Hörður Björgvin: Fékk fá svör frá þjálfaranum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2017 21:15 Hörður Björgvin Magnússon. vísir Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, fékk fá fá svör þegar hann gekk á þjálfara sinn hjá Bristol City eftir að vera settur í frystikistuna um mitt mót. Íslensku landsliðsmennirnir sem spila í B-deildinni á Englandi eru búnir að vera í fríi frá því í lok apríl og hafa allir verið að æfa stíft hér á landi til að halda sér í formi fyrir stórleik Íslands á móti Króatíu í undankeppni HM 2018 sem fram fer á Laugardalsvellinum annan sunnudag. Einn þeirra er Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Bristol. „Við fengum viku frí og reyndum að nýta það eins vel og við gátum til að hvíla okkur og undirbúa okkur vel fyrir heimkomu. Síðan þá höfum við æft eins og vitleysingar hér á Íslandi,“ segir hann. Hörður Björgvin gekk í raðir Bristol City fyrir síðustu leiktíð og allt lék í lyndi fram að áramótum. Varnarmaðurinn ungi byrjaði 24 fyrstu leiki liðsins en eftir áramót byrjaði hann aðeins tvo og tók þátt í fjórum leikjum af næstu 22 hjá liðinu. Hvað gerðist þarna? „Það koma líka erfiðir tímar þar sem maður situr á bekknum og svona en þjálfarinn ræður liðinu og maður þarf bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur aftur,“ segir Hörður Björgvin sem fékk fá svör þegar hann leitaði eftir þeim. „Ég er í svipuðum sporum og allir. Ég reyndi að fá einhverjar upplýsingar en fékk ekki eins miklar og ég vildi. Það komu nýir menn í janúarglugganum og þjálfarinn taldi þá betri en mig. Það gekk samt ekki vel þó að þeir kæmu inn.“Vísir greindi frá því á dögunum að líklegt er að Hörður yfirgefi Bristol, hvort sem það er á láni eða fyrir fullt og allt, til að spila aftur reglulega. Áhuginn á honum er mikill. „Maður veit aldrei hvernig þessi fótbolti er en auðvitað langar mig að spila alla leiki heilt tímabili. Ég var ánægður með tímabilið mitt í heild sinni en auðvitað langar mig að spila meira. Ég er opinn fyrir því ef eitthvað gerist en ég er samningsbundinn Bristol og er glaður og ánægður þar,“ segir Hörður Björgvin Magnússon. Enski boltinn Tengdar fréttir Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í fótbolta, fékk fá fá svör þegar hann gekk á þjálfara sinn hjá Bristol City eftir að vera settur í frystikistuna um mitt mót. Íslensku landsliðsmennirnir sem spila í B-deildinni á Englandi eru búnir að vera í fríi frá því í lok apríl og hafa allir verið að æfa stíft hér á landi til að halda sér í formi fyrir stórleik Íslands á móti Króatíu í undankeppni HM 2018 sem fram fer á Laugardalsvellinum annan sunnudag. Einn þeirra er Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Bristol. „Við fengum viku frí og reyndum að nýta það eins vel og við gátum til að hvíla okkur og undirbúa okkur vel fyrir heimkomu. Síðan þá höfum við æft eins og vitleysingar hér á Íslandi,“ segir hann. Hörður Björgvin gekk í raðir Bristol City fyrir síðustu leiktíð og allt lék í lyndi fram að áramótum. Varnarmaðurinn ungi byrjaði 24 fyrstu leiki liðsins en eftir áramót byrjaði hann aðeins tvo og tók þátt í fjórum leikjum af næstu 22 hjá liðinu. Hvað gerðist þarna? „Það koma líka erfiðir tímar þar sem maður situr á bekknum og svona en þjálfarinn ræður liðinu og maður þarf bara að vera tilbúinn þegar kallið kemur aftur,“ segir Hörður Björgvin sem fékk fá svör þegar hann leitaði eftir þeim. „Ég er í svipuðum sporum og allir. Ég reyndi að fá einhverjar upplýsingar en fékk ekki eins miklar og ég vildi. Það komu nýir menn í janúarglugganum og þjálfarinn taldi þá betri en mig. Það gekk samt ekki vel þó að þeir kæmu inn.“Vísir greindi frá því á dögunum að líklegt er að Hörður yfirgefi Bristol, hvort sem það er á láni eða fyrir fullt og allt, til að spila aftur reglulega. Áhuginn á honum er mikill. „Maður veit aldrei hvernig þessi fótbolti er en auðvitað langar mig að spila alla leiki heilt tímabili. Ég var ánægður með tímabilið mitt í heild sinni en auðvitað langar mig að spila meira. Ég er opinn fyrir því ef eitthvað gerist en ég er samningsbundinn Bristol og er glaður og ánægður þar,“ segir Hörður Björgvin Magnússon.
Enski boltinn Tengdar fréttir Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Áhugi á Herði sem yfirgefur líklega Bristol Hörður Björgvin Magnússon fékk lítið sem ekkert að spila fyrir Bristol City seinni hluta tímabilsins á Englandi. 18. maí 2017 10:00