Samir Nasri gæti kostað City skildinginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. júní 2017 09:00 Nasri sagði sjálfur frá heimsókn sinni til Drip Doctors í desember. Hann hefði betur sleppt því. mynd/twitter Saga Samir Nasri, leikmanns Manchester City, er áhugaverð en svo gæti farið að félagið myndi tapa stórfé á kappanum næstu tvö árin. Nasri, sem var í láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð, er ekki í náðinni hjá Pep Guardiola, stjóra City, auk þess sem að hann gæti verið á leiðinni í langt keppnisbann. Frakkinn fór í desember síðastliðnum á læknastofu í Los Angeles í Bandaríkjunum sem nefnist Drip Doctors, þar sem honum var veittur vökvi í æð. Slíkt gæti verið brot á lyfjareglum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem er með málið til skoðunar hjá sér. Meðferð eins og Nasri fékk eru bannaðar hjá Alþjóðalyfjaeftirlitinu WADA en hann hefði þurft sérstaka undanþágu til að mega fá hana. Nasri greindi sjálfur frá heimsókninni til Drip Doctors á Twitter-síðu sinni. City vill helst selja Nasri en eins og gefur að skilja gæti það reynst erfitt í ljósi þessara tíðinda. Félög í Kína og Tyrklandi hafa áhuga á honum samkvæmt frétt Daily Mail.Samir Nasri fékk rautt eftir viðskipti sín við Jamie Vardy, leikmann Leicester, í Meistaradeild Evrópu í vetur.vísir/gettyÞað hefur gengið á ýmsu hjá Nasri og Manchester City en frægt er þegar Roberto Mancini, þáverandi stjóri City, sakaði hann um að leggja sig ekki fram á æfingum og vera of þungur. Nasri náði þó að spila vel undir stjórn Manuel Pellegrini og skrifaði árið 2014 undir fimm ára samning sem tryggir honum 120 þúsund pund í vikulaun. Hann á því 12,5 milljónir punda inni í launum hjá Manchester City sem metur leikmanninn á 12 milljónir punda. Það gera um 3,3 milljarða króna sem City gæti orðið af vegna heimsóknar Frakkans í Los Angeles. Þess má einnig geta að á Twitter-síðu Nasri, skömmu eftir að hann fór á stofuna í Los Angeles, birtust staðhæfingar þess efnis að hann hafi sængað hjá konu sem starfaði á stofunni. Í ljós kom að það var unnusta Nasri sem stóð á bak við uppákomuna en sjálfur sagði hann að brotist hefði verið inn á Twitter reikning hans. Sjá einnig: Greindi frá framhjáhaldi Nasri á hans eigin Twitter-síðu Enski boltinn Tengdar fréttir Shakespeare: Vardy er enginn svindlari Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, hefur komið framherja sínum til varnar eftir að franski leikmaðurinn Samir Nasri kallaði Jamie Vardy svindlara. 16. mars 2017 20:30 Nasri: Vardy er svindlari Franski miðjumaðurinn Samir Nasri hjá Sevilla var allt annað en sáttur við framherja Leicester, Jamie Vardy, eftir að sá síðarnefndi fiskaði Nasri af velli í leik liðanna í Meistaradeildinni. 16. mars 2017 09:30 Leicester City komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 14. mars 2017 21:30 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Saga Samir Nasri, leikmanns Manchester City, er áhugaverð en svo gæti farið að félagið myndi tapa stórfé á kappanum næstu tvö árin. Nasri, sem var í láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð, er ekki í náðinni hjá Pep Guardiola, stjóra City, auk þess sem að hann gæti verið á leiðinni í langt keppnisbann. Frakkinn fór í desember síðastliðnum á læknastofu í Los Angeles í Bandaríkjunum sem nefnist Drip Doctors, þar sem honum var veittur vökvi í æð. Slíkt gæti verið brot á lyfjareglum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem er með málið til skoðunar hjá sér. Meðferð eins og Nasri fékk eru bannaðar hjá Alþjóðalyfjaeftirlitinu WADA en hann hefði þurft sérstaka undanþágu til að mega fá hana. Nasri greindi sjálfur frá heimsókninni til Drip Doctors á Twitter-síðu sinni. City vill helst selja Nasri en eins og gefur að skilja gæti það reynst erfitt í ljósi þessara tíðinda. Félög í Kína og Tyrklandi hafa áhuga á honum samkvæmt frétt Daily Mail.Samir Nasri fékk rautt eftir viðskipti sín við Jamie Vardy, leikmann Leicester, í Meistaradeild Evrópu í vetur.vísir/gettyÞað hefur gengið á ýmsu hjá Nasri og Manchester City en frægt er þegar Roberto Mancini, þáverandi stjóri City, sakaði hann um að leggja sig ekki fram á æfingum og vera of þungur. Nasri náði þó að spila vel undir stjórn Manuel Pellegrini og skrifaði árið 2014 undir fimm ára samning sem tryggir honum 120 þúsund pund í vikulaun. Hann á því 12,5 milljónir punda inni í launum hjá Manchester City sem metur leikmanninn á 12 milljónir punda. Það gera um 3,3 milljarða króna sem City gæti orðið af vegna heimsóknar Frakkans í Los Angeles. Þess má einnig geta að á Twitter-síðu Nasri, skömmu eftir að hann fór á stofuna í Los Angeles, birtust staðhæfingar þess efnis að hann hafi sængað hjá konu sem starfaði á stofunni. Í ljós kom að það var unnusta Nasri sem stóð á bak við uppákomuna en sjálfur sagði hann að brotist hefði verið inn á Twitter reikning hans. Sjá einnig: Greindi frá framhjáhaldi Nasri á hans eigin Twitter-síðu
Enski boltinn Tengdar fréttir Shakespeare: Vardy er enginn svindlari Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, hefur komið framherja sínum til varnar eftir að franski leikmaðurinn Samir Nasri kallaði Jamie Vardy svindlara. 16. mars 2017 20:30 Nasri: Vardy er svindlari Franski miðjumaðurinn Samir Nasri hjá Sevilla var allt annað en sáttur við framherja Leicester, Jamie Vardy, eftir að sá síðarnefndi fiskaði Nasri af velli í leik liðanna í Meistaradeildinni. 16. mars 2017 09:30 Leicester City komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 14. mars 2017 21:30 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Shakespeare: Vardy er enginn svindlari Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, hefur komið framherja sínum til varnar eftir að franski leikmaðurinn Samir Nasri kallaði Jamie Vardy svindlara. 16. mars 2017 20:30
Nasri: Vardy er svindlari Franski miðjumaðurinn Samir Nasri hjá Sevilla var allt annað en sáttur við framherja Leicester, Jamie Vardy, eftir að sá síðarnefndi fiskaði Nasri af velli í leik liðanna í Meistaradeildinni. 16. mars 2017 09:30
Leicester City komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 14. mars 2017 21:30