Laxeldið gæti framleitt meira en íslenskur landbúnaður sveinn arnarsson skrifar 26. ágúst 2016 07:00 Byggð á Vestfjörðum gæti styrkst verulega ef áform um laxeldi í vestfirskum fjörðum heppnast. Í ár verða framleidd við Íslandsstrendur um fimmtán þúsund tonn af eldislaxi og er það mat Landssambands fiskeldisstöðva að innan þriggja ára gæti slátrun eldisfisks hér á landi orðið meiri en samanlögð kjötframleiðsla hér á landi. Norska fyrirtækið NRS hefur keypt helming hlutafjár í fyrirtækinu Arctic Fish á rúma 3,7 milljarða króna og mun koma að starfsemi fyrirtækisins hér á landi.Höskuldur Steinarsson, formaður landssambands fiskeldisstöðvaNRS í Noregi slátraði um það bil 27 þúsund tonnum í fyrra, eða ríflega tvöföldu því sem öll fyrirtækin á Íslandi framleiddu. Fyrirtækið er nokkuð stórt, með um 132 starfsmenn og framleiðir lax í sjókvíum á þrjátíu og fimm stöðum við strendur Noregs. Fyrirtækið er skráð í kauphöll og er í dreifðri eign en 20 stærstu hluthafarnir eiga samtals 85 prósenta hlut í fyrirtækinu og á sá stærsti um 15 prósent. Fyrirtækið komst í fréttirnar fyrir nokkrum árum þegar eldisfiskur úr kvíum þess slapp í Alta-ána í Finnmörku, eina frægustu laxveiðiá í okkar heimshluta. „Við teljum afar jákvætt fyrir greinina að erlendir aðilar, sem hafa áratuga langa reynslu af eldi, skuli sýna íslensku fyrirtækjunum áhuga. Engin þjóð ver meira fjármagni og mannafla í rannsóknir, þróun búnaðar og umhverfismál fiskeldis en einmitt Norðmenn. Þess vegna er það mikill akkur fyrir okkur að fá þá til liðs við greinina,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssamband fiskeldisstöðva.Jón Gunnarsson segir það skipta máli að laxeldisfyrirtæki skuli vera staðsett á svæðum sem hafa átt undir högg að sækja síðustu ár og áratugi.Orri Vigfússon, formaður NASF, félags sem vill vernda Norður-Atlantshafslaxinn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að norsk fyrirtæki væru hingað komin til að ásælast nánast ókeypis aðstöðu í íslenskum fjörðum, mun ódýrara en í Noregi. Þessu vísar Höskuldur á bug. „Okkur þykir afar miður að Norðmenn skuli gerðir tortryggilegir eins og skilja má á orðum Orra Vigfússonar. Aðkoma Norðmanna er staðfesting á því að frumkvöðlarnir á Íslandi voru og eru á réttri braut.“ Ef laxeldi nær að vaxa og dafna eins og spár gera ráð fyrir er ljóst að atvinnugreinin mun velta miklum fjárhæðum á sama tíma og hún nýtir sér íslenska náttúru og gæði sem ekki eru endalaus. Því vaknar sú spurning hvernig skattlagningu á þessi fyrirtæki verði háttað í framtíðinni. „Það hefur ekki verið horft til þess síðustu ár að fyrirtækin greiði einhvers konar auðlindagjald. Það er auðvitað spurning hversu mikið á að skattleggja fyrirtæki og við þurfum að skoða það vandlega áður en farið er í það að íþyngja fyrirtækjum með frekari skattheimtu,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Í ár verða framleidd við Íslandsstrendur um fimmtán þúsund tonn af eldislaxi og er það mat Landssambands fiskeldisstöðva að innan þriggja ára gæti slátrun eldisfisks hér á landi orðið meiri en samanlögð kjötframleiðsla hér á landi. Norska fyrirtækið NRS hefur keypt helming hlutafjár í fyrirtækinu Arctic Fish á rúma 3,7 milljarða króna og mun koma að starfsemi fyrirtækisins hér á landi.Höskuldur Steinarsson, formaður landssambands fiskeldisstöðvaNRS í Noregi slátraði um það bil 27 þúsund tonnum í fyrra, eða ríflega tvöföldu því sem öll fyrirtækin á Íslandi framleiddu. Fyrirtækið er nokkuð stórt, með um 132 starfsmenn og framleiðir lax í sjókvíum á þrjátíu og fimm stöðum við strendur Noregs. Fyrirtækið er skráð í kauphöll og er í dreifðri eign en 20 stærstu hluthafarnir eiga samtals 85 prósenta hlut í fyrirtækinu og á sá stærsti um 15 prósent. Fyrirtækið komst í fréttirnar fyrir nokkrum árum þegar eldisfiskur úr kvíum þess slapp í Alta-ána í Finnmörku, eina frægustu laxveiðiá í okkar heimshluta. „Við teljum afar jákvætt fyrir greinina að erlendir aðilar, sem hafa áratuga langa reynslu af eldi, skuli sýna íslensku fyrirtækjunum áhuga. Engin þjóð ver meira fjármagni og mannafla í rannsóknir, þróun búnaðar og umhverfismál fiskeldis en einmitt Norðmenn. Þess vegna er það mikill akkur fyrir okkur að fá þá til liðs við greinina,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssamband fiskeldisstöðva.Jón Gunnarsson segir það skipta máli að laxeldisfyrirtæki skuli vera staðsett á svæðum sem hafa átt undir högg að sækja síðustu ár og áratugi.Orri Vigfússon, formaður NASF, félags sem vill vernda Norður-Atlantshafslaxinn, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að norsk fyrirtæki væru hingað komin til að ásælast nánast ókeypis aðstöðu í íslenskum fjörðum, mun ódýrara en í Noregi. Þessu vísar Höskuldur á bug. „Okkur þykir afar miður að Norðmenn skuli gerðir tortryggilegir eins og skilja má á orðum Orra Vigfússonar. Aðkoma Norðmanna er staðfesting á því að frumkvöðlarnir á Íslandi voru og eru á réttri braut.“ Ef laxeldi nær að vaxa og dafna eins og spár gera ráð fyrir er ljóst að atvinnugreinin mun velta miklum fjárhæðum á sama tíma og hún nýtir sér íslenska náttúru og gæði sem ekki eru endalaus. Því vaknar sú spurning hvernig skattlagningu á þessi fyrirtæki verði háttað í framtíðinni. „Það hefur ekki verið horft til þess síðustu ár að fyrirtækin greiði einhvers konar auðlindagjald. Það er auðvitað spurning hversu mikið á að skattleggja fyrirtæki og við þurfum að skoða það vandlega áður en farið er í það að íþyngja fyrirtækjum með frekari skattheimtu,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira