Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Ingvar Þór Björnsson skrifar 23. júní 2017 20:01 Jökulsárlón Vísir/Vilhelm Skipstjóri hjólabátsins Jaka, sem bakkað var á þrjá ferðamenn við Jökulsárlón með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum og bakkmyndavél Jaka var einnig óvirk. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið við Jökulsárlón sumarið 2015. Þá segir einnig að umferð gangandi vegfarenda, hjólabáta og annarra ökutækja á malarplaninu hafi ekki verið aðgreind. Slysið varð 27. ágúst 2015 við Jökulsárlón á malarplani norðan þjónustubyggingarinnar. Ökumaður hjólabáts hafði þá nýlokið við að sækja farþega og var að bakka bátnum, en á sama tíma stóðu þrír erlendir ferðamenn á planinu austanverðu og fylgdust með þyrlu sem var að lenda á mel þar nálægt.Ferðamennirnir sem um ræðir voru fjölskylda - faðir, móðir og sonur og áttu þau að fara um borð í þyrluna þegar hún hafði lent. Snéri fjölskyldan baki í bátinn og varð ekki vör við hann vegna hávaða frá þyrlunni og vegna þess að báturinn gaf ekki frá sér viðvörunarhljóð þegar bakkað var. Skipstjóri hjólabátsins bakkaði á fjölskylduna með þeim afleiðingum að ferðamenirnir féllu allir við og varð konan undir afturhjóli bátsins og lést samstundis.Fengu öll þungt högg Við skýrslutöku sagðist faðirinn ekki hafa heyrt í hjólabátnum sökum þyrlunnar. Hann sagði að þau hefðu öll fengið þungt högg og verið keyrð niður. Framburður sonarins var með sama hætti. Faðirinn lenti milli hjóla bátsins en móðirin varð undir hægra afturhjóli. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) rekur nokkrar ástæður fyrir slysinu. Til að mynda er nefnt að hjólabátarnir gefa ekki frá sér hljóðmerki og að bakkmyndavélin hafi verið óvirk. Einnig þykir ljóst að útsýni úr hjólabátnum hafi ekki verið gott og erfitt hafi verið að fylgjast með umferð fólks nálægt bátnum á landi. Auk þess miðar öryggisáætlun Jaka ekki við umferð á landi. Nefndin leggur til ýmsar tillögur í öryggisátt. RNSA leggur það til að mynda til við Samgöngustofu að hún setji verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni sem og í einkaflugi. Einnig áréttar hún að þeir skipstjórar sem ráðnir eru til að stjórna hjólabátum hafi þau réttindi sem krafist er í lögum. Þá segir jafnframt í skýrslunni að nauðsynlegt sé að bæta skipulag umferðar við Jökulsárlón og öryggisáætlun um akstur og siglingu hjólabáta. Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Skipstjóri hjólabátsins Jaka, sem bakkað var á þrjá ferðamenn við Jökulsárlón með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum og bakkmyndavél Jaka var einnig óvirk. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið við Jökulsárlón sumarið 2015. Þá segir einnig að umferð gangandi vegfarenda, hjólabáta og annarra ökutækja á malarplaninu hafi ekki verið aðgreind. Slysið varð 27. ágúst 2015 við Jökulsárlón á malarplani norðan þjónustubyggingarinnar. Ökumaður hjólabáts hafði þá nýlokið við að sækja farþega og var að bakka bátnum, en á sama tíma stóðu þrír erlendir ferðamenn á planinu austanverðu og fylgdust með þyrlu sem var að lenda á mel þar nálægt.Ferðamennirnir sem um ræðir voru fjölskylda - faðir, móðir og sonur og áttu þau að fara um borð í þyrluna þegar hún hafði lent. Snéri fjölskyldan baki í bátinn og varð ekki vör við hann vegna hávaða frá þyrlunni og vegna þess að báturinn gaf ekki frá sér viðvörunarhljóð þegar bakkað var. Skipstjóri hjólabátsins bakkaði á fjölskylduna með þeim afleiðingum að ferðamenirnir féllu allir við og varð konan undir afturhjóli bátsins og lést samstundis.Fengu öll þungt högg Við skýrslutöku sagðist faðirinn ekki hafa heyrt í hjólabátnum sökum þyrlunnar. Hann sagði að þau hefðu öll fengið þungt högg og verið keyrð niður. Framburður sonarins var með sama hætti. Faðirinn lenti milli hjóla bátsins en móðirin varð undir hægra afturhjóli. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) rekur nokkrar ástæður fyrir slysinu. Til að mynda er nefnt að hjólabátarnir gefa ekki frá sér hljóðmerki og að bakkmyndavélin hafi verið óvirk. Einnig þykir ljóst að útsýni úr hjólabátnum hafi ekki verið gott og erfitt hafi verið að fylgjast með umferð fólks nálægt bátnum á landi. Auk þess miðar öryggisáætlun Jaka ekki við umferð á landi. Nefndin leggur til ýmsar tillögur í öryggisátt. RNSA leggur það til að mynda til við Samgöngustofu að hún setji verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni sem og í einkaflugi. Einnig áréttar hún að þeir skipstjórar sem ráðnir eru til að stjórna hjólabátum hafi þau réttindi sem krafist er í lögum. Þá segir jafnframt í skýrslunni að nauðsynlegt sé að bæta skipulag umferðar við Jökulsárlón og öryggisáætlun um akstur og siglingu hjólabáta.
Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36
Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00