Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. júní 2017 15:12 Árásin átti sér stað í verslun Krónunnar á Granda þann 19. júní 2016. Vísir/Heiða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni á Granda þann 19. júní 2016. Honum var gefin að sök líkamsárás með því að hafa veist að manni og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið þannig að maðurinn féll í gólfið og í framhaldi að hafa kýlt manninn ítrekað þar sem hann lá á gólfinu. Samkvæmt ákæru voru afleiðingar árásarinnar þær að maðurinn hlaut mörg opin sár á höfði, tognun og ofreynslu í hálshrygg og brjósthrygg og nefbrot. Árásarmaðurinn sagðist hafa verið við afgreiðslukassa inni í verslun Krónunnar þegar hann hafi séð til mannsins inni í versluninni en unnusta hans hafði verið búin að kæra manninn fyrir nauðgun. Eftir að unnusta hans hneig niður við afgreiðslukassann við að sjá manninn fór árásarmaðurinn að honum og réðist á hann. Í dómnum segir að hann hafi kýlt manninn ítrekað með krepptum hnefa og í framhaldið farið úr versluninni og gengið í áttina heim til sín. Lögreglan hafði uppi á honum með aðstoð lögreglumanns á frívakt.Sagðist hafa blindast af reiði Á meðal gagna í málinu voru myndskeið úr öryggismyndavélum Krónunnar myndskeiðin á meðal gagna málsins. Um er að ræða fimm myndbönd, sem sýna ólík sjónarhorn í versluninni. Á myndskeiði úr myndavél frá inngangi yfir ávaxta- og grænmetissvæði verslunarinnar má sjá þegar maðurinn fellur í gólfið og árásarmaðurinn stendur yfir honum. Virðist árásarmaðurinn veita honum högg þar sem hann liggur í gólfinu og viðskiptavinir reyna að stía þeim í sundur. Á myndskeiði úr myndavél yfir inngangi verslunarinnar sést ákærði ganga hörðum skrefum að manninum þar sem hann snýr í hann baki. Sést hann svo kýla manninn með hægri hendi í hægri vanga og að maðurinn falli í gólfið við höggið. Árásarmaðurinn virðist svo grúfa sig yfir manninn þar sem hann ligrru í gólfinu og veita honum ítrekuð högg. Maðurinn viðurkenndi brot sín fyrir dómi og bar fyrir sig að hafa misst stjórn á skapi sínu. Dómurinn taldi manninn þó sakhæfan og er tekið fram fram að hann hafi ekki getað tekið það í sínar hendur að refsa brotaþola fyrir brotin sem hún hafi kært hann fyrir. Maðurinn var dæmdur til 5 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Honum var einnig gert að borga brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur sem og allan sakarkostnað. Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09 Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni á Granda þann 19. júní 2016. Honum var gefin að sök líkamsárás með því að hafa veist að manni og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið þannig að maðurinn féll í gólfið og í framhaldi að hafa kýlt manninn ítrekað þar sem hann lá á gólfinu. Samkvæmt ákæru voru afleiðingar árásarinnar þær að maðurinn hlaut mörg opin sár á höfði, tognun og ofreynslu í hálshrygg og brjósthrygg og nefbrot. Árásarmaðurinn sagðist hafa verið við afgreiðslukassa inni í verslun Krónunnar þegar hann hafi séð til mannsins inni í versluninni en unnusta hans hafði verið búin að kæra manninn fyrir nauðgun. Eftir að unnusta hans hneig niður við afgreiðslukassann við að sjá manninn fór árásarmaðurinn að honum og réðist á hann. Í dómnum segir að hann hafi kýlt manninn ítrekað með krepptum hnefa og í framhaldið farið úr versluninni og gengið í áttina heim til sín. Lögreglan hafði uppi á honum með aðstoð lögreglumanns á frívakt.Sagðist hafa blindast af reiði Á meðal gagna í málinu voru myndskeið úr öryggismyndavélum Krónunnar myndskeiðin á meðal gagna málsins. Um er að ræða fimm myndbönd, sem sýna ólík sjónarhorn í versluninni. Á myndskeiði úr myndavél frá inngangi yfir ávaxta- og grænmetissvæði verslunarinnar má sjá þegar maðurinn fellur í gólfið og árásarmaðurinn stendur yfir honum. Virðist árásarmaðurinn veita honum högg þar sem hann liggur í gólfinu og viðskiptavinir reyna að stía þeim í sundur. Á myndskeiði úr myndavél yfir inngangi verslunarinnar sést ákærði ganga hörðum skrefum að manninum þar sem hann snýr í hann baki. Sést hann svo kýla manninn með hægri hendi í hægri vanga og að maðurinn falli í gólfið við höggið. Árásarmaðurinn virðist svo grúfa sig yfir manninn þar sem hann ligrru í gólfinu og veita honum ítrekuð högg. Maðurinn viðurkenndi brot sín fyrir dómi og bar fyrir sig að hafa misst stjórn á skapi sínu. Dómurinn taldi manninn þó sakhæfan og er tekið fram fram að hann hafi ekki getað tekið það í sínar hendur að refsa brotaþola fyrir brotin sem hún hafi kært hann fyrir. Maðurinn var dæmdur til 5 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Honum var einnig gert að borga brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur sem og allan sakarkostnað.
Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09 Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09
Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50