Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2017 14:30 Ríkisstjórn Donalds Trump hefur í hyggju að skera starfsemi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) niður við trog. Áætlun Hvíta hússins gerir ráð fyrir því að starfsmönnum hennar verði fækkað um fimmtung og fjöldi verkefna verði sleginn út af borðinu, þar á meðal aðgerðir í loftslagsmálum. Greint hefur verið frá því að Trump ætli að auka framlög til hernaðarmála um tíu prósent á næsta ári og skera verulega niður hjá öðrum stofnunum bandaríska alríkisins. Skjöl sem blaðamenn bandaríska dagblaðsins Washington Post hafa skoðað benda til þess að árlegar fjárheimildir EPA fari úr 8,2 milljörðum dollara í 6,1 milljarð. Þessi niðurskurður komi til með að hafa enn meiri áhrif á kjarnastarfsemi stofnunarinnar þar sem að stór hluti fjárheimilda hennar fer í styrki til einstakra ríkja og sveitarfélaga. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Umhverfisstofnunarinnar og hafa sumir þeirra jafnvel viljað leggja hana niður, þar á meðal Trump sjálfur í kosningabaráttunni. Trump skipaði jafnframt Scott Pruitt, fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem forstjóra EPA. Sá höfðaði fjölda dómsmála gegn stofnuninni til þess að hnekkja reglum hennar um losun gróðurhúsalofttegunda, meðal annars í samráði við hagsmunaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði.Leggja af loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarfVerði áform Hvíta hússins að veruleika verður starfsmönnum EPA fækkað um þrjú þúsund, úr 15.000 í 12.000 samkvæmt Washington Post. Styrkir til ríkja og og framlög til verkefna sem eiga að tryggja Bandaríkjamönnum hreint loft og vatn verða skorin niður um þriðjung. Til viðbótar verða 38 mismunandi verkefni lögð af með öllu. Þau lúta meðal annars að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hreinsunarstarfi á gömlum iðnaðarsvæðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingar til EPA. Óvíst er talið hvort að þingmenn muni fallast á svo umfangsmikinn niðurskurð hjá stofnuninni. Umhverfisverndarsamtök og fyrrverandi forstjóri EPA hafa brugðist hart við fyrirhuguðum niðurskurði. „Ef þingið samþykkir þennan niðurskurð mun hann rífa hjartað og sálina úr áætlun stjórnvalda um að hafa hemil á loftmengun og tefla heilsu og velferð tuga milljóna manna um allt land í tvísýnu,“ segir S. William Becker, framkvæmdastjóri Landsambands stofnana um hreint loft (National Association of Clean Air Agencies). Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump hefur í hyggju að skera starfsemi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) niður við trog. Áætlun Hvíta hússins gerir ráð fyrir því að starfsmönnum hennar verði fækkað um fimmtung og fjöldi verkefna verði sleginn út af borðinu, þar á meðal aðgerðir í loftslagsmálum. Greint hefur verið frá því að Trump ætli að auka framlög til hernaðarmála um tíu prósent á næsta ári og skera verulega niður hjá öðrum stofnunum bandaríska alríkisins. Skjöl sem blaðamenn bandaríska dagblaðsins Washington Post hafa skoðað benda til þess að árlegar fjárheimildir EPA fari úr 8,2 milljörðum dollara í 6,1 milljarð. Þessi niðurskurður komi til með að hafa enn meiri áhrif á kjarnastarfsemi stofnunarinnar þar sem að stór hluti fjárheimilda hennar fer í styrki til einstakra ríkja og sveitarfélaga. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Umhverfisstofnunarinnar og hafa sumir þeirra jafnvel viljað leggja hana niður, þar á meðal Trump sjálfur í kosningabaráttunni. Trump skipaði jafnframt Scott Pruitt, fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem forstjóra EPA. Sá höfðaði fjölda dómsmála gegn stofnuninni til þess að hnekkja reglum hennar um losun gróðurhúsalofttegunda, meðal annars í samráði við hagsmunaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði.Leggja af loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarfVerði áform Hvíta hússins að veruleika verður starfsmönnum EPA fækkað um þrjú þúsund, úr 15.000 í 12.000 samkvæmt Washington Post. Styrkir til ríkja og og framlög til verkefna sem eiga að tryggja Bandaríkjamönnum hreint loft og vatn verða skorin niður um þriðjung. Til viðbótar verða 38 mismunandi verkefni lögð af með öllu. Þau lúta meðal annars að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hreinsunarstarfi á gömlum iðnaðarsvæðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingar til EPA. Óvíst er talið hvort að þingmenn muni fallast á svo umfangsmikinn niðurskurð hjá stofnuninni. Umhverfisverndarsamtök og fyrrverandi forstjóri EPA hafa brugðist hart við fyrirhuguðum niðurskurði. „Ef þingið samþykkir þennan niðurskurð mun hann rífa hjartað og sálina úr áætlun stjórnvalda um að hafa hemil á loftmengun og tefla heilsu og velferð tuga milljóna manna um allt land í tvísýnu,“ segir S. William Becker, framkvæmdastjóri Landsambands stofnana um hreint loft (National Association of Clean Air Agencies).
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira