Meirihluti þingmanna Sannra Finna segir skilið við flokkinn Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2017 10:57 Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, lét af formennsku í Sönnum Finnum um helgina. Vísir/AFP Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa sagt skilið við þingflokk Sannra Finna.Frá þessu var greint í morgun. Ljóst var í gær að ríkisstjórn Miðflokks Juha Sipilä forsætisráðherra, Þjóðarbandalagsins og Sannra Finna myndi falla eftir að Sipilä og fjármálaráðherrann Petteri Orpo, formaður Þjóðarbandalagsins, sögðust ekki geta starfað með Sönnum Finnum undir formennsku Evrópuþingmannsins Jussi Halla-aho. Halla-aho tók við formennsku í Sönnum Finnum af Soini á landsfundi um helgina, en Halla-aho þykir mun harðari í andstöðu sinni í garð innflytjenda en forverinn og hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Alls hafa tuttugu þingmenn Sannra Finna nú sagt skilið við þingflokkinn og myndað þingflokkinn Uusi vaihtoehto (Nýi valkosturinn). Simon Elo verður formaður þingflokksins, en Soini verður óbreyttur þingmaður. Nýi þingflokkurinn segist reiðubúinn að starfa áfram í ríkisstjórn undir forystu Sipilä og með sama stjórnarsáttmála. Allir núsitjandi ráðherrar Sannra Finna eru í nýja þingflokknum, en tölfræðilega gæti Miðflokkurinn, Þjóðarflokkurinn og nýi þingflokkurinn myndað saman meirihluta. Sautján þingmenn Sannra Finna munu starfa áfram undir merkjum Sannra Finna. Tilkynningin um boð þingmannanna og myndun hins nýja þingflokks kemur örfáum klukkustundum áður en fyrirhugaður fundur Sipilä og Sauli Niinistö forseta hefst, en þar hyggst Sipilä tilkynna um afsögn sína. Að því loknu myndu viðræður um myndun nýrrar stjórnar hefjast. Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands og fyrrverandi formaður Sannra Finna, sem og aðrir ráðherrar úr röðum Sannra Finna vilja starfa áfram í finnsku ríkisstjórninni og hafa sagt skilið við þingflokk Sannra Finna.Frá þessu var greint í morgun. Ljóst var í gær að ríkisstjórn Miðflokks Juha Sipilä forsætisráðherra, Þjóðarbandalagsins og Sannra Finna myndi falla eftir að Sipilä og fjármálaráðherrann Petteri Orpo, formaður Þjóðarbandalagsins, sögðust ekki geta starfað með Sönnum Finnum undir formennsku Evrópuþingmannsins Jussi Halla-aho. Halla-aho tók við formennsku í Sönnum Finnum af Soini á landsfundi um helgina, en Halla-aho þykir mun harðari í andstöðu sinni í garð innflytjenda en forverinn og hefur áður hlotið dóm fyrir hatursummæli. Alls hafa tuttugu þingmenn Sannra Finna nú sagt skilið við þingflokkinn og myndað þingflokkinn Uusi vaihtoehto (Nýi valkosturinn). Simon Elo verður formaður þingflokksins, en Soini verður óbreyttur þingmaður. Nýi þingflokkurinn segist reiðubúinn að starfa áfram í ríkisstjórn undir forystu Sipilä og með sama stjórnarsáttmála. Allir núsitjandi ráðherrar Sannra Finna eru í nýja þingflokknum, en tölfræðilega gæti Miðflokkurinn, Þjóðarflokkurinn og nýi þingflokkurinn myndað saman meirihluta. Sautján þingmenn Sannra Finna munu starfa áfram undir merkjum Sannra Finna. Tilkynningin um boð þingmannanna og myndun hins nýja þingflokks kemur örfáum klukkustundum áður en fyrirhugaður fundur Sipilä og Sauli Niinistö forseta hefst, en þar hyggst Sipilä tilkynna um afsögn sína. Að því loknu myndu viðræður um myndun nýrrar stjórnar hefjast.
Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna Flest bendir til að ríkisstjórn Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, sé að falla. 12. júní 2017 11:45