Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2017 23:22 Donald Trump og Scott Pruitt (t.h.) hafa talað mikið um störf og meinta skaðsemi reglugerða en minna um umhverfið. Vísir/EPA Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) getur ekki fryst ný viðmið um losun gróðurhúsalofttegunda frá olíu- og gaslindum í tvö ár á meðan hún vinnur að nýjum samkvæmt úrskurði áfrýjunardómstóls í Washington-borg. Úrskurðurinn er talinn Þrándur í götu tilrauna stjórnar Donalds Trump til að vinda ofan af umhverfisreglum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Fleiri ríkisstofnanir hafa beitt sömu aðferð til að fella úr gildi reglur sem settar voru í tíð Obama. Úrskurðurinn nú er því talinn geta haft áhrif á fjölda annarra aðgerða sem ríkisstjórn Trump hefur gripið til samkvæmt frétt Washington Post. Í tíð Obama samþykkti Umhverfisstofnunin reglur sem takmarka magn gróðurhúsaloftegundarinnar metans og annarra mengunarvalda frá olíu- og gaslindum. Þegar Scott Pruitt, nýr forstjóri stofnunarinnar, tók við frestaði hann gildistöku reglnanna um tvö ár á meðan hann endurskrifaði viðmiðin. Áfrýjunardómstóll Columbia-svæðis sagði að stofnunin hefði rétt á að endurskoða viðmiðin en hún gæti ekki frestað gildistökunni sem var ákveðin í fyrra á meðan hún ákveður hvað eigi að koma í staðin. Hafnaði dómstóllinn ýmsum rökum forstjórans, meðal annars um að fulltrúar iðnaðarins hafi ekki fengið tækifæri til umsagnar. Þvert á móti hefði stofnunin breytt viðmiðunum að teknu tilliti til athugasemda hagsmunaaðila.Hætti við bann við hættulegu meindýraeitriPruitt hefur fellt úr gildi ýmsar aðrar reglur sem stofnanir settu þegar Obama var við völd frá því að hann tók við embætti. Undir hans stjórn hefur áhersla stofnunarinnar færst frá verndun umhverfisins og að hagsmunum iðnaðar og annarra hagsmunaaðila. Hefur hann sagst vilja færa völd yfir mörgu því sem EPA hefur haft eftirlit með í hendur einstakra ríkja Bandaríkjanna. Þannig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að afnema bann við notkun meindýraeiturs sem vísindamenn EPA hafa sagt að valdi heilaskaða í börnum í jafnvel minnstu skömmtum skömmu eftir að hafa hitt forstjóra efnarisans Dow Chemical. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) getur ekki fryst ný viðmið um losun gróðurhúsalofttegunda frá olíu- og gaslindum í tvö ár á meðan hún vinnur að nýjum samkvæmt úrskurði áfrýjunardómstóls í Washington-borg. Úrskurðurinn er talinn Þrándur í götu tilrauna stjórnar Donalds Trump til að vinda ofan af umhverfisreglum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Fleiri ríkisstofnanir hafa beitt sömu aðferð til að fella úr gildi reglur sem settar voru í tíð Obama. Úrskurðurinn nú er því talinn geta haft áhrif á fjölda annarra aðgerða sem ríkisstjórn Trump hefur gripið til samkvæmt frétt Washington Post. Í tíð Obama samþykkti Umhverfisstofnunin reglur sem takmarka magn gróðurhúsaloftegundarinnar metans og annarra mengunarvalda frá olíu- og gaslindum. Þegar Scott Pruitt, nýr forstjóri stofnunarinnar, tók við frestaði hann gildistöku reglnanna um tvö ár á meðan hann endurskrifaði viðmiðin. Áfrýjunardómstóll Columbia-svæðis sagði að stofnunin hefði rétt á að endurskoða viðmiðin en hún gæti ekki frestað gildistökunni sem var ákveðin í fyrra á meðan hún ákveður hvað eigi að koma í staðin. Hafnaði dómstóllinn ýmsum rökum forstjórans, meðal annars um að fulltrúar iðnaðarins hafi ekki fengið tækifæri til umsagnar. Þvert á móti hefði stofnunin breytt viðmiðunum að teknu tilliti til athugasemda hagsmunaaðila.Hætti við bann við hættulegu meindýraeitriPruitt hefur fellt úr gildi ýmsar aðrar reglur sem stofnanir settu þegar Obama var við völd frá því að hann tók við embætti. Undir hans stjórn hefur áhersla stofnunarinnar færst frá verndun umhverfisins og að hagsmunum iðnaðar og annarra hagsmunaaðila. Hefur hann sagst vilja færa völd yfir mörgu því sem EPA hefur haft eftirlit með í hendur einstakra ríkja Bandaríkjanna. Þannig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að afnema bann við notkun meindýraeiturs sem vísindamenn EPA hafa sagt að valdi heilaskaða í börnum í jafnvel minnstu skömmtum skömmu eftir að hafa hitt forstjóra efnarisans Dow Chemical.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30
Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“