Banaslysið við Jökulsárlón 2015: Skipstjóri hjólabátsins var réttindalaus Ingvar Þór Björnsson skrifar 23. júní 2017 20:01 Jökulsárlón Vísir/Vilhelm Skipstjóri hjólabátsins Jaka, sem bakkað var á þrjá ferðamenn við Jökulsárlón með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum og bakkmyndavél Jaka var einnig óvirk. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið við Jökulsárlón sumarið 2015. Þá segir einnig að umferð gangandi vegfarenda, hjólabáta og annarra ökutækja á malarplaninu hafi ekki verið aðgreind. Slysið varð 27. ágúst 2015 við Jökulsárlón á malarplani norðan þjónustubyggingarinnar. Ökumaður hjólabáts hafði þá nýlokið við að sækja farþega og var að bakka bátnum, en á sama tíma stóðu þrír erlendir ferðamenn á planinu austanverðu og fylgdust með þyrlu sem var að lenda á mel þar nálægt.Ferðamennirnir sem um ræðir voru fjölskylda - faðir, móðir og sonur og áttu þau að fara um borð í þyrluna þegar hún hafði lent. Snéri fjölskyldan baki í bátinn og varð ekki vör við hann vegna hávaða frá þyrlunni og vegna þess að báturinn gaf ekki frá sér viðvörunarhljóð þegar bakkað var. Skipstjóri hjólabátsins bakkaði á fjölskylduna með þeim afleiðingum að ferðamenirnir féllu allir við og varð konan undir afturhjóli bátsins og lést samstundis.Fengu öll þungt högg Við skýrslutöku sagðist faðirinn ekki hafa heyrt í hjólabátnum sökum þyrlunnar. Hann sagði að þau hefðu öll fengið þungt högg og verið keyrð niður. Framburður sonarins var með sama hætti. Faðirinn lenti milli hjóla bátsins en móðirin varð undir hægra afturhjóli. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) rekur nokkrar ástæður fyrir slysinu. Til að mynda er nefnt að hjólabátarnir gefa ekki frá sér hljóðmerki og að bakkmyndavélin hafi verið óvirk. Einnig þykir ljóst að útsýni úr hjólabátnum hafi ekki verið gott og erfitt hafi verið að fylgjast með umferð fólks nálægt bátnum á landi. Auk þess miðar öryggisáætlun Jaka ekki við umferð á landi. Nefndin leggur til ýmsar tillögur í öryggisátt. RNSA leggur það til að mynda til við Samgöngustofu að hún setji verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni sem og í einkaflugi. Einnig áréttar hún að þeir skipstjórar sem ráðnir eru til að stjórna hjólabátum hafi þau réttindi sem krafist er í lögum. Þá segir jafnframt í skýrslunni að nauðsynlegt sé að bæta skipulag umferðar við Jökulsárlón og öryggisáætlun um akstur og siglingu hjólabáta. Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Skipstjóri hjólabátsins Jaka, sem bakkað var á þrjá ferðamenn við Jökulsárlón með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til að stjórna bátnum og bakkmyndavél Jaka var einnig óvirk. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslysið við Jökulsárlón sumarið 2015. Þá segir einnig að umferð gangandi vegfarenda, hjólabáta og annarra ökutækja á malarplaninu hafi ekki verið aðgreind. Slysið varð 27. ágúst 2015 við Jökulsárlón á malarplani norðan þjónustubyggingarinnar. Ökumaður hjólabáts hafði þá nýlokið við að sækja farþega og var að bakka bátnum, en á sama tíma stóðu þrír erlendir ferðamenn á planinu austanverðu og fylgdust með þyrlu sem var að lenda á mel þar nálægt.Ferðamennirnir sem um ræðir voru fjölskylda - faðir, móðir og sonur og áttu þau að fara um borð í þyrluna þegar hún hafði lent. Snéri fjölskyldan baki í bátinn og varð ekki vör við hann vegna hávaða frá þyrlunni og vegna þess að báturinn gaf ekki frá sér viðvörunarhljóð þegar bakkað var. Skipstjóri hjólabátsins bakkaði á fjölskylduna með þeim afleiðingum að ferðamenirnir féllu allir við og varð konan undir afturhjóli bátsins og lést samstundis.Fengu öll þungt högg Við skýrslutöku sagðist faðirinn ekki hafa heyrt í hjólabátnum sökum þyrlunnar. Hann sagði að þau hefðu öll fengið þungt högg og verið keyrð niður. Framburður sonarins var með sama hætti. Faðirinn lenti milli hjóla bátsins en móðirin varð undir hægra afturhjóli. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) rekur nokkrar ástæður fyrir slysinu. Til að mynda er nefnt að hjólabátarnir gefa ekki frá sér hljóðmerki og að bakkmyndavélin hafi verið óvirk. Einnig þykir ljóst að útsýni úr hjólabátnum hafi ekki verið gott og erfitt hafi verið að fylgjast með umferð fólks nálægt bátnum á landi. Auk þess miðar öryggisáætlun Jaka ekki við umferð á landi. Nefndin leggur til ýmsar tillögur í öryggisátt. RNSA leggur það til að mynda til við Samgöngustofu að hún setji verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni sem og í einkaflugi. Einnig áréttar hún að þeir skipstjórar sem ráðnir eru til að stjórna hjólabátum hafi þau réttindi sem krafist er í lögum. Þá segir jafnframt í skýrslunni að nauðsynlegt sé að bæta skipulag umferðar við Jökulsárlón og öryggisáætlun um akstur og siglingu hjólabáta.
Tengdar fréttir Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36
Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00