Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. maí 2017 18:30 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. Hafi sjúklingur í ESB eða EES-ríki þurft að bíða 90 daga eða lengur á biðlista eftir lækningu getur hann farið til annars ríkis EES-svæðinu fengið meðferð þar og síðan sent reikninginn til ríkissjóðs í heimalandinu. Þessi tilskipun var innleidd í lög hér á landi og á grundvelli hennar hefur stór hópur sjúklinga leitað sér lækninga erlendis á kostnað skattgreiðenda. Síðast í þessari viku fóru fimm sjúklingar ásamt fylgdarmönnum á vegum Klíníkurinnar í Ármúla til Halmastad í Svíþjóðar í liðskiptiaðgerðir. Biðtími eftir liðskiptiaðgerðum á Landspítalanum er núna 6,2 mánuðir eftir að hafa verið 15 mánuðir í fyrra. Sú öfugsnúna staða er uppi í heilbrigðiskerfinu að á meðan 658 sjúklingar bíða eftir að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum fara aðrir út á kostnað skattgreiðenda á grundvelli biðtímatilskipunarinnar. Allur kostnaður er greiddur. Meðferðarkostnaður, flug, uppihald og kostnaður vegna aðstoðarmanns samkvæmt bréfi Sjúkratrygginga Íslands til Klíníkurinnar og eins sjúklinganna sem fór í aðgerð í Halmstad. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé stjórnvalda að svara því hvort kerfið sé gott því tilskipunin var innleidd hér í lög vegna skuldbindinga Íslands samkvæmt EES-samningnum. Hann telur það hins vegar ekki góða meðferð skattfjár að þessar aðgerðir séu gerðar erlendis. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum. Við erum að sinna sólarhingsþjónustu og bráðaþjónustu. Við verðum alltaf að sinna þessari þjónustu. Það er ekki gott í okkar litla landi að vera að dreifa þessari sérþekkingu mjög víða,“ segir Páll. Sjötíu manns bætast á biðlista eftir liðskiptiaðgerðum í hverjum mánuði. Þessi fjöldi mun bara aukast á næstunni vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og breyttrar aldursamsetningar hennar. Tengdar fréttir Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. Hafi sjúklingur í ESB eða EES-ríki þurft að bíða 90 daga eða lengur á biðlista eftir lækningu getur hann farið til annars ríkis EES-svæðinu fengið meðferð þar og síðan sent reikninginn til ríkissjóðs í heimalandinu. Þessi tilskipun var innleidd í lög hér á landi og á grundvelli hennar hefur stór hópur sjúklinga leitað sér lækninga erlendis á kostnað skattgreiðenda. Síðast í þessari viku fóru fimm sjúklingar ásamt fylgdarmönnum á vegum Klíníkurinnar í Ármúla til Halmastad í Svíþjóðar í liðskiptiaðgerðir. Biðtími eftir liðskiptiaðgerðum á Landspítalanum er núna 6,2 mánuðir eftir að hafa verið 15 mánuðir í fyrra. Sú öfugsnúna staða er uppi í heilbrigðiskerfinu að á meðan 658 sjúklingar bíða eftir að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum fara aðrir út á kostnað skattgreiðenda á grundvelli biðtímatilskipunarinnar. Allur kostnaður er greiddur. Meðferðarkostnaður, flug, uppihald og kostnaður vegna aðstoðarmanns samkvæmt bréfi Sjúkratrygginga Íslands til Klíníkurinnar og eins sjúklinganna sem fór í aðgerð í Halmstad. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé stjórnvalda að svara því hvort kerfið sé gott því tilskipunin var innleidd hér í lög vegna skuldbindinga Íslands samkvæmt EES-samningnum. Hann telur það hins vegar ekki góða meðferð skattfjár að þessar aðgerðir séu gerðar erlendis. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum. Við erum að sinna sólarhingsþjónustu og bráðaþjónustu. Við verðum alltaf að sinna þessari þjónustu. Það er ekki gott í okkar litla landi að vera að dreifa þessari sérþekkingu mjög víða,“ segir Páll. Sjötíu manns bætast á biðlista eftir liðskiptiaðgerðum í hverjum mánuði. Þessi fjöldi mun bara aukast á næstunni vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og breyttrar aldursamsetningar hennar.
Tengdar fréttir Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45
Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04