Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. júní 2017 15:12 Árásin átti sér stað í verslun Krónunnar á Granda þann 19. júní 2016. Vísir/Heiða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni á Granda þann 19. júní 2016. Honum var gefin að sök líkamsárás með því að hafa veist að manni og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið þannig að maðurinn féll í gólfið og í framhaldi að hafa kýlt manninn ítrekað þar sem hann lá á gólfinu. Samkvæmt ákæru voru afleiðingar árásarinnar þær að maðurinn hlaut mörg opin sár á höfði, tognun og ofreynslu í hálshrygg og brjósthrygg og nefbrot. Árásarmaðurinn sagðist hafa verið við afgreiðslukassa inni í verslun Krónunnar þegar hann hafi séð til mannsins inni í versluninni en unnusta hans hafði verið búin að kæra manninn fyrir nauðgun. Eftir að unnusta hans hneig niður við afgreiðslukassann við að sjá manninn fór árásarmaðurinn að honum og réðist á hann. Í dómnum segir að hann hafi kýlt manninn ítrekað með krepptum hnefa og í framhaldið farið úr versluninni og gengið í áttina heim til sín. Lögreglan hafði uppi á honum með aðstoð lögreglumanns á frívakt.Sagðist hafa blindast af reiði Á meðal gagna í málinu voru myndskeið úr öryggismyndavélum Krónunnar myndskeiðin á meðal gagna málsins. Um er að ræða fimm myndbönd, sem sýna ólík sjónarhorn í versluninni. Á myndskeiði úr myndavél frá inngangi yfir ávaxta- og grænmetissvæði verslunarinnar má sjá þegar maðurinn fellur í gólfið og árásarmaðurinn stendur yfir honum. Virðist árásarmaðurinn veita honum högg þar sem hann liggur í gólfinu og viðskiptavinir reyna að stía þeim í sundur. Á myndskeiði úr myndavél yfir inngangi verslunarinnar sést ákærði ganga hörðum skrefum að manninum þar sem hann snýr í hann baki. Sést hann svo kýla manninn með hægri hendi í hægri vanga og að maðurinn falli í gólfið við höggið. Árásarmaðurinn virðist svo grúfa sig yfir manninn þar sem hann ligrru í gólfinu og veita honum ítrekuð högg. Maðurinn viðurkenndi brot sín fyrir dómi og bar fyrir sig að hafa misst stjórn á skapi sínu. Dómurinn taldi manninn þó sakhæfan og er tekið fram fram að hann hafi ekki getað tekið það í sínar hendur að refsa brotaþola fyrir brotin sem hún hafi kært hann fyrir. Maðurinn var dæmdur til 5 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Honum var einnig gert að borga brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur sem og allan sakarkostnað. Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09 Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni á Granda þann 19. júní 2016. Honum var gefin að sök líkamsárás með því að hafa veist að manni og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið þannig að maðurinn féll í gólfið og í framhaldi að hafa kýlt manninn ítrekað þar sem hann lá á gólfinu. Samkvæmt ákæru voru afleiðingar árásarinnar þær að maðurinn hlaut mörg opin sár á höfði, tognun og ofreynslu í hálshrygg og brjósthrygg og nefbrot. Árásarmaðurinn sagðist hafa verið við afgreiðslukassa inni í verslun Krónunnar þegar hann hafi séð til mannsins inni í versluninni en unnusta hans hafði verið búin að kæra manninn fyrir nauðgun. Eftir að unnusta hans hneig niður við afgreiðslukassann við að sjá manninn fór árásarmaðurinn að honum og réðist á hann. Í dómnum segir að hann hafi kýlt manninn ítrekað með krepptum hnefa og í framhaldið farið úr versluninni og gengið í áttina heim til sín. Lögreglan hafði uppi á honum með aðstoð lögreglumanns á frívakt.Sagðist hafa blindast af reiði Á meðal gagna í málinu voru myndskeið úr öryggismyndavélum Krónunnar myndskeiðin á meðal gagna málsins. Um er að ræða fimm myndbönd, sem sýna ólík sjónarhorn í versluninni. Á myndskeiði úr myndavél frá inngangi yfir ávaxta- og grænmetissvæði verslunarinnar má sjá þegar maðurinn fellur í gólfið og árásarmaðurinn stendur yfir honum. Virðist árásarmaðurinn veita honum högg þar sem hann liggur í gólfinu og viðskiptavinir reyna að stía þeim í sundur. Á myndskeiði úr myndavél yfir inngangi verslunarinnar sést ákærði ganga hörðum skrefum að manninum þar sem hann snýr í hann baki. Sést hann svo kýla manninn með hægri hendi í hægri vanga og að maðurinn falli í gólfið við höggið. Árásarmaðurinn virðist svo grúfa sig yfir manninn þar sem hann ligrru í gólfinu og veita honum ítrekuð högg. Maðurinn viðurkenndi brot sín fyrir dómi og bar fyrir sig að hafa misst stjórn á skapi sínu. Dómurinn taldi manninn þó sakhæfan og er tekið fram fram að hann hafi ekki getað tekið það í sínar hendur að refsa brotaþola fyrir brotin sem hún hafi kært hann fyrir. Maðurinn var dæmdur til 5 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Honum var einnig gert að borga brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur sem og allan sakarkostnað.
Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09 Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09
Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50