Hörður Björgvin: Fékk fá svör frá þjálfaranum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2017 21:15 Hörður Björgvin Magnússon. vísir Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, fékk fá fá svör þegar hann gekk á þjálfara sinn hjá Bristol City eftir að vera settur í frystikistuna um mitt mót. Íslensku landsliðsmennirnir sem spila í B-deildinni á Englandi eru búnir að vera í fríi frá því í lok apríl og hafa allir verið að æfa stíft hér á landi til að halda sér í formi fyrir stórleik Íslands á móti Króatíu í undankeppni HM 2018 sem fram fer á Laugardalsvellinum annan sunnudag. Einn þeirra er Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Bristol. „Við fengum viku frí og reyndum að nýta það eins vel og við gátum til að hvíla okkur og undirbúa okkur vel fyrir heimkomu. Síðan þá höfum við æft eins og vitleysingar hér á Íslandi,“ segir hann. Hörður Björgvin gekk í raðir Bristol City fyrir síðustu leiktíð og allt lék í lyndi fram að áramótum. Varnarmaðurinn ungi byrjaði 24 fyrstu leiki liðsins en eftir áramót byrjaði hann aðeins tvo og tók þátt í fjórum leikjum af næstu 22 hjá liðinu. Hvað gerðist þarna? „Það koma líka erfiðir tímar þar sem maður situr á bekknum og svona en þjálfarinn ræður liðinu og maður þarf bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur aftur,“ segir Hörður Björgvin sem fékk fá svör þegar hann leitaði eftir þeim. „Ég er í svipuðum sporum og allir. Ég reyndi að fá einhverjar upplýsingar en fékk ekki eins miklar og ég vildi. Það komu nýir menn í janúarglugganum og þjálfarinn taldi þá betri en mig. Það gekk samt ekki vel þó að þeir kæmu inn.“Vísir greindi frá því á dögunum að líklegt er að Hörður yfirgefi Bristol, hvort sem það er á láni eða fyrir fullt og allt, til að spila aftur reglulega. Áhuginn á honum er mikill. „Maður veit aldrei hvernig þessi fótbolti er en auðvitað langar mig að spila alla leiki heilt tímabili. Ég var ánægður með tímabilið mitt í heild sinni en auðvitað langar mig að spila meira. Ég er opinn fyrir því ef eitthvað gerist en ég er samningsbundinn Bristol og er glaður og ánægður þar,“ segir Hörður Björgvin Magnússon. Enski boltinn Tengdar fréttir Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, fékk fá fá svör þegar hann gekk á þjálfara sinn hjá Bristol City eftir að vera settur í frystikistuna um mitt mót. Íslensku landsliðsmennirnir sem spila í B-deildinni á Englandi eru búnir að vera í fríi frá því í lok apríl og hafa allir verið að æfa stíft hér á landi til að halda sér í formi fyrir stórleik Íslands á móti Króatíu í undankeppni HM 2018 sem fram fer á Laugardalsvellinum annan sunnudag. Einn þeirra er Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Bristol. „Við fengum viku frí og reyndum að nýta það eins vel og við gátum til að hvíla okkur og undirbúa okkur vel fyrir heimkomu. Síðan þá höfum við æft eins og vitleysingar hér á Íslandi,“ segir hann. Hörður Björgvin gekk í raðir Bristol City fyrir síðustu leiktíð og allt lék í lyndi fram að áramótum. Varnarmaðurinn ungi byrjaði 24 fyrstu leiki liðsins en eftir áramót byrjaði hann aðeins tvo og tók þátt í fjórum leikjum af næstu 22 hjá liðinu. Hvað gerðist þarna? „Það koma líka erfiðir tímar þar sem maður situr á bekknum og svona en þjálfarinn ræður liðinu og maður þarf bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur aftur,“ segir Hörður Björgvin sem fékk fá svör þegar hann leitaði eftir þeim. „Ég er í svipuðum sporum og allir. Ég reyndi að fá einhverjar upplýsingar en fékk ekki eins miklar og ég vildi. Það komu nýir menn í janúarglugganum og þjálfarinn taldi þá betri en mig. Það gekk samt ekki vel þó að þeir kæmu inn.“Vísir greindi frá því á dögunum að líklegt er að Hörður yfirgefi Bristol, hvort sem það er á láni eða fyrir fullt og allt, til að spila aftur reglulega. Áhuginn á honum er mikill. „Maður veit aldrei hvernig þessi fótbolti er en auðvitað langar mig að spila alla leiki heilt tímabili. Ég var ánægður með tímabilið mitt í heild sinni en auðvitað langar mig að spila meira. Ég er opinn fyrir því ef eitthvað gerist en ég er samningsbundinn Bristol og er glaður og ánægður þar,“ segir Hörður Björgvin Magnússon.
Enski boltinn Tengdar fréttir Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira
Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00