finna út úr því akkúrat hvað þetta var. Getur verið svo margt,“ segir Árni Davíðsson heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis.Eins og Vísir hefur greint frá urðu íbúar og/eða vegfarendur í Mosfellsdal Vegfarendur varir við mengun og dauða fiska í Varmá í síðustu viku. Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með málið til skoðunar en uppspretta mengunarinnar hefur ekki fundist og samkvæmt Árna er ekki líklegt að fullnægjandi skýringar muni koma fram. Heilbrigðiseftirlitið býður nú niðurstöðu úr gerlarannsókn en það er frekar til að útiloka en að menn vænti þess að skýringar fáist með þeirri rannsókn.Klór eða skordýraeitur „Menn hafa áhyggjur af því að þetta geti verið hættulegt fyrir fólk; að þarna séu bakteríur, sem menn geta þá fengið í sár eða ef menn drekka vatnið en auðvitað á fólk ekki að drekka vatn sem rennur um þéttbýli.“ Árni nefnir eitt og annað sem getur hafa orsakað fiskidauðann.Sýnistaka í Varmá en menn leita nú skýringa á því hvað olli bráðdrepandi mengun í ánni.visir/Eyþór„Að maður hafi verið að úða skordýraeitri og blandað miklu, og þá hellt niður afganginum? Skordýraeitur er þekkt sem hættulegt vatnalífi. Að einhver hafi verið sérstaklega duglegur að þrífa pottinn hjá sér, nokkrar töflur af klór og síðan hellt úr? Að einhver hafi verið að þrífa eitthvað með frekar sterkum efnum, klór mögulega eða vítissótaefnum? Sem breyta sýrustigi árinnar. Klórinn hreinlega ræðst á tálknin. Þetta getur verið ýmislegt,“ segir Árni.Ammóníak úr skíthaug Hann bendir þá á enn einn möguleikann sem tengist landbúnaði: Að einhver hafi verið með skítahaug og þaðan hafi ammóníak borist í Varmá. „Það drepur fiska auðveldlega. Þetta virðist vera kafli árinnar, um 100 til 200 metrar, sem hefur orðið fyrir þessari mengun. Nær ekki ofar, náttúrlega, og virðist deyja út síðan á ekkert mjög löngum kafla.“ Þegar er komin skýring á atburði sem var 9. júlí, eða það sem menn telja líklega skýringu. En þá helltist niður á palli bíls plastmálning sem viðkomandi fór með á bílaplan og skolaði af. Um er að ræða venjulega húsa- eða innimálningu. Við skolun á plani fór málningin í niðurfallið. Það dugar ekki til að drepa fiskana.Sápa eða freyðandi efniÞá segir Árni að 24. júlí hafi sápa komist í ána. Óútskýrt er hvaðan hún kom en líkast til úr Grenibyggð og Furubyggð. „Mikið freyðandi efni. Við köllum það sápu. 9. júlí kom svo aftur hvítur litur í ána. Til eru myndir af því, en ekki stútnum sem þetta kemur úr. Samkvæmt fréttum er þetta þessi hvíta plastmálning sem var skoluð úr bílnum og það kemur úr öðrum stút sem er ofar,“ segir Árni. Enginn fiskadauði var tilkynntur þessa daga og hefur greinilega ekki verið, fiskadauðinn blasir við og fer ekkert á milli mála. „Það er alveg á hreinu að fiskadauðinn verður ekki fyrr en föstudaginn 14. júlí. Þá er tilkynnt um atburð 13. júlí, einhvers konar froða, ekki víst að sá atburður hafi drepið fiskana. Þeir gætu hafa drepist 13. júlí.“ Þetta er því nokkur ráðgáta sem Árni og þau hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis standa frammi fyrir.
Tengdar fréttir Dauður fiskur á botni Varmár vegna mengunar Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með mengun í Varmá til skoðunar. 17. júlí 2017 16:30 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Dauður fiskur á botni Varmár vegna mengunar Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með mengun í Varmá til skoðunar. 17. júlí 2017 16:30