Trump bað yfirmenn leyniþjónustunnar um að hreinsa sig opinberlega Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 11:00 Daniel Coats (t.v.) og Mike Rogers (t.h.) komu fyrir þingnefnd 7. júní en sögðu fátt. Vísir/EPA Tveir æðstu yfirmenn leyniþjónustumála í Bandaríkjunum sögðu sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins og þingnefnd að Donald Trump forseti hefði beðið þá um að lýsa því yfir opinberlega að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Vitnisburður þeirra Dan Coats, yfirmanns leyniþjónustumála, og Mike Rogers, forstjóra Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA), hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa, og leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, fór fram fyrir luktum dyrum í síðustu viku.CNN hefur eftir heimildamönnum að báðir hafi þeir sagt að bón Trump hafi verið „undarleg“ og „óþægileg“. Þeir hafi hins vegar ekki talið að forsetinn væri að skipa þeim fyrir og þeir hafi ekki orðið við óskum hans.Létu lítið uppi á opnum nefndarfundiCoats og Rogers báru einnig á opnum fundi leyniþjónustunefndarinnar fyrr í þessum mánuði. Það létu þeir hins vegar lítið uppi og vildu ekki greina frá samskiptum sínum við Trump. Ástæðan fyrir því er sögð vera sú að þeir báðu Hvíta húsið um leiðbeiningar um hvort að forsetinn krefðist þess að trúnaður ríkti um samskipti þeirra. Engin svör bárust hins vegar áður en þeir komu fyrir nefndina. Því hafi þeir farið undan í flæmingi þegar þingmenn spurðu þá um samtöl við Trump.James Comey sagði Trump þrisvar að hann væri ekki til rannsóknar en vildi engu að síður ekki lýsa því yfir opinberlega því þá hefði FBI skyldu til að leiðrétta það ef staða forsetans breyttist.Vísir/GettyJames Comey, sem Trump rak sem forstjóra alríkislögreglunnar (FBI) vegna rannsóknar hans á kosningateyminum og tengslum þess við Rússa, hafði áður lýst því við þingnefndina að forsetinn hefði sagst vona að hann hætti rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Ólíkt Coats og Rogers upplifði Comey orð forsetans þannig að hann væri að biðja hann um að hætta rannsókninni. Taldi hann Trump hafa rekið sig vegna rannsóknarinnar á Rússatengslunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Tveir æðstu yfirmenn leyniþjónustumála í Bandaríkjunum sögðu sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins og þingnefnd að Donald Trump forseti hefði beðið þá um að lýsa því yfir opinberlega að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Vitnisburður þeirra Dan Coats, yfirmanns leyniþjónustumála, og Mike Rogers, forstjóra Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA), hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakanda á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa, og leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, fór fram fyrir luktum dyrum í síðustu viku.CNN hefur eftir heimildamönnum að báðir hafi þeir sagt að bón Trump hafi verið „undarleg“ og „óþægileg“. Þeir hafi hins vegar ekki talið að forsetinn væri að skipa þeim fyrir og þeir hafi ekki orðið við óskum hans.Létu lítið uppi á opnum nefndarfundiCoats og Rogers báru einnig á opnum fundi leyniþjónustunefndarinnar fyrr í þessum mánuði. Það létu þeir hins vegar lítið uppi og vildu ekki greina frá samskiptum sínum við Trump. Ástæðan fyrir því er sögð vera sú að þeir báðu Hvíta húsið um leiðbeiningar um hvort að forsetinn krefðist þess að trúnaður ríkti um samskipti þeirra. Engin svör bárust hins vegar áður en þeir komu fyrir nefndina. Því hafi þeir farið undan í flæmingi þegar þingmenn spurðu þá um samtöl við Trump.James Comey sagði Trump þrisvar að hann væri ekki til rannsóknar en vildi engu að síður ekki lýsa því yfir opinberlega því þá hefði FBI skyldu til að leiðrétta það ef staða forsetans breyttist.Vísir/GettyJames Comey, sem Trump rak sem forstjóra alríkislögreglunnar (FBI) vegna rannsóknar hans á kosningateyminum og tengslum þess við Rússa, hafði áður lýst því við þingnefndina að forsetinn hefði sagst vona að hann hætti rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Ólíkt Coats og Rogers upplifði Comey orð forsetans þannig að hann væri að biðja hann um að hætta rannsókninni. Taldi hann Trump hafa rekið sig vegna rannsóknarinnar á Rússatengslunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30
Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. 8. júní 2017 19:59
Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50
Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45