Diouf heldur áfram að drulla yfir Gerrard: Hann gerði aldrei neitt fyrir England Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2017 09:30 Ekki vinir, El Hadji Diouf, fyrrverandi landsliðsmaður Senegal í fótbolta, segist ekki vera vondur maður þrátt fyrir öll fíflalætin sem hann hefur tekið upp á í gegnum tíðina en hann ræðir stuttlega ferilinn í áhugaverðu viðtali við BBC. Diouf er gjörsamlega elskaður í Senegal en hann var hluti af frægu landsliði Senegal sem sló í gegn á HM 2002. Hvert sem hann fer hópast krakkar að honum og trúa hreinlega ekki eigin augum. Hann er algjört goð. Á Englandi er hans meira minnst sem vandræðagemsa sem hrækti á mótherja sína og lét eins og fífl. Hann hefur nú lagt skóna á hilluna og segir sína sögu. „Ég er ljón sem kann ekki að tapa og það er ekkert að því að vera tapsár. Ég er mikill karakter og ég vil að fólk virði mig,“ segir Diouf í viðtalinu en hvað með öll atvikin þegar hann hrækti á menn? „Kannski voru þeir að segja eitthvað við mig sem mér líkaði ekki eða ég vildi ekki heyra. Ég hrækti á menn. Ég borgaði fyrir mig en nú er ég hættur.“ Diouf og Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði Liverpool, hafa átt í deilum í gegnum fjölmiðla en Senegalanum finnst ekkert til Gerrard koma. Hann hefur kallað Gerrard rasista og sagst ekki bera virðingu fyrir honum. „Gerrard truflar mig ekkert. Hann er sterkur karakter og ég er sterkur karakter,“ segir Diouf áður en hann heldur svo áfram að urða yfir Liverpool-hetjuna. „Stevie G var góður leikmaður. Fólk elskar hann í Liverpool en hann gerði aldrei neitt fyrir England. Ég er herra El Hadji Diouf, herra Senegal. Hann er bara herra Liverpool og Senegal er stærra en Liverpool og hann þarf að vita það,“ segir El Hadji Diouf. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester Sjá meira
El Hadji Diouf, fyrrverandi landsliðsmaður Senegal í fótbolta, segist ekki vera vondur maður þrátt fyrir öll fíflalætin sem hann hefur tekið upp á í gegnum tíðina en hann ræðir stuttlega ferilinn í áhugaverðu viðtali við BBC. Diouf er gjörsamlega elskaður í Senegal en hann var hluti af frægu landsliði Senegal sem sló í gegn á HM 2002. Hvert sem hann fer hópast krakkar að honum og trúa hreinlega ekki eigin augum. Hann er algjört goð. Á Englandi er hans meira minnst sem vandræðagemsa sem hrækti á mótherja sína og lét eins og fífl. Hann hefur nú lagt skóna á hilluna og segir sína sögu. „Ég er ljón sem kann ekki að tapa og það er ekkert að því að vera tapsár. Ég er mikill karakter og ég vil að fólk virði mig,“ segir Diouf í viðtalinu en hvað með öll atvikin þegar hann hrækti á menn? „Kannski voru þeir að segja eitthvað við mig sem mér líkaði ekki eða ég vildi ekki heyra. Ég hrækti á menn. Ég borgaði fyrir mig en nú er ég hættur.“ Diouf og Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði Liverpool, hafa átt í deilum í gegnum fjölmiðla en Senegalanum finnst ekkert til Gerrard koma. Hann hefur kallað Gerrard rasista og sagst ekki bera virðingu fyrir honum. „Gerrard truflar mig ekkert. Hann er sterkur karakter og ég er sterkur karakter,“ segir Diouf áður en hann heldur svo áfram að urða yfir Liverpool-hetjuna. „Stevie G var góður leikmaður. Fólk elskar hann í Liverpool en hann gerði aldrei neitt fyrir England. Ég er herra El Hadji Diouf, herra Senegal. Hann er bara herra Liverpool og Senegal er stærra en Liverpool og hann þarf að vita það,“ segir El Hadji Diouf.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester Sjá meira