Viðbúnaður lögreglu óvenju mikill vegna forsögu króatískra stuðningsmanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. júní 2017 20:10 Lögreglan hefur handtekið nokkra stuðningsmenn króatíska landsliðsins það sem af er degi. Vísir/Ernir Lögreglan hefur handtekið nokkra stuðningsmenn króatíska landsliðsins það sem af er degi. Viðbúnaður hefur verið í borginni vegna leiks íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við Króatíu frá hádegi og hafa lögreglumenn verið sýnilegri í miðbænum. Þá eru 40 lögreglumenn eru staðsettir fyrir framan stúku stuðningsmanna Króatíu á Laugardalsvelli. Alls koma um 120 lögreglumenn að gæslu vegna leiksins. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda lögreglumanna ekki tengdan auknum viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar, heldur sögu króatískra stuðningsmanna. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Stuðningsmenn Króata, eða hluti þeirra, hefur verið með ólæti í tengslum við leiki króatíska landsliðsins og þessi viðbúnaður er bundinn því. Við þurfum að vera með þokkalega mikið lið ef einhverjir af þessum aðilum eru komnir til landsins,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. „Það eru að minnsta kosti 800 Króatar komnir til landsins vegna leiksins og það var vitað að það yrði einhver ölvun og fyrirferð,“ en nú þegar hafa minnst sex manns verið handteknir vegna ölvunar. Annars segir Ásgeir daginn hafa verið rólegan þrátt fyrir að mikið af fólki sé samankomið í borginni vegna leiksins. Meðal annars hafi lögreglan haft sérstakt eftirlit með fólki sem hafi ætlað sér að komast inn á völlinn án þess að vera með miða. Hann segir að viðbúnaður lögreglu sé ekki alltaf jafn mikill í kringum landsleiki eins og í dag, en um 120 lögreglumenn taka þátt í gæslu vegna hans. „Það fer eftir því hvaða þjóð þetta er og hversu margir gestir koma og hvaða sögu hún á. Þetta geta verið frá 20 til 30 menn og upp í rúmlega 100 eins og í dag,“ segir Ásgeir. „Við erum að einbeita okkur að leiknum og eftir leik munum við fylgjast með og vera með þann mannafla sem við teljum að sé þörf á þarf þar til borgin er komin í ró.“ Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Lögreglan hefur handtekið nokkra stuðningsmenn króatíska landsliðsins það sem af er degi. Viðbúnaður hefur verið í borginni vegna leiks íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við Króatíu frá hádegi og hafa lögreglumenn verið sýnilegri í miðbænum. Þá eru 40 lögreglumenn eru staðsettir fyrir framan stúku stuðningsmanna Króatíu á Laugardalsvelli. Alls koma um 120 lögreglumenn að gæslu vegna leiksins. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda lögreglumanna ekki tengdan auknum viðbúnaði vegna hryðjuverkaógnar, heldur sögu króatískra stuðningsmanna. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Stuðningsmenn Króata, eða hluti þeirra, hefur verið með ólæti í tengslum við leiki króatíska landsliðsins og þessi viðbúnaður er bundinn því. Við þurfum að vera með þokkalega mikið lið ef einhverjir af þessum aðilum eru komnir til landsins,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. „Það eru að minnsta kosti 800 Króatar komnir til landsins vegna leiksins og það var vitað að það yrði einhver ölvun og fyrirferð,“ en nú þegar hafa minnst sex manns verið handteknir vegna ölvunar. Annars segir Ásgeir daginn hafa verið rólegan þrátt fyrir að mikið af fólki sé samankomið í borginni vegna leiksins. Meðal annars hafi lögreglan haft sérstakt eftirlit með fólki sem hafi ætlað sér að komast inn á völlinn án þess að vera með miða. Hann segir að viðbúnaður lögreglu sé ekki alltaf jafn mikill í kringum landsleiki eins og í dag, en um 120 lögreglumenn taka þátt í gæslu vegna hans. „Það fer eftir því hvaða þjóð þetta er og hversu margir gestir koma og hvaða sögu hún á. Þetta geta verið frá 20 til 30 menn og upp í rúmlega 100 eins og í dag,“ segir Ásgeir. „Við erum að einbeita okkur að leiknum og eftir leik munum við fylgjast með og vera með þann mannafla sem við teljum að sé þörf á þarf þar til borgin er komin í ró.“
Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00