Donni: Við ætlum að verða Íslandsmeistarar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2017 20:34 Þór/KA er á mikilli siglingu. vísir/stefán „Við ætlum að verða Íslandsmeistarar og höfum alltaf stefnt á það,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA eftir afar öflugan útisigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Lokatölur urðu 1-3 og sýndu norðanstúlkur af sér mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir. „Það var stórt högg að fá mark á okkur þar sem við höfum ekki fengið mörg mörk á okkur. Það var virkilega sterkur karakter hjá stelpunum að halda bara áfram og gefa í ef eitthvað var,“ sagði Donni í samtali við Vísi eftir leik. Þór/KA svaraði opnunarmarki Stjörnunnar með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og kom það síðara á hárréttum tímapunkti, nokkrum sekúndum áður en flautað var til hálfleiks. „Það breytti hálfleiksræðunni heilmilið. Það var afar ljúft. Natalia er búin að vera að skjóta endalaust og það skilaði sér loksins í þessum leik,“ segir Donni og bætir við að með því marki hafi leikurinn spilast upp í hendur Þór/KA. „Seinni hálfleikur var uppleggið bara að halda stöðunni. Á þeirra heimavelli vissum við að þær myndu leggjast meira á okkur. Við erum góðar í að halda stöðunni og það gekk fullkomnlega upp,“ segir Donni. Markadrottningin Sandra María Jessen spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu hjá Þór/KA í sumar eftir að hún sleit krossbönd fyrr á árinu. Hún leit vel út og mun án efa styrkja sterkt lið Þórs/KA til muna þegar fram í sækir. „Hún er að keyra sig í gang. Hún á meira inni, þetta lítur vel út og hún lítur vel út. Þetta snýst að öllu leyti um liðið og það hentaði vel að fá hana inn í þennan leik. Hún á ennþá eftir að verða betri eins og við. Við eigum bara eftir að verða betri og betri,“ segir Donni. Þór/KA er nú með fimm stiga forskot á lið Stjörnunnar sem er í öðru sæti. Liðið er með fullt hús stiga og er hreinlega að stinga af. „Það er mjög gott. Fimm stiga forskot er bara frábært og við fögnum því í hálfa mínútu eftir leikinn og við einbeitum okkur að næsta leik.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-3 | Norðanstúlkur sýndu styrk sinn með sjöunda sigrinum í röð Þór/KA er með fimm stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna. 29. maí 2017 20:45 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
„Við ætlum að verða Íslandsmeistarar og höfum alltaf stefnt á það,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA eftir afar öflugan útisigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Lokatölur urðu 1-3 og sýndu norðanstúlkur af sér mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir. „Það var stórt högg að fá mark á okkur þar sem við höfum ekki fengið mörg mörk á okkur. Það var virkilega sterkur karakter hjá stelpunum að halda bara áfram og gefa í ef eitthvað var,“ sagði Donni í samtali við Vísi eftir leik. Þór/KA svaraði opnunarmarki Stjörnunnar með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og kom það síðara á hárréttum tímapunkti, nokkrum sekúndum áður en flautað var til hálfleiks. „Það breytti hálfleiksræðunni heilmilið. Það var afar ljúft. Natalia er búin að vera að skjóta endalaust og það skilaði sér loksins í þessum leik,“ segir Donni og bætir við að með því marki hafi leikurinn spilast upp í hendur Þór/KA. „Seinni hálfleikur var uppleggið bara að halda stöðunni. Á þeirra heimavelli vissum við að þær myndu leggjast meira á okkur. Við erum góðar í að halda stöðunni og það gekk fullkomnlega upp,“ segir Donni. Markadrottningin Sandra María Jessen spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu hjá Þór/KA í sumar eftir að hún sleit krossbönd fyrr á árinu. Hún leit vel út og mun án efa styrkja sterkt lið Þórs/KA til muna þegar fram í sækir. „Hún er að keyra sig í gang. Hún á meira inni, þetta lítur vel út og hún lítur vel út. Þetta snýst að öllu leyti um liðið og það hentaði vel að fá hana inn í þennan leik. Hún á ennþá eftir að verða betri eins og við. Við eigum bara eftir að verða betri og betri,“ segir Donni. Þór/KA er nú með fimm stiga forskot á lið Stjörnunnar sem er í öðru sæti. Liðið er með fullt hús stiga og er hreinlega að stinga af. „Það er mjög gott. Fimm stiga forskot er bara frábært og við fögnum því í hálfa mínútu eftir leikinn og við einbeitum okkur að næsta leik.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-3 | Norðanstúlkur sýndu styrk sinn með sjöunda sigrinum í röð Þór/KA er með fimm stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna. 29. maí 2017 20:45 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 1-3 | Norðanstúlkur sýndu styrk sinn með sjöunda sigrinum í röð Þór/KA er með fimm stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna. 29. maí 2017 20:45