Veðurfræðingur um sumarbyrjun: „Það er enginn fimbulkuldi eða neitt þannig en það verður svolítið svalt norðan til“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 31. maí 2017 19:37 Sumar og sól í Nauthólsvík. Nú er bara að bíða og vona. Vísir/Anton Brink Fyrsti júní er handan við hornið og Íslendingar væntanlega farnir að grafa upp stuttbuxurnar, sundfötin og sólarolíuna. Vísir hafði samband við vakthafandi veðurfræðing, Hrafn Guðmundsson, og spurði hann út í sumarveðrið. Samkvæmt því samtali geta Norðlendingar lagt stuttbuxunum fyrstu vikuna í júní. „Það er enginn fimbulkuldi eða neitt þannig en það verður svolítið svalt norðan til,“ segir Hrafn og bendir jafnframt á að sunnlendingar sleppi þó vel við kuldann. Hrafn vill þó lítið tjá sig um sumarveðrið en segir þó að Veðurstofan geri yfirleitt árstíðarspá til að reyna að sjá fyrir komandi árstíð. Samkæmt árstíðarspá sem gerð var 12. maí síðastliðinn kemur fram að útlit sé fyrir að hiti verði yfir meðallagi yfir sumarmánuðina og úrkoma og loftþrýsingur verði nálægt meðaltali. Hrafn slær þó varnagla við þessa spá og segir að um grófa spá sé að ræða.Hungurdiskar og sumareinkunn maímánaðar„Fyrir nokkrum árum fór ég að búa til svona einkunn fyrir sumarið, gæðaeinkunn, sem byggist á hita, sólksyni og úrkomu og gef einkunn,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur þegar Vísir spyr hann út í sumarveðrið. Trausti er einn þeirra sem velt hefur veðurfari á Íslandi og sumarveðrinu fyrir sér og heldur hann úti blogginu Hungurdiskar. Á blogginu má finna nákvæmar greiningar og vangaveltur Trausta um íslenskt veðurfar. Trausti nefnir þó að ekki sé um spávettvang að ræða. Nýverið greindi Trausti frá sumareinkunn maímánaðar. Maí fær þar sjö stig af sextán og telst því í meðallagi góður. Trausti segir þó mikilvægt að muna að maí sé vormánuður en ekki sumarmánuður og því sé ekki hægt að búast við því að sumarið komi strax í maí. Aðspurður um nafnið á bloggsíðunni segir Trausti að Hungurdiskar sé vísun í ákveðna tekund af ís. „Það er ís sem lítur út eins og lummur eða pönnukökur og kemur þegar vatnsstraumur frýs. Matthías Jochumsson fann upp orðið og notaði það um hafísinn í almennari merkingu. Hafísinn er gjarnan tengdur hungri og vesæld. Ég nota það fyrst og fremst vegna þess að það er auðvelt að finna það á netinu og það er ekki notað yfir neitt annað,“ segir Trausti. Áhugasamir geta því fylgst með greiningu Trausta á sumarmánuðum inn á bloggi hans en einnig inn á facebookhópnum Hungurdiskar. Veður Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Sjá meira
Fyrsti júní er handan við hornið og Íslendingar væntanlega farnir að grafa upp stuttbuxurnar, sundfötin og sólarolíuna. Vísir hafði samband við vakthafandi veðurfræðing, Hrafn Guðmundsson, og spurði hann út í sumarveðrið. Samkvæmt því samtali geta Norðlendingar lagt stuttbuxunum fyrstu vikuna í júní. „Það er enginn fimbulkuldi eða neitt þannig en það verður svolítið svalt norðan til,“ segir Hrafn og bendir jafnframt á að sunnlendingar sleppi þó vel við kuldann. Hrafn vill þó lítið tjá sig um sumarveðrið en segir þó að Veðurstofan geri yfirleitt árstíðarspá til að reyna að sjá fyrir komandi árstíð. Samkæmt árstíðarspá sem gerð var 12. maí síðastliðinn kemur fram að útlit sé fyrir að hiti verði yfir meðallagi yfir sumarmánuðina og úrkoma og loftþrýsingur verði nálægt meðaltali. Hrafn slær þó varnagla við þessa spá og segir að um grófa spá sé að ræða.Hungurdiskar og sumareinkunn maímánaðar„Fyrir nokkrum árum fór ég að búa til svona einkunn fyrir sumarið, gæðaeinkunn, sem byggist á hita, sólksyni og úrkomu og gef einkunn,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur þegar Vísir spyr hann út í sumarveðrið. Trausti er einn þeirra sem velt hefur veðurfari á Íslandi og sumarveðrinu fyrir sér og heldur hann úti blogginu Hungurdiskar. Á blogginu má finna nákvæmar greiningar og vangaveltur Trausta um íslenskt veðurfar. Trausti nefnir þó að ekki sé um spávettvang að ræða. Nýverið greindi Trausti frá sumareinkunn maímánaðar. Maí fær þar sjö stig af sextán og telst því í meðallagi góður. Trausti segir þó mikilvægt að muna að maí sé vormánuður en ekki sumarmánuður og því sé ekki hægt að búast við því að sumarið komi strax í maí. Aðspurður um nafnið á bloggsíðunni segir Trausti að Hungurdiskar sé vísun í ákveðna tekund af ís. „Það er ís sem lítur út eins og lummur eða pönnukökur og kemur þegar vatnsstraumur frýs. Matthías Jochumsson fann upp orðið og notaði það um hafísinn í almennari merkingu. Hafísinn er gjarnan tengdur hungri og vesæld. Ég nota það fyrst og fremst vegna þess að það er auðvelt að finna það á netinu og það er ekki notað yfir neitt annað,“ segir Trausti. Áhugasamir geta því fylgst með greiningu Trausta á sumarmánuðum inn á bloggi hans en einnig inn á facebookhópnum Hungurdiskar.
Veður Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent