Sýknaður af drápinu á Philando Castile Kjartan Kjartansson skrifar 17. júní 2017 10:20 Valerie Castile, móðir Philando, ræðir við fréttamenn eftir niðurstöðu dómsins í gær. Vísir/EPA Lögreglumaðurinn sem skaut Philando Castile til bana í borginni St. Paul í Minnesota í fyrra var sýknaður af drápinu í gær. Dómurinn hefur vakið reiði og lokuðu mótmælendur meðal annars götum í borginni eftir að hann féll. Castile var skotinn af lögreglumanninum Jeronimo Yanez þar sem hann sat í bíl sínum með kærustunni sinni í júlí í fyrra. Yanez hafði stöðvað þau vegna þess að afturljós á bíl þeirra var bilað. Diamond Reynolds, kærasta Castile, sendi atvikið út beint á Facebook, þar á meðal þegar hann var skotinn fjórum skotum. Milljónir manna um allan heim sáu myndbandið, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Reynolds bar vitni um að Castile hafi verið að teygja sig í skráningarskjöl bílsins þegar Yanez skaut hann.Snýr ekki aftur í lögreglunaMóðir Castile sagði að bandaríska réttarkerfið héldi áfram að bregðast svörtu fólki þegar niðurstaðan varð ljós í gær samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dráp Castile er eitt fjölda mála í Bandaríkjunum þar sem svartir karlmenn hafa verið skotnir til bana af lögreglumönnum undanfarin misseri. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í mörgum borgum vegna mála þessu tagi. Yanez var ákærður fyrir manndráp að óyfirlögðu ráði. Hann bar vitni um að hann hefði óttast um líf sitt og sagði að Castile hefði ekki fylgt fyrirmælum sínum. Þrátt fyrir sýknudóminn mun Yanez ekki snúa aftur til starfa hjá lögreglunni. Borgaryfirvöld hafa sagt að það væri almenningi fyrir bestu að Yanez starfi ekki lengur sem lögreglumaður. Tengdar fréttir Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06 Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem skaut Philando Castile til bana í borginni St. Paul í Minnesota í fyrra var sýknaður af drápinu í gær. Dómurinn hefur vakið reiði og lokuðu mótmælendur meðal annars götum í borginni eftir að hann féll. Castile var skotinn af lögreglumanninum Jeronimo Yanez þar sem hann sat í bíl sínum með kærustunni sinni í júlí í fyrra. Yanez hafði stöðvað þau vegna þess að afturljós á bíl þeirra var bilað. Diamond Reynolds, kærasta Castile, sendi atvikið út beint á Facebook, þar á meðal þegar hann var skotinn fjórum skotum. Milljónir manna um allan heim sáu myndbandið, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Reynolds bar vitni um að Castile hafi verið að teygja sig í skráningarskjöl bílsins þegar Yanez skaut hann.Snýr ekki aftur í lögreglunaMóðir Castile sagði að bandaríska réttarkerfið héldi áfram að bregðast svörtu fólki þegar niðurstaðan varð ljós í gær samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Dráp Castile er eitt fjölda mála í Bandaríkjunum þar sem svartir karlmenn hafa verið skotnir til bana af lögreglumönnum undanfarin misseri. Hörð mótmæli hafa átt sér stað í mörgum borgum vegna mála þessu tagi. Yanez var ákærður fyrir manndráp að óyfirlögðu ráði. Hann bar vitni um að hann hefði óttast um líf sitt og sagði að Castile hefði ekki fylgt fyrirmælum sínum. Þrátt fyrir sýknudóminn mun Yanez ekki snúa aftur til starfa hjá lögreglunni. Borgaryfirvöld hafa sagt að það væri almenningi fyrir bestu að Yanez starfi ekki lengur sem lögreglumaður.
Tengdar fréttir Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06 Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00 Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00 Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp Skaut Philando Castile fjórum sinnum inn um glugga bíls en kærasta hans var í beinni á Facebook 16. nóvember 2016 17:06
Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnisota í gær. 7. júlí 2016 08:00
Skotinn við hlið kærustunnar Enn á ný hafa bandarískir lögreglumenn komist í kastljós fjölmiðla fyrir að drepa þeldökka menn að ástæðulausu. Í fyrrakvöld var Philando Castile skotinn í Minnesota, daginn áður Alton Sterling í Louisiana. 8. júlí 2016 09:00
Obama tjáir sig um dauða Sterling og Castile "Við höfum séð harmleiki sem þessa alltof oft og hjörtu okkar slá fyrir fjölskyldurnar og samfélögin sem þjást yfir missi sínum,“ skrifaði Obama í yfirlýsingu á Facebook-síðu sína í kvöld. 7. júlí 2016 23:48