Innlent

Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Árásin átti sér stað í grænmetisdeild verslunarinnar.
Árásin átti sér stað í grænmetisdeild verslunarinnar. Vísir
Maðurinn sem var kýldur í versluninni Krónunni á Granda síðdegis í gær hefur ekki lagt fram kæru í málinu. Líkamsárásin átti sér stað á háannatíma í Krónunni í gær við grænmetisdeild verslunarinnar.

Annar maður sem taldi sig eiga eitthvað sökótt við fórnarlambið gekk upp að honum og réðst á hann. Mennirnir eru báðir íslenskir ríkisborgarar og rétt í kringum þrítugt. Nokkuð blæddi úr manninum eftir höggið en samkvæmt skýrslu lögreglu reyndist hann ekki nefbrotinn. Því hefur lögregla ekki heimild til þess að rannsaka málið frekar, ekki án kæru frá fórnarlambinu. Árásin fellur undir minniháttar líkamsárás.

Sjá einnig: Líkamsárás í Krónunni Granda

Lögregla var kölluð á staðinn en bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt þegar lögreglan kom. Þó náðist að ræða við þá báða í kjölfarið á öðrum stað í borginni. Þá ræddi lögregla við mikið af vitnum á staðnum en eins og fram kom í frétt Vísis í gær var starfsfólki verslunarinnar vel brugðið eftir atvikið.

Manninum var gerð grein fyrir því að hann hefði fjórtán daga til þess að kæra atvikið vilji hann það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×