Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2017 21:15 Í síðustu viku var sagt frá tuttugu og eins árs gömlum manni sem hefur ítrekað fengið sms-skilaboð frá smálánafyrirtækinu Hraðpeningar - þar sem honum er boðið tuttugu þúsund króna lán. Er honum bent á í skilaboðunum að það sé mun þægilegra en að fara í bankann, að hann þurfi eingöngu að svara skilaboðunum og þá fái hann lán. Maðurinn segist aldrei hafa verið í viðskiptum við fyrirtækið. Fleiri hafa fengið sambærileg skilaboð frá smálánafyrirtækjum án þess að eiga viðskiptasögu við fyrirtækið - fólk hefur bent á það í athugasemdum við frétt um málið á Vísi, í skilaboðum til Fréttastofu og annars staðar þar sem umræða skapast um málið.Hér má sjá dæmi um sms-skeyti sem hafa borist mönnum.Póst- og fjarskiptastofnun hefur málið á sínu borði enda er ólöglegt að senda óumbeðin fjarskipti. „Við höfum fengið nýlega tvær kvartanir frá fólki sem fær sms um að það geti tekið smálán með tiltölulega greiðum hætti - og fólkið telur sig ekki eiga að fá slík skeyti," segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Samkvæmt 46. grein fjarskiptalaga er aðeins leyfilegt að senda skilaboð í markaðssetningu ef fyrir liggur heimild. Þá þarf neytandi að samþykkja að fá slík skilaboð á skýran hátt. Hrafnkell hvetur þá sem fá óumbeðin skilaboð frá fyrirtækjum að láta Póst - og fjarskiptastofnun vita af því og í kjölfarið hefur stofnunin samband við viðkomandi fyrirtæki. „Þá verður fyrirtækið að reiða fram sönnun þess að það hafi í raun og veru verið veitt þetta samþykki og ef ekki þá lítum við svo á að ekki samþykki hafi verið veitt," segir Hrafnkell. Tengdar fréttir Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Í síðustu viku var sagt frá tuttugu og eins árs gömlum manni sem hefur ítrekað fengið sms-skilaboð frá smálánafyrirtækinu Hraðpeningar - þar sem honum er boðið tuttugu þúsund króna lán. Er honum bent á í skilaboðunum að það sé mun þægilegra en að fara í bankann, að hann þurfi eingöngu að svara skilaboðunum og þá fái hann lán. Maðurinn segist aldrei hafa verið í viðskiptum við fyrirtækið. Fleiri hafa fengið sambærileg skilaboð frá smálánafyrirtækjum án þess að eiga viðskiptasögu við fyrirtækið - fólk hefur bent á það í athugasemdum við frétt um málið á Vísi, í skilaboðum til Fréttastofu og annars staðar þar sem umræða skapast um málið.Hér má sjá dæmi um sms-skeyti sem hafa borist mönnum.Póst- og fjarskiptastofnun hefur málið á sínu borði enda er ólöglegt að senda óumbeðin fjarskipti. „Við höfum fengið nýlega tvær kvartanir frá fólki sem fær sms um að það geti tekið smálán með tiltölulega greiðum hætti - og fólkið telur sig ekki eiga að fá slík skeyti," segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Samkvæmt 46. grein fjarskiptalaga er aðeins leyfilegt að senda skilaboð í markaðssetningu ef fyrir liggur heimild. Þá þarf neytandi að samþykkja að fá slík skilaboð á skýran hátt. Hrafnkell hvetur þá sem fá óumbeðin skilaboð frá fyrirtækjum að láta Póst - og fjarskiptastofnun vita af því og í kjölfarið hefur stofnunin samband við viðkomandi fyrirtæki. „Þá verður fyrirtækið að reiða fram sönnun þess að það hafi í raun og veru verið veitt þetta samþykki og ef ekki þá lítum við svo á að ekki samþykki hafi verið veitt," segir Hrafnkell.
Tengdar fréttir Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00