Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2017 10:32 Harry Bretaprins fann sig ekki innan bresku krúnunnar. Visir/Getty „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna.BBC greinir frá því að Harry Bretaprins hafi verið á vondum stað í lífinu þegar hann var á þrítugsaldri. Hann upplifði mikla innri baráttu þegar hann hætti í hernum og fann sig ekki innan konungsveldisins. Harry kveðst hafa verið algerlega stefnulaus og fundið sterkt að hann vildi undankomuleið. Hann lýsir tímabilinu sem fullkominni ringulreið sem einkenndist af mikilli drykkju og skemmtanahaldi. Harry segist hafa verið að niðurlotum kominn og oft og tíðum nálægt því að fá taugaáfall. Hann segist hafa verið fullur af hatri á þessu tímabili og að herinn hafi verið honum algjör frelsun. „Mér leið eins og ég væri í alvörunni að áorka einhverju,“ segir Harry. Í hernum hafi hann fengið að vera Harry en ekki prinsinn Harry og að liðsmenn hans hafi tekið honum opnum örmum.Harry fann sjálfan sig aftur í nýju hlutverki William, bróðir hans, hvatti hann til þess að leita sér aðstoð sérfræðings. Harry fór að ráðum Williams og með þessari hjálp auðnaðist honum að enduruppgötva sjálfan sig og finna sér nýtt hlutverk innan konungsfjölskyldunnar sem hefur falist í því að vekja athygli á málstað fyrrum hermanna. Þá hefur hann einnig talað fyrir mikilvægi geðheilsu og veitt geðhjálparhópum aðstoð sína. Þannig hafi prinsinn áunnið sér traust og virðingu almennings. Harry segir þá bræður vera mjög ástríðufulla í garð góðgerðarmála. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt hann út í góðgerðarmál en Díana prinsessa lést þegar Harry var aðeins tólf ára gamall. Harry hefur sterkar skoðanir á því hvað breska konungdæmið eigi að standa fyrir. Meðlimir hennar eigi að nota þessa forréttindastöðu til góðs. Þeir eigi að nýta stöðu sína í samfélaginu til þess að lyfta mikilvægum málefnum í stað þess vera hópur dægurstjarna.Díana prinsessa lést þegar Harry var einungis tólf ára.Vísir/Getty Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
„Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna.BBC greinir frá því að Harry Bretaprins hafi verið á vondum stað í lífinu þegar hann var á þrítugsaldri. Hann upplifði mikla innri baráttu þegar hann hætti í hernum og fann sig ekki innan konungsveldisins. Harry kveðst hafa verið algerlega stefnulaus og fundið sterkt að hann vildi undankomuleið. Hann lýsir tímabilinu sem fullkominni ringulreið sem einkenndist af mikilli drykkju og skemmtanahaldi. Harry segist hafa verið að niðurlotum kominn og oft og tíðum nálægt því að fá taugaáfall. Hann segist hafa verið fullur af hatri á þessu tímabili og að herinn hafi verið honum algjör frelsun. „Mér leið eins og ég væri í alvörunni að áorka einhverju,“ segir Harry. Í hernum hafi hann fengið að vera Harry en ekki prinsinn Harry og að liðsmenn hans hafi tekið honum opnum örmum.Harry fann sjálfan sig aftur í nýju hlutverki William, bróðir hans, hvatti hann til þess að leita sér aðstoð sérfræðings. Harry fór að ráðum Williams og með þessari hjálp auðnaðist honum að enduruppgötva sjálfan sig og finna sér nýtt hlutverk innan konungsfjölskyldunnar sem hefur falist í því að vekja athygli á málstað fyrrum hermanna. Þá hefur hann einnig talað fyrir mikilvægi geðheilsu og veitt geðhjálparhópum aðstoð sína. Þannig hafi prinsinn áunnið sér traust og virðingu almennings. Harry segir þá bræður vera mjög ástríðufulla í garð góðgerðarmála. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt hann út í góðgerðarmál en Díana prinsessa lést þegar Harry var aðeins tólf ára gamall. Harry hefur sterkar skoðanir á því hvað breska konungdæmið eigi að standa fyrir. Meðlimir hennar eigi að nota þessa forréttindastöðu til góðs. Þeir eigi að nýta stöðu sína í samfélaginu til þess að lyfta mikilvægum málefnum í stað þess vera hópur dægurstjarna.Díana prinsessa lést þegar Harry var einungis tólf ára.Vísir/Getty
Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira