Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2017 20:04 Rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir skipulag og umferðaröryggi ábótavant við Jökulsárlón og nauðsynlegt sé að gera úrbætur. Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði á konu á svæðinu fyrir tveimur árum hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Skipstjórinn á hjólabátnum var 22 ára þegar slysið varð, hann var ekki með tilskilin réttindi og á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur fyrir manndráp af gáleysi. Slysið gerðist fyrir tveimur árum á malarplani við Jökulsárlón. Kanadísk fjölskylda horfði á þyrlu lenda á svæðinu og sneru baki í hjólabátinn sem var að bakka eftir að hafa náð í farþega. Öll fjölskyldan féll við slysið en konan varð undir afturhjóli bátsins og lést samstundis. Í rannsóknarskýrslu samgönguslysa kemur fram að bakkbúnaður á bátnum hafi verið bilaður, skipstjórinn hafi átt litla möguleika á að sjá fólkið og að það hafi ekki heyrt í bátnum vegna hávaða í þyrlunni.Sjá einnig: Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Um hálf milljón manna kemur á Jökulsárlón á ári hverju. Á malarsvæðinu við Jökulsárlón blandast því saman mikill fjöldi gangandi vegfarenda, en um hálf milljón manna kemur á svæðið á ári hverju, bíla- og rútuumferð, bátaumferð og eins og þennan dag fyrir tveimur árum, þyrluumferð. Rannsóknarstjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að bæta þurfi skipulag á svæðinu, merkingar og afmarka það betur. „Að mati RSS þar fað fara í öryggisframkvæmdir til að bæta öryggi á staðnum,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Þórólfur Árnason, forstjóri SamgöngustofuVísir/GVA„Það þarf fyrir það fyrsta að aðgreina vegfarendahópa. Gera gott bílastæði og góðar gönguleiðir og aðgreina aðrar starfsemi svo sem þessa hjólabáta. Svo ekki sé skörun. notið staðarins án þess að hætta skapist.“ „Þetta er ekki til eftirbreytni“ Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir að þetta sé mál sé þörf áminning um að nauðsynlegt sé að skoða bílastæðamál á fjölda ferðamannastaða. „Auðvitað er ábyrgðin alltaf rekstraraðila á hverjum ferðamannastað en blönduð umferð, eins og þarna er, þetta er ekki gott,“ segir Þórólfur. Hann segir að Samgöngustofa muni hvetja rekstraraðila til að gera úrbætur, þar sem það þarf. Hann telur að víða þurfi jafnvel að endurskoða deiliskipulög. „Þetta er ekki til eftirbreytni.“ Þórólfur bætir við að eftirlit Samgöngustofu verði hert. Hann segir að leyfishafinn, í svona málum, sé alltaf ábyrgur. Tengdar fréttir Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01 Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir konu og varð henni að bana við Jökulsárlón árið 2015 hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að ríkið þurfi að afmarka umferð við lónið til að tryggja öryggi. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir skipulag og umferðaröryggi ábótavant við Jökulsárlón og nauðsynlegt sé að gera úrbætur. Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði á konu á svæðinu fyrir tveimur árum hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Skipstjórinn á hjólabátnum var 22 ára þegar slysið varð, hann var ekki með tilskilin réttindi og á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur fyrir manndráp af gáleysi. Slysið gerðist fyrir tveimur árum á malarplani við Jökulsárlón. Kanadísk fjölskylda horfði á þyrlu lenda á svæðinu og sneru baki í hjólabátinn sem var að bakka eftir að hafa náð í farþega. Öll fjölskyldan féll við slysið en konan varð undir afturhjóli bátsins og lést samstundis. Í rannsóknarskýrslu samgönguslysa kemur fram að bakkbúnaður á bátnum hafi verið bilaður, skipstjórinn hafi átt litla möguleika á að sjá fólkið og að það hafi ekki heyrt í bátnum vegna hávaða í þyrlunni.Sjá einnig: Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Um hálf milljón manna kemur á Jökulsárlón á ári hverju. Á malarsvæðinu við Jökulsárlón blandast því saman mikill fjöldi gangandi vegfarenda, en um hálf milljón manna kemur á svæðið á ári hverju, bíla- og rútuumferð, bátaumferð og eins og þennan dag fyrir tveimur árum, þyrluumferð. Rannsóknarstjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að bæta þurfi skipulag á svæðinu, merkingar og afmarka það betur. „Að mati RSS þar fað fara í öryggisframkvæmdir til að bæta öryggi á staðnum,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Þórólfur Árnason, forstjóri SamgöngustofuVísir/GVA„Það þarf fyrir það fyrsta að aðgreina vegfarendahópa. Gera gott bílastæði og góðar gönguleiðir og aðgreina aðrar starfsemi svo sem þessa hjólabáta. Svo ekki sé skörun. notið staðarins án þess að hætta skapist.“ „Þetta er ekki til eftirbreytni“ Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir að þetta sé mál sé þörf áminning um að nauðsynlegt sé að skoða bílastæðamál á fjölda ferðamannastaða. „Auðvitað er ábyrgðin alltaf rekstraraðila á hverjum ferðamannastað en blönduð umferð, eins og þarna er, þetta er ekki gott,“ segir Þórólfur. Hann segir að Samgöngustofa muni hvetja rekstraraðila til að gera úrbætur, þar sem það þarf. Hann telur að víða þurfi jafnvel að endurskoða deiliskipulög. „Þetta er ekki til eftirbreytni.“ Þórólfur bætir við að eftirlit Samgöngustofu verði hert. Hann segir að leyfishafinn, í svona málum, sé alltaf ábyrgur.
Tengdar fréttir Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01 Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir konu og varð henni að bana við Jökulsárlón árið 2015 hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að ríkið þurfi að afmarka umferð við lónið til að tryggja öryggi. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Í skýrslu RNSA kemur meðal annars fram að skipstjóri Jaka hafði ekki réttindi til þess að stjórna bátnum og að bakkmyndavél Jaka hafi verið óvirk. 23. júní 2017 20:01
Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Skipstjóri hjólabáts sem bakkaði yfir konu og varð henni að bana við Jökulsárlón árið 2015 hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að ríkið þurfi að afmarka umferð við lónið til að tryggja öryggi. 24. júní 2017 07:00