Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júní 2017 22:00 Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar á vegum Arctic Fish þar sem megnið af vatninu sem rennur í gegn verður endurnýtt. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigurð Pétursson, framkvæmdastjóra Arctic Fish á Vestfjörðum. Arctic Fish, sem áður hét Dýrfiskur, er að leggja yfir þrjá milljarða króna í seiðaeldisstöð sem verður sú stærsta á landinu og sú fyrsta sinnar tegundar. Nýbreytnin felst í því að þetta verður svokölluð endurnýtingarstöð þar sem um 85 prósent af vatninu verður endurnýtt. „Ein svona stöð, þótt hún sé stór, er að taka inn í mesta lagi 15 lítra á sekúndu. En svo endurnýtir hún það. Það er bara eins og þú sért að láta renna í baðkarið hjá þér. Við endurnýtum það þannig að úr verður flæði sem er svipað og Elliðaárnar eða meira,” segir Sigurður.Seiðaeldisstöðin rís í botni Tálknafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Seiðaeldisstöðin verður grunnur laxeldis fyrirtæksins en hjá því starfa nú alls um sjötíu manns, þar af um þrjátíu við uppbygginguna á Tálknafirði. Aðalsjóeldi Arctic Fish er hins vegar í Dýrafirði. „Við erum búnir að vera lengi að vinna í stækkun. Bara í Dýrafirði, - af því að það er verið að tala stundum um að þetta sé að ganga allt of hratt, - þá fór ég með köku um daginn til MAST, af því að það eru fimm ár síðan við erum búnir að vera með áform þar um stækkun, sem ekki er komin í gegn samt sem áður,” sagði Sigurður. Hann kveðst hins vegar hafa skilning á því að menn vilji fara varlega. „Já, já. Maður verður náttúrlega að skilja það að hlutirnir þurfa að byggjast upp á ábyrgan hátt. Við skiljum það. En við myndum vilja sjá hlutina ganga hraðar.” Tengdar fréttir Laxeldið gæti framleitt meira en íslenskur landbúnaður Fimmtán þúsund tonn af eldislaxi framleidd á þessu ári. Útlendingar sýna eldi hér á landi áhuga. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það jákvætt. Norðmenn verji mestu í rannsóknir. 26. ágúst 2016 07:00 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Norway Royal Salmon kaupir hlut í Arctic Fish Norway Royal Salmon er eitt af leiðandi fiskeldisfyrirtækjum í Noregi. 24. ágúst 2016 10:33 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar á vegum Arctic Fish þar sem megnið af vatninu sem rennur í gegn verður endurnýtt. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigurð Pétursson, framkvæmdastjóra Arctic Fish á Vestfjörðum. Arctic Fish, sem áður hét Dýrfiskur, er að leggja yfir þrjá milljarða króna í seiðaeldisstöð sem verður sú stærsta á landinu og sú fyrsta sinnar tegundar. Nýbreytnin felst í því að þetta verður svokölluð endurnýtingarstöð þar sem um 85 prósent af vatninu verður endurnýtt. „Ein svona stöð, þótt hún sé stór, er að taka inn í mesta lagi 15 lítra á sekúndu. En svo endurnýtir hún það. Það er bara eins og þú sért að láta renna í baðkarið hjá þér. Við endurnýtum það þannig að úr verður flæði sem er svipað og Elliðaárnar eða meira,” segir Sigurður.Seiðaeldisstöðin rís í botni Tálknafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Seiðaeldisstöðin verður grunnur laxeldis fyrirtæksins en hjá því starfa nú alls um sjötíu manns, þar af um þrjátíu við uppbygginguna á Tálknafirði. Aðalsjóeldi Arctic Fish er hins vegar í Dýrafirði. „Við erum búnir að vera lengi að vinna í stækkun. Bara í Dýrafirði, - af því að það er verið að tala stundum um að þetta sé að ganga allt of hratt, - þá fór ég með köku um daginn til MAST, af því að það eru fimm ár síðan við erum búnir að vera með áform þar um stækkun, sem ekki er komin í gegn samt sem áður,” sagði Sigurður. Hann kveðst hins vegar hafa skilning á því að menn vilji fara varlega. „Já, já. Maður verður náttúrlega að skilja það að hlutirnir þurfa að byggjast upp á ábyrgan hátt. Við skiljum það. En við myndum vilja sjá hlutina ganga hraðar.”
Tengdar fréttir Laxeldið gæti framleitt meira en íslenskur landbúnaður Fimmtán þúsund tonn af eldislaxi framleidd á þessu ári. Útlendingar sýna eldi hér á landi áhuga. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það jákvætt. Norðmenn verji mestu í rannsóknir. 26. ágúst 2016 07:00 Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30 Norway Royal Salmon kaupir hlut í Arctic Fish Norway Royal Salmon er eitt af leiðandi fiskeldisfyrirtækjum í Noregi. 24. ágúst 2016 10:33 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Laxeldið gæti framleitt meira en íslenskur landbúnaður Fimmtán þúsund tonn af eldislaxi framleidd á þessu ári. Útlendingar sýna eldi hér á landi áhuga. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir það jákvætt. Norðmenn verji mestu í rannsóknir. 26. ágúst 2016 07:00
Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. 3. október 2014 19:30
Norway Royal Salmon kaupir hlut í Arctic Fish Norway Royal Salmon er eitt af leiðandi fiskeldisfyrirtækjum í Noregi. 24. ágúst 2016 10:33