Innlent

Vilja laga aðstöðu farþega í Mjódd

Benedikt Bóas skrifar
Meirihlutinn er gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi í Mjódd.
Meirihlutinn er gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi í Mjódd. vísir/vilhelm
Um fjórar milljónir farþega fara árlega um skiptistöðina í Mjódd og bar Sjálfstæðisflokkurinn upp tillögu á borgarráðsfundi um að bæta aðstöðu farþega.

Lagt er til að salerni verði opnuð almenningi og sætum í biðsal verði fjölgað.

„Það lýsir mikilli þröngsýni og neikvæðu viðhorfi gagnvart þjónustu við strætisvagnafarþega að borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna kjósi að fella tillögu um jafn sjálfsagðar úrbætur á skiptistöðinni og tillagan felur í sér. Ljóst er að umræddar úrbætur yrðu ekki kostnaðarsamar í samanburði við mörg verkefni sem borgarstjórnarmeirihlutinn setur nú í forgang,“ segir í tillögunni.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata bókuðu að aðstaðan í Mjóddinni væri opin til klukkan sex á daginn og eftir það biðu farþegar í strætóskýlum líkt og víðast annars staðar í borginni. „Afar fáar athugasemdir við opnunartíma húsnæðis í Mjódd hafa komið inn á borð Strætó.

Að undanförnu hefur verið til skoðunar að færa Þjónustumiðstöð Breiðholts í húsnæðið í Þönglabakka 4. Í tengslum við þann flutning hafa verið ræddar hugmyndir um að samnýta neðstu hæðina fyrir farþega Strætó og gesti þjónustumiðstöðvarinnar með það að markmiði að bæta aðstöðu og þjónustu við farþega Strætó,“ segir enn fremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×