Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. maí 2017 18:30 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. Hafi sjúklingur í ESB eða EES-ríki þurft að bíða 90 daga eða lengur á biðlista eftir lækningu getur hann farið til annars ríkis EES-svæðinu fengið meðferð þar og síðan sent reikninginn til ríkissjóðs í heimalandinu. Þessi tilskipun var innleidd í lög hér á landi og á grundvelli hennar hefur stór hópur sjúklinga leitað sér lækninga erlendis á kostnað skattgreiðenda. Síðast í þessari viku fóru fimm sjúklingar ásamt fylgdarmönnum á vegum Klíníkurinnar í Ármúla til Halmastad í Svíþjóðar í liðskiptiaðgerðir. Biðtími eftir liðskiptiaðgerðum á Landspítalanum er núna 6,2 mánuðir eftir að hafa verið 15 mánuðir í fyrra. Sú öfugsnúna staða er uppi í heilbrigðiskerfinu að á meðan 658 sjúklingar bíða eftir að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum fara aðrir út á kostnað skattgreiðenda á grundvelli biðtímatilskipunarinnar. Allur kostnaður er greiddur. Meðferðarkostnaður, flug, uppihald og kostnaður vegna aðstoðarmanns samkvæmt bréfi Sjúkratrygginga Íslands til Klíníkurinnar og eins sjúklinganna sem fór í aðgerð í Halmstad. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé stjórnvalda að svara því hvort kerfið sé gott því tilskipunin var innleidd hér í lög vegna skuldbindinga Íslands samkvæmt EES-samningnum. Hann telur það hins vegar ekki góða meðferð skattfjár að þessar aðgerðir séu gerðar erlendis. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum. Við erum að sinna sólarhingsþjónustu og bráðaþjónustu. Við verðum alltaf að sinna þessari þjónustu. Það er ekki gott í okkar litla landi að vera að dreifa þessari sérþekkingu mjög víða,“ segir Páll. Sjötíu manns bætast á biðlista eftir liðskiptiaðgerðum í hverjum mánuði. Þessi fjöldi mun bara aukast á næstunni vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og breyttrar aldursamsetningar hennar. Tengdar fréttir Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. Hafi sjúklingur í ESB eða EES-ríki þurft að bíða 90 daga eða lengur á biðlista eftir lækningu getur hann farið til annars ríkis EES-svæðinu fengið meðferð þar og síðan sent reikninginn til ríkissjóðs í heimalandinu. Þessi tilskipun var innleidd í lög hér á landi og á grundvelli hennar hefur stór hópur sjúklinga leitað sér lækninga erlendis á kostnað skattgreiðenda. Síðast í þessari viku fóru fimm sjúklingar ásamt fylgdarmönnum á vegum Klíníkurinnar í Ármúla til Halmastad í Svíþjóðar í liðskiptiaðgerðir. Biðtími eftir liðskiptiaðgerðum á Landspítalanum er núna 6,2 mánuðir eftir að hafa verið 15 mánuðir í fyrra. Sú öfugsnúna staða er uppi í heilbrigðiskerfinu að á meðan 658 sjúklingar bíða eftir að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum fara aðrir út á kostnað skattgreiðenda á grundvelli biðtímatilskipunarinnar. Allur kostnaður er greiddur. Meðferðarkostnaður, flug, uppihald og kostnaður vegna aðstoðarmanns samkvæmt bréfi Sjúkratrygginga Íslands til Klíníkurinnar og eins sjúklinganna sem fór í aðgerð í Halmstad. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé stjórnvalda að svara því hvort kerfið sé gott því tilskipunin var innleidd hér í lög vegna skuldbindinga Íslands samkvæmt EES-samningnum. Hann telur það hins vegar ekki góða meðferð skattfjár að þessar aðgerðir séu gerðar erlendis. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum. Við erum að sinna sólarhingsþjónustu og bráðaþjónustu. Við verðum alltaf að sinna þessari þjónustu. Það er ekki gott í okkar litla landi að vera að dreifa þessari sérþekkingu mjög víða,“ segir Páll. Sjötíu manns bætast á biðlista eftir liðskiptiaðgerðum í hverjum mánuði. Þessi fjöldi mun bara aukast á næstunni vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og breyttrar aldursamsetningar hennar.
Tengdar fréttir Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45
Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04