Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Snærós Sindradóttir skrifar 9. júní 2017 23:30 Hafþór Júlíus Björnsson annar sterkasti maður í heimi. Vísir/Valli Lögreglan var kölluð að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns, sem jafnan er kallaður Fjallið, á fimmtudagskvöld vegna heimiliserja. Heimildir herma að hann hafi meðal annars meinað konu útgöngu úr húsi hans. Konan komst út við illan leik, en hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði aðstoðar hjá nágrönnum Hafþórs. Í kjölfarið var lögreglan kölluð til en Hafþór var ekki handtekinn vegna atviksins. Málið hefur enn ekki verið kært til lögreglu. Nágrannar Hafþórs urðu vitni að atburðarásinni. Þetta er í þriðja sinn á rúmu hálfu ári sem lögreglan er kölluð til vegna framgöngu Hafþórs við konuna. Í nokkur skipti hefur konan borið mar um líkamann eftir samskipti við Hafþór. Fyrsta atvikið, þar sem lögregla var kölluð til, átti sér stað 30. desember síðastliðinn en Hafþór og konan slitu samvistum fyrir nokkru. „Ég hef engan áhuga á að tala um þetta. Þetta er einkamál sem er mjög viðkvæmt. Mér finnst leiðinlegt að ég komi út sem einhver vondur kall,“ sagði Hafþór Júlíus þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hans í dag. Hafþór segir málið snúast um hund sem hann og fyrrverandi kærastan deila um forræði yfir. „Hann heitir Ástríkur. Á fimmtudag fékk ég að hafa hundinn. Hún vill ekki að ég sé með hundinn og vill fá að koma yfir en ég vildi fá að hafa hundinn um nóttina. Þetta er æðislegur hundur og mér þykir vænt um hann. Þú veist hvernig getur verið í sambandsslitum, það getur verið hiti í kolunum og við förum að þræta. Þá vill hún tala við mig, og ég eins og hálfviti læt blekkjast aftur, sest niður í stól og um leið tekur hún af stað og stekkur út. Við þetta bregður mér rosalega og ég fer á eftir henni. Þegar við erum að hlaupa næ ég í hana og tek í peysuna hennar. Við þetta verða læti og þá er nágranni sem hringir væntanlega á lögregluna og þá sleppi ég henni og lögregla kemur á svæðið,“ segir Hafþór um atvikið á fimmtudag. Hafþór Júlíus er annar sterkasti maður í heimi en hann endaði í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður heims fyrir tæplega tveimur vikum. Hafþór var einu stigi frá sigri í keppninni. Hann fékk viðurnefnið Fjallið eftir leik sinn í þáttaröðinni Game of Thrones. Hann hefur verið talsvert til umfjöllunar í íslenskum og erlendum miðlum undanfarin ár. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Lögreglan var kölluð að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns, sem jafnan er kallaður Fjallið, á fimmtudagskvöld vegna heimiliserja. Heimildir herma að hann hafi meðal annars meinað konu útgöngu úr húsi hans. Konan komst út við illan leik, en hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði aðstoðar hjá nágrönnum Hafþórs. Í kjölfarið var lögreglan kölluð til en Hafþór var ekki handtekinn vegna atviksins. Málið hefur enn ekki verið kært til lögreglu. Nágrannar Hafþórs urðu vitni að atburðarásinni. Þetta er í þriðja sinn á rúmu hálfu ári sem lögreglan er kölluð til vegna framgöngu Hafþórs við konuna. Í nokkur skipti hefur konan borið mar um líkamann eftir samskipti við Hafþór. Fyrsta atvikið, þar sem lögregla var kölluð til, átti sér stað 30. desember síðastliðinn en Hafþór og konan slitu samvistum fyrir nokkru. „Ég hef engan áhuga á að tala um þetta. Þetta er einkamál sem er mjög viðkvæmt. Mér finnst leiðinlegt að ég komi út sem einhver vondur kall,“ sagði Hafþór Júlíus þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hans í dag. Hafþór segir málið snúast um hund sem hann og fyrrverandi kærastan deila um forræði yfir. „Hann heitir Ástríkur. Á fimmtudag fékk ég að hafa hundinn. Hún vill ekki að ég sé með hundinn og vill fá að koma yfir en ég vildi fá að hafa hundinn um nóttina. Þetta er æðislegur hundur og mér þykir vænt um hann. Þú veist hvernig getur verið í sambandsslitum, það getur verið hiti í kolunum og við förum að þræta. Þá vill hún tala við mig, og ég eins og hálfviti læt blekkjast aftur, sest niður í stól og um leið tekur hún af stað og stekkur út. Við þetta bregður mér rosalega og ég fer á eftir henni. Þegar við erum að hlaupa næ ég í hana og tek í peysuna hennar. Við þetta verða læti og þá er nágranni sem hringir væntanlega á lögregluna og þá sleppi ég henni og lögregla kemur á svæðið,“ segir Hafþór um atvikið á fimmtudag. Hafþór Júlíus er annar sterkasti maður í heimi en hann endaði í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður heims fyrir tæplega tveimur vikum. Hafþór var einu stigi frá sigri í keppninni. Hann fékk viðurnefnið Fjallið eftir leik sinn í þáttaröðinni Game of Thrones. Hann hefur verið talsvert til umfjöllunar í íslenskum og erlendum miðlum undanfarin ár.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira