„Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2017 07:39 Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, þegar atkvæði voru talin í kjördæmi hennar í gær. vísir/getty Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Fjölmiðlar í Bretlandi tala um „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. Boðað var til kosninganna með stuttum fyrirvara en May vonaðist til að þær myndu styrkja stöðu hennar sem forsætisráðherra og færa henni aukið umboð til að leiða þjóðina í Brexit-viðræðunum sem framundan eru.Slæm frammistaða í kosningabaráttunni komið íhaldsmönnum í koll Í upphafi kosningabaráttunnar leit út fyrir stórsigur May en slæm frammistaða í kosningabaráttunni virðist hafa komið íhaldsmönnum í koll. Nú þegar aðeins á eftir að telja atkvæði í örfáum kjördæmum má telja að staðan sé ljós. Samkvæmt nýjustu tölum Breska ríkisútvarpsins, BBC, er Íhaldsflokkurinn nú með 315 þingsæti en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn er með 261 þingsæti og sækir verulega í sig veðrið, bætir við sig hátt um þrjátíu þingsætum. Skoski þjóðarflokkurinn fær 35 þingmenn, Frjálslyndir demókratar með 12 sæti og Sambandssinnar á Norður-Írlandi með 10 þingmenn. Aðrir minni flokkar fá samkvæmt þessum tölum samtals 12 þingmenn.Hyggst ekki segja af sér Eftir að ljóst var er leið á nóttina að May myndi missa meirihluta sinn á þingi var Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ekki lengi að því að kalla eftir afsögn hennar. „Hún vildi umboð. Nú, umboðið sem hún fékk er að íhaldsmenn missa sæti á þinginu, þeir missa stuðning, þeir missa traust. Ég hefði haldið að það væri nóg til þess að hún myndi hætta,“ sagði Corbyn. Heimildarmenn Sky-fréttastofunnar segja þó að May sé ekki á þeim buxunum að hætta heldur ætli hún sér að mynda ríkisstjórn. Líklegt má telja að það verði einhvers konar minnihlutastjórn en þeirrar stjórnar bíður það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr ESB.
Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Fjölmiðlar í Bretlandi tala um „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. Boðað var til kosninganna með stuttum fyrirvara en May vonaðist til að þær myndu styrkja stöðu hennar sem forsætisráðherra og færa henni aukið umboð til að leiða þjóðina í Brexit-viðræðunum sem framundan eru.Slæm frammistaða í kosningabaráttunni komið íhaldsmönnum í koll Í upphafi kosningabaráttunnar leit út fyrir stórsigur May en slæm frammistaða í kosningabaráttunni virðist hafa komið íhaldsmönnum í koll. Nú þegar aðeins á eftir að telja atkvæði í örfáum kjördæmum má telja að staðan sé ljós. Samkvæmt nýjustu tölum Breska ríkisútvarpsins, BBC, er Íhaldsflokkurinn nú með 315 þingsæti en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn er með 261 þingsæti og sækir verulega í sig veðrið, bætir við sig hátt um þrjátíu þingsætum. Skoski þjóðarflokkurinn fær 35 þingmenn, Frjálslyndir demókratar með 12 sæti og Sambandssinnar á Norður-Írlandi með 10 þingmenn. Aðrir minni flokkar fá samkvæmt þessum tölum samtals 12 þingmenn.Hyggst ekki segja af sér Eftir að ljóst var er leið á nóttina að May myndi missa meirihluta sinn á þingi var Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ekki lengi að því að kalla eftir afsögn hennar. „Hún vildi umboð. Nú, umboðið sem hún fékk er að íhaldsmenn missa sæti á þinginu, þeir missa stuðning, þeir missa traust. Ég hefði haldið að það væri nóg til þess að hún myndi hætta,“ sagði Corbyn. Heimildarmenn Sky-fréttastofunnar segja þó að May sé ekki á þeim buxunum að hætta heldur ætli hún sér að mynda ríkisstjórn. Líklegt má telja að það verði einhvers konar minnihlutastjórn en þeirrar stjórnar bíður það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr ESB.
Kosningar í Bretlandi Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira