Viðskipti innlent

Norway Royal Salmon kaupir hlut í Arctic Fish

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá Þingeyri í Dýrafirði.
Frá Þingeyri í Dýrafirði. Vísir/GVA
Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish hefur gengið frá sölu á hlutafé til nýs hluthafa og samstarfsaðila, Norway Royal Salmon. Upphaflegir hluthafar fyrirtækisins, Bremesco og Novo ehf. Munu áfram vera hluthafar og NRS mun eignast helming hlutafjár á móti núverandi hluthöfum.

„Með þessari hlutafjáraukningu er grunnur lagður að framtíðarfjármögnun félagsins og áframhaldandi vexti starfsemi félagsins á Vestfjörðum,“ segir í tilkynningu frá Arctic Fish.

Arctic Fish hóf starfsemi sína í silungseldi undir nafni Dýrfisks í Dýrafirði árið 2011. Þar er fyrirtækið enn með meginstarfsemi sjóeldisins sem nú er rekið undir nafni Arctic Sea Farm. NRS er eitt af leiðandi fiskeldisfyrirtækjum í Noregi með eigin laxeldisframleiðslu á síðasta ári upp á 28 þúsund tonn og sölu af um 70 þúsund tonnum af laxaafurðum gegnum dreifingarkerfi félagsins til yfir 50 landa.

„NRS lítur til Íslands sem áhugaverðs svæðis til uppbyggingar fiskeldis og í samstarfinu við Artic Fish mun NRS gegna mikilvægu hlutverki í að styðja undir frekari vöxt starfseminnar. Arctic Fish mun geta leitað til þeirrar þekkingar og reynslu sem er innan NRS til þess að byggja leiðandi fiskeldisfyrirtæki á Íslandi“, segir Charles Høstlund, framkvæmdastjóri NRS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×