Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júní 2017 16:26 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri veitir Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi heiðursviðurkenningu. Reykjavíkurborg Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða.Markað sérstök sporÍ fréttatilkynningu segir að Guðrún hafi með listsköpun sinni „skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.“ Skáldverkið Jón Odd og Jón Bjarna gaf Guðrún út árið 1974 en það var jafnframt hennar fyrsta bók. Allar götur síðan hefur hún verið einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur Íslands.Barnabókahöfundur í fremstu röðÍ heild hefur Guðrún gefið út 25 bækur sem íslensk ungmenni hafa notið góðs af. Verkin hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Guðrún er í hópi barnabókahöfunda í fremstu röð en bæði heima og erlendis hefur henni verið skipað á bekk með barnabókahöfundum á borð við Astrid Lindgren og Thorbjörn Egner. Bækurnar hafa til að bera góðan og gildan boðskap en réttur og staða þeirra sem minna mega sín eru rithöfundinum ofarlega í huga. Formaður menningar-og ferðamálaráðs, Elsa Hrafnhildur Yeoman, gerði grein fyrir vali ráðsins á rithöfundinum ástsæla. Guðrúnu var veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og viðurkenningarfé.VerðlaunahöfundurNú þegar hefur Guðrún hlotið ýmis virt verðlaun fyrir störf sín svo sem Norrænu barnabókarverðlaunin, Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, Bókaverðlaun barnanna og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu. Þá hefur Guðrún hlotið stórriddarakross Fálkaorðunnar.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðrún Helgadóttir rithöfundur og Borgarlistamaður ásamt Elsu Hrafnhildi Yeoman formanni menningar-og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Sjá meira
Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða.Markað sérstök sporÍ fréttatilkynningu segir að Guðrún hafi með listsköpun sinni „skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.“ Skáldverkið Jón Odd og Jón Bjarna gaf Guðrún út árið 1974 en það var jafnframt hennar fyrsta bók. Allar götur síðan hefur hún verið einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur Íslands.Barnabókahöfundur í fremstu röðÍ heild hefur Guðrún gefið út 25 bækur sem íslensk ungmenni hafa notið góðs af. Verkin hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Guðrún er í hópi barnabókahöfunda í fremstu röð en bæði heima og erlendis hefur henni verið skipað á bekk með barnabókahöfundum á borð við Astrid Lindgren og Thorbjörn Egner. Bækurnar hafa til að bera góðan og gildan boðskap en réttur og staða þeirra sem minna mega sín eru rithöfundinum ofarlega í huga. Formaður menningar-og ferðamálaráðs, Elsa Hrafnhildur Yeoman, gerði grein fyrir vali ráðsins á rithöfundinum ástsæla. Guðrúnu var veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og viðurkenningarfé.VerðlaunahöfundurNú þegar hefur Guðrún hlotið ýmis virt verðlaun fyrir störf sín svo sem Norrænu barnabókarverðlaunin, Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, Bókaverðlaun barnanna og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu. Þá hefur Guðrún hlotið stórriddarakross Fálkaorðunnar.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðrún Helgadóttir rithöfundur og Borgarlistamaður ásamt Elsu Hrafnhildi Yeoman formanni menningar-og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent