Erlent

Stefnuræðu bresku stjórnarinnar frestað um nokkra daga

Atli Ísleifsson skrifar
Theresa May forsætisráðherra.
Theresa May forsætisráðherra. Vísir/AFP
Stefnuræðu ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið frestað um nokkra daga. Þetta hefur BBC eftir heimildarmönnum sínum.

Venju samkvæmt er það Elísabet Bretlandsdrottning sem flytur stefnuræðuna, en upphaflega stóð til að ræðan yrði flutt á mánudaginn, 19. júní.

Íhaldsflokkurinn á nú í viðræðum við Lýðræðislega sambandsflokkinn (DUP) um myndun minnihlutastjórnar sem DUP myndi verja falli.

Er ljóst að einhver stefnumál Íhaldsmanna gætu þurft að víkja eða þeim verða breytt til að tryggja að þingmenn DUP hleypi þeim í gegnum þingið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×