Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júlí 2017 20:00 Tillögurnar sem verma efstu fjögur sætin eins og stendur. Vísir Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. Keppnin, sem hefur nú staðið yfir í nokkurn tíma, fer fram á meistaraverk.is en þar gefst fólki kostur á að hanna sinn eigin strætisvagn. Fjölmargar flottar en ótrúlega ólíkar tillögur eru á síðunni -til að mynda brauðvagn, Wintris-vagn og Skálmaldarvagn. Keppnin hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlum og keppist fólk við að deila myndum af þeim vagni sem það vill að keyri um götur bæjarins. Síðustu daga hefur keppnin verið afar spennandi enda femínistavaginn KÞBAVD og skátavagninn hnífjafnir. Báðir eru komnir með yfir fimm þúsund atkvæði en úrslitin verða ljós um miðnætti í kvöld. KÞBAVD er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ sem er að sögn Lenu Margrétar Aradóttur, hönnuðar vagsins, kaldhæðin ádeila í jafnréttisumræðunni. „Í fjölmiðlum og annars staðar er oft talað um að konur beri ábyrgð á því misrétti sem þær verði fyrir og að þær geti losað sig úr þeirri stöðu sem þær eru í með því að gera hitt og þetta,“ segir Lena Margrét. Til dæmis þurfi þær að vera duglegri við að passa sig, við að biðja um launahækkun eða við að vera ekki dramatískar. Lena útskýrir að skammstöfunin hafi orðið til í facebook-hópi sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „En það eru margir sem vita ekki hvað þetta þýðir og það er einmitt það sem er skemmtilegt við þetta. Þetta skapar umræðu því fólk er forvitið. Það segir hvað er þessi óþjála skammstöfun? Sumum finnst mjög asnalegt að það standi á vagninum að konur þurfi að vera duglegri að gera hluti af því þau fatta ekki að þetta sé kaldhæðin ádeila og segja bíddu afhverju á ég að vera kjósa þennan vagn sem er niðrandi fyrir konur,“ segir Lena Margrét og hlær. Jakob Guðnason, skáti, er sá sem skráði skátavagninn Change til leiks. „Okkar vagn kemur út af þessu skátamóti sem við erum að halda í enda mánaðar og þema þess er change eða breytingar og við erum að byggja á því að breytingar af hinu góða séu góðar eða skemmtilegar. Þannig að við erum eiginlega á sama meiði og feimínistavagninn. Við viljum breytingar,“ segir Jakob og bætir við að ef hann mætti ráða ráða myndu báðir vagnarnir keyra um götur bæjarins. Keppnin sé þó æsispennandi. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira
Skátavagn og femínistavagn keppa nú um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó en í kvöld kemur í ljós hvor vagninn mun keyra um götur Reykjavíkur í haust. Hönnuðir vagnanna segja að keppnin sé æsispennandi. Keppnin, sem hefur nú staðið yfir í nokkurn tíma, fer fram á meistaraverk.is en þar gefst fólki kostur á að hanna sinn eigin strætisvagn. Fjölmargar flottar en ótrúlega ólíkar tillögur eru á síðunni -til að mynda brauðvagn, Wintris-vagn og Skálmaldarvagn. Keppnin hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlum og keppist fólk við að deila myndum af þeim vagni sem það vill að keyri um götur bæjarins. Síðustu daga hefur keppnin verið afar spennandi enda femínistavaginn KÞBAVD og skátavagninn hnífjafnir. Báðir eru komnir með yfir fimm þúsund atkvæði en úrslitin verða ljós um miðnætti í kvöld. KÞBAVD er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ sem er að sögn Lenu Margrétar Aradóttur, hönnuðar vagsins, kaldhæðin ádeila í jafnréttisumræðunni. „Í fjölmiðlum og annars staðar er oft talað um að konur beri ábyrgð á því misrétti sem þær verði fyrir og að þær geti losað sig úr þeirri stöðu sem þær eru í með því að gera hitt og þetta,“ segir Lena Margrét. Til dæmis þurfi þær að vera duglegri við að passa sig, við að biðja um launahækkun eða við að vera ekki dramatískar. Lena útskýrir að skammstöfunin hafi orðið til í facebook-hópi sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „En það eru margir sem vita ekki hvað þetta þýðir og það er einmitt það sem er skemmtilegt við þetta. Þetta skapar umræðu því fólk er forvitið. Það segir hvað er þessi óþjála skammstöfun? Sumum finnst mjög asnalegt að það standi á vagninum að konur þurfi að vera duglegri að gera hluti af því þau fatta ekki að þetta sé kaldhæðin ádeila og segja bíddu afhverju á ég að vera kjósa þennan vagn sem er niðrandi fyrir konur,“ segir Lena Margrét og hlær. Jakob Guðnason, skáti, er sá sem skráði skátavagninn Change til leiks. „Okkar vagn kemur út af þessu skátamóti sem við erum að halda í enda mánaðar og þema þess er change eða breytingar og við erum að byggja á því að breytingar af hinu góða séu góðar eða skemmtilegar. Þannig að við erum eiginlega á sama meiði og feimínistavagninn. Við viljum breytingar,“ segir Jakob og bætir við að ef hann mætti ráða ráða myndu báðir vagnarnir keyra um götur bæjarins. Keppnin sé þó æsispennandi.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira