Innlent

Líkamsárás í Krónunni Granda

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Talsvert blóð var á gólfi verslunarinnar eftir atvikið.
Talsvert blóð var á gólfi verslunarinnar eftir atvikið. Vísir/Aðsend
Maður réðst að öðrum manni í Krónunni Granda síðdegis í dag og kýldi hann föstu hnefahöggi í andlitið. Samkvæmt sjónarvotti var fórnarlambið illa útleikið og að öllum líkindum nefbrotið en nokkuð blæddi úr honum.

Árásarmaðurinn var samkvæmt viðskiptavini Krónunnar ævareiður. Taldi hann sig eiga eitthvað sökótt við hinn en vitni sögðu hann hafa sakað þann sem hann réðst á um að hafa beitt kunningjakona sína ofbeldi.

Maðurinn réðst að hinum.Vísir/Aðsend
Atvikið átti sér stað við inngang verslunarinnar við djúsrekka sem stendur við hlið grænmetisdeildarinnar.

Starfsfólk og viðskiptavinir Krónunnar drógu manninn frá fórnarlambinu sem endaði í jörðinni og hann var að lokum teymdur á brott, út úr versluninni. Starfsfólki Krónunnar er nokkuð brugðið vegna atviksins en samkvæmt starfandi vaktstjóra er nóg að gera. 

Lögregla kom á vettvang fyrir stuttu en ekki náðist samband við embættið þrátt fyrir tilraunir fréttastofu. Svo virðist sem bæði gerandi og fórnarlamb hafi horfið á braut. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×