Erlent

Katarar fá gálgafrest

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Farið er fram á að hætt verði að fjármagna Al Jazeera.
Farið er fram á að hætt verði að fjármagna Al Jazeera. Nordicphotos/AFP
Sádi-Arabía, auk þriggja annarra Arabaríkja, framlengdi í gær frestinn sem Katarar hafa til þess að svara þrettán kröfum ríkjanna um breytingar á stjórnarháttum. Fresturinn átti að renna út í gær en var framlengdur um tvo sólarhringa.

Ef Katarar mæta ekki kröfum ríkjanna mun viðskiptaþvingunum þeirra gegn ríkinu ekki verða aflétt en ríkin fjögur telja Katara fjármagna hryðjuverkastarfsemi.

Hafa Katarar ekki svarað kröfunum en utanríkisráðherrann, Mohammed bin Abdul Rahman al-Thani, hefur kallað þær brot gegn alþjóðalögum. „Kröfurnar minna á öfgafullan og refsigjarnan hrotta,“ hefur al-Thani sagt.

Á meðal þeirra krafa sem um ræðir er að Katarar skuli skera á allar fjárveitingar til Al Jazeera-fréttastöðvarinnar, að skera á tengsl við Bræðralag múslima og að hætta að fjármagna samtök sem Bandaríkin hafa sett á lista yfir hryðjuverkasamtök.


Tengdar fréttir

Katörum sett ströng skilyrði

Fjögur Arabaríki hafa sent Katörum strangar kröfur, eigi þau að aflétta þvingunum gegn katarska ríkinu. Ríkin sem um ræðir eru Sádi-Arabía, Egyptaland, Bahrein og Sameinuðu arabísku furstadæmin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×