Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Snærós Sindradóttir skrifar 15. júní 2017 23:45 Lögmaður Hafþórs Júlíusar Björnssonar, aflraunamanns og leikara, segir ekkert hæft í ásökunum um ofbeldi. Vísir/Valli Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður, jafnan kallaður Fjallið, hefur verið kærður til lögreglunnar vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við fyrrverandi kærustu. Á meðal atvika er meint frelsissvipting sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þegar lögregla var kölluð að heimili hans, fimmtudagskvöldið 8. júní síðastliðinn. Þá hafði Hafþór, að sögn, neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrr í þessari viku hafi konan komið á lögreglustöðina í Kópavogi og lagt fram kæru vegna málsins sem og annarra atvika síðan kynni þeirra hófust. Lögregla hefur í þrígang verið kölluð að heimili Hafþórs vegna framgöngu hans við konuna. Í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku staðfesti Hafþór öll meginatriði í frásögn af kvöldinu, sagðist hafa brugðið við þegar konan stökk af stað og þess vegna hlaupið á eftir henni og rifið í hana. Við það hafi myndast hávaði sem varð til þess að nágranni hringdi á lögregluna. Hann hafnar alfarið ásökunum um ofbeldi. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við nokkrar konur sem hafa átt í ástarsambandi við Hafþór í gegnum tíðina. Þrjár þeirra lýsa líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi Hafþórs. Samböndin áttu sér stað yfir nokkurra ára tímabil en konurnar óska þess allar að láta nafns síns ekki getið. Ein konan lýsir því að Hafþór hafi iðulega lamið sig þegar þau rifust. Hún lýsir því einnig að hann hafi ítrekað tekið hana svæfingartaki svo hún leið út af. Meðan á sambandi þeirra stóð leitaði hún einu sinni á sjúkrahús og fékk áverkavottorð. Önnur kona segir frá því að í eitt skipti, þegar sambandi þeirra hafi lokið, hafi verið hringt á lögregluna vegna hótana hans í hennar garð um líkamlegt ofbeldi. Þá hefur Fréttablaðið heyrt frá nágrönnum Hafþórs sem kölluðu í að minnsta kosti eitt skipti lögreglu til þegar Hafþór var búsettur í Sjálandshverfinu í Garðabæ. Nágrannar heyrðu þá gríðarleg læti seint um kvöld og öskur í konu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur Hafþór aldrei verið handtekinn í þau skipti sem lögregla hefur verið kvödd til. Fréttablaðið hafði samband við Hafþór Júlíus vegna ásakananna. Hann benti Fréttablaðinu á lögfræðing sinn og segir að fréttaflutningur af málinu verði kærður til lögreglu. „Þetta eru meiðyrði og verður alveg 100 prósent kært.“ Lögfræðingur Hafþórs, Kjartan Ragnars, hefur síðan á laugardag ítrekað haft samband við blaðið. Hann segir Hafþór með öllu lausan við ofbeldishneigð og beita hvorki karla né konur ofbeldi. Hann segir það geta orðið mjög dýrt að veitast að Hafþóri með rógburði þar sem ímynd hans sé mjög verðmæt. Hann segir að mögulega þrjár konur séu í hefndarhug gagnvart Hafþóri. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður, jafnan kallaður Fjallið, hefur verið kærður til lögreglunnar vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við fyrrverandi kærustu. Á meðal atvika er meint frelsissvipting sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þegar lögregla var kölluð að heimili hans, fimmtudagskvöldið 8. júní síðastliðinn. Þá hafði Hafþór, að sögn, neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrr í þessari viku hafi konan komið á lögreglustöðina í Kópavogi og lagt fram kæru vegna málsins sem og annarra atvika síðan kynni þeirra hófust. Lögregla hefur í þrígang verið kölluð að heimili Hafþórs vegna framgöngu hans við konuna. Í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku staðfesti Hafþór öll meginatriði í frásögn af kvöldinu, sagðist hafa brugðið við þegar konan stökk af stað og þess vegna hlaupið á eftir henni og rifið í hana. Við það hafi myndast hávaði sem varð til þess að nágranni hringdi á lögregluna. Hann hafnar alfarið ásökunum um ofbeldi. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við nokkrar konur sem hafa átt í ástarsambandi við Hafþór í gegnum tíðina. Þrjár þeirra lýsa líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi Hafþórs. Samböndin áttu sér stað yfir nokkurra ára tímabil en konurnar óska þess allar að láta nafns síns ekki getið. Ein konan lýsir því að Hafþór hafi iðulega lamið sig þegar þau rifust. Hún lýsir því einnig að hann hafi ítrekað tekið hana svæfingartaki svo hún leið út af. Meðan á sambandi þeirra stóð leitaði hún einu sinni á sjúkrahús og fékk áverkavottorð. Önnur kona segir frá því að í eitt skipti, þegar sambandi þeirra hafi lokið, hafi verið hringt á lögregluna vegna hótana hans í hennar garð um líkamlegt ofbeldi. Þá hefur Fréttablaðið heyrt frá nágrönnum Hafþórs sem kölluðu í að minnsta kosti eitt skipti lögreglu til þegar Hafþór var búsettur í Sjálandshverfinu í Garðabæ. Nágrannar heyrðu þá gríðarleg læti seint um kvöld og öskur í konu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur Hafþór aldrei verið handtekinn í þau skipti sem lögregla hefur verið kvödd til. Fréttablaðið hafði samband við Hafþór Júlíus vegna ásakananna. Hann benti Fréttablaðinu á lögfræðing sinn og segir að fréttaflutningur af málinu verði kærður til lögreglu. „Þetta eru meiðyrði og verður alveg 100 prósent kært.“ Lögfræðingur Hafþórs, Kjartan Ragnars, hefur síðan á laugardag ítrekað haft samband við blaðið. Hann segir Hafþór með öllu lausan við ofbeldishneigð og beita hvorki karla né konur ofbeldi. Hann segir það geta orðið mjög dýrt að veitast að Hafþóri með rógburði þar sem ímynd hans sé mjög verðmæt. Hann segir að mögulega þrjár konur séu í hefndarhug gagnvart Hafþóri.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30