Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2017 22:56 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. vísir/getty Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari sem fer með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Donald Trump Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. Segja má að þetta sé ákveðinn vendipunktur í málinu en eins og ítrekað hefur verið fjallað um hefur Trump verið mjög umhugað um það að hann sjálfur sé ekki og hafi ekki verið til rannsóknar. Þannig spurði Trump James Comey, þáverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, að því hvort hann væri til rannsóknar en Comey fullvissaði forsetann um það oftar en einu sinni að svo væri ekki. Að því er fram kemur á vef Washington Post, og haft er eftir embættismönnum, breyttist þessi staða forsetans stuttu eftir að hann rak Comey úr embætti forstjóra FBI þann 9. maí. Aðeins nokkrum dögum síðar hófst rannsókn á því hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar en hann hefur sjálfur sagt að hann hafi meðal annars rekið Comey út af Rússarannsókninni. Mueller og starfsfólk hans ætlar meðal annars að taka skýrslu af háttsettum aðilum innan Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, vegna rannsóknarinnar á Trump. Skýrslutökurnar þykja benda til þess að Mueller líti málið alvarlegum augum og að það sé meira en eitthvað orðaskak á milli forsetans og forstjórans sem hann rak. Hvíta húsið svarar ekki lengur neinum fyrirspurnum varðandi Rússarannsóknina heldur beinir þeim öllum til persónulegs lögfræðings Trump, Marc Kasowitz. „Leki FBI varðandi forsetann er svívirðilegur, óafsakanlegur og ólöglegur,“ er haft eftir Kasowitz á vef Washington Post þar sem lesa má nánar um málið. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari sem fer með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Donald Trump Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. Segja má að þetta sé ákveðinn vendipunktur í málinu en eins og ítrekað hefur verið fjallað um hefur Trump verið mjög umhugað um það að hann sjálfur sé ekki og hafi ekki verið til rannsóknar. Þannig spurði Trump James Comey, þáverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, að því hvort hann væri til rannsóknar en Comey fullvissaði forsetann um það oftar en einu sinni að svo væri ekki. Að því er fram kemur á vef Washington Post, og haft er eftir embættismönnum, breyttist þessi staða forsetans stuttu eftir að hann rak Comey úr embætti forstjóra FBI þann 9. maí. Aðeins nokkrum dögum síðar hófst rannsókn á því hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar en hann hefur sjálfur sagt að hann hafi meðal annars rekið Comey út af Rússarannsókninni. Mueller og starfsfólk hans ætlar meðal annars að taka skýrslu af háttsettum aðilum innan Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, vegna rannsóknarinnar á Trump. Skýrslutökurnar þykja benda til þess að Mueller líti málið alvarlegum augum og að það sé meira en eitthvað orðaskak á milli forsetans og forstjórans sem hann rak. Hvíta húsið svarar ekki lengur neinum fyrirspurnum varðandi Rússarannsóknina heldur beinir þeim öllum til persónulegs lögfræðings Trump, Marc Kasowitz. „Leki FBI varðandi forsetann er svívirðilegur, óafsakanlegur og ólöglegur,“ er haft eftir Kasowitz á vef Washington Post þar sem lesa má nánar um málið.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira