Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2017 10:32 Harry Bretaprins fann sig ekki innan bresku krúnunnar. Visir/Getty „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna.BBC greinir frá því að Harry Bretaprins hafi verið á vondum stað í lífinu þegar hann var á þrítugsaldri. Hann upplifði mikla innri baráttu þegar hann hætti í hernum og fann sig ekki innan konungsveldisins. Harry kveðst hafa verið algerlega stefnulaus og fundið sterkt að hann vildi undankomuleið. Hann lýsir tímabilinu sem fullkominni ringulreið sem einkenndist af mikilli drykkju og skemmtanahaldi. Harry segist hafa verið að niðurlotum kominn og oft og tíðum nálægt því að fá taugaáfall. Hann segist hafa verið fullur af hatri á þessu tímabili og að herinn hafi verið honum algjör frelsun. „Mér leið eins og ég væri í alvörunni að áorka einhverju,“ segir Harry. Í hernum hafi hann fengið að vera Harry en ekki prinsinn Harry og að liðsmenn hans hafi tekið honum opnum örmum.Harry fann sjálfan sig aftur í nýju hlutverki William, bróðir hans, hvatti hann til þess að leita sér aðstoð sérfræðings. Harry fór að ráðum Williams og með þessari hjálp auðnaðist honum að enduruppgötva sjálfan sig og finna sér nýtt hlutverk innan konungsfjölskyldunnar sem hefur falist í því að vekja athygli á málstað fyrrum hermanna. Þá hefur hann einnig talað fyrir mikilvægi geðheilsu og veitt geðhjálparhópum aðstoð sína. Þannig hafi prinsinn áunnið sér traust og virðingu almennings. Harry segir þá bræður vera mjög ástríðufulla í garð góðgerðarmála. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt hann út í góðgerðarmál en Díana prinsessa lést þegar Harry var aðeins tólf ára gamall. Harry hefur sterkar skoðanir á því hvað breska konungdæmið eigi að standa fyrir. Meðlimir hennar eigi að nota þessa forréttindastöðu til góðs. Þeir eigi að nýta stöðu sína í samfélaginu til þess að lyfta mikilvægum málefnum í stað þess vera hópur dægurstjarna.Díana prinsessa lést þegar Harry var einungis tólf ára.Vísir/Getty Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
„Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna.BBC greinir frá því að Harry Bretaprins hafi verið á vondum stað í lífinu þegar hann var á þrítugsaldri. Hann upplifði mikla innri baráttu þegar hann hætti í hernum og fann sig ekki innan konungsveldisins. Harry kveðst hafa verið algerlega stefnulaus og fundið sterkt að hann vildi undankomuleið. Hann lýsir tímabilinu sem fullkominni ringulreið sem einkenndist af mikilli drykkju og skemmtanahaldi. Harry segist hafa verið að niðurlotum kominn og oft og tíðum nálægt því að fá taugaáfall. Hann segist hafa verið fullur af hatri á þessu tímabili og að herinn hafi verið honum algjör frelsun. „Mér leið eins og ég væri í alvörunni að áorka einhverju,“ segir Harry. Í hernum hafi hann fengið að vera Harry en ekki prinsinn Harry og að liðsmenn hans hafi tekið honum opnum örmum.Harry fann sjálfan sig aftur í nýju hlutverki William, bróðir hans, hvatti hann til þess að leita sér aðstoð sérfræðings. Harry fór að ráðum Williams og með þessari hjálp auðnaðist honum að enduruppgötva sjálfan sig og finna sér nýtt hlutverk innan konungsfjölskyldunnar sem hefur falist í því að vekja athygli á málstað fyrrum hermanna. Þá hefur hann einnig talað fyrir mikilvægi geðheilsu og veitt geðhjálparhópum aðstoð sína. Þannig hafi prinsinn áunnið sér traust og virðingu almennings. Harry segir þá bræður vera mjög ástríðufulla í garð góðgerðarmála. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt hann út í góðgerðarmál en Díana prinsessa lést þegar Harry var aðeins tólf ára gamall. Harry hefur sterkar skoðanir á því hvað breska konungdæmið eigi að standa fyrir. Meðlimir hennar eigi að nota þessa forréttindastöðu til góðs. Þeir eigi að nýta stöðu sína í samfélaginu til þess að lyfta mikilvægum málefnum í stað þess vera hópur dægurstjarna.Díana prinsessa lést þegar Harry var einungis tólf ára.Vísir/Getty
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira