Farið fram á gæsluvarðhald yfir fyrrverandi kærasta Tovu Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2017 14:23 Vitað var að Tova var á leið á skemmtun nálægt Hudiksvall á laugardagskvöldinu. Vísir/Getty Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir 22 ára manni vegna gruns um að hann hafi orðið hinni nítján ára Tovu Moberg að bana um helgina. Hinum tveimur mönnunum sem voru í haldi lögreglu hefur verið sleppt. Sænskir fjölmiðlar segja að maðurinn sem grunaður er um morðið á að hafa átt í ástarsambandi við Tovu sem fannst látin í stöðuvatni við bóndabæ nálægt Hudiksvall þar sem síðast var vitað að hún var á lífi. Foreldrar Tovu höfðu samband við lögreglu á sunnudag eftir að hún hafði ekki skilað sér heim kvöldið eftir að hún hafði farið út að skemmta sér. Var í kjölfarið ákveðið að lýsa eftir henni í fjölmiðlum.Var glöð og leið vel Vitað var að Tova var á leið á skemmtun nálægt Hudiksvall á laugardagskvöldinu. Hudiksvall er tæplega þrjú hundruð kílómetrum norður af Stokkhólmi. Sama kvöld hringdi hún í vin sinn og tilkynnti honum að hún væri stödd við bóndabæ í nágrenninu. Á hún að hafa verið glöð og liðið vel, en þetta var í síðasta sinn sem spurðist til hennar á lífi. Á mánudeginum var fjölgað í leitarliði lögreglu og var stórt svæði í kringum bóndabæinn girt af þar sem notast við þyrlur og hunda við leitina. Lík hennar fannst svo í stöðuvatni við bæinn aðfaranótt þriðjudagsins, en vitað er að hinn grunaði tengist bóndabænum á einhvern hátt.Kærður fyrir að beita hana ofbeldi Enn hefur ekki verið greint frá því hvað olli dauða stúlkunnar og er niðurstöðu réttarlæknis enn beðið. Þó hefur lögregla greint frá því að hún hafi verið með sýnilega áverka á líkamanum án þess að útskýra það nánar. Aðfaranótt mánudagsins voru þrír menn handteknir vegna gruns um að tengjast hvarfinu, en á þeim tíma hafði lík hennar ekki fundist. Lögregla hefur nú farið fram á að einn mannanna verði úrskurðaður í gæsluvarðhaldi. Segja þeir sem til þekkja að maðurinn og Tova hafi nýverið slitið sambandi sínu, en í lok mars hafði maðurinn verið kærður til lögreglu þar sem hann var sagður hafa beitt Tovu ofbeldi. Tengdar fréttir Þrír í haldi vegna hvarfs ungrar sænskrar konu Hin nítján ára Tova Moberg frá bænum Njutånger sem hvarf sporlaust aðfaranótt gærdagsins. 15. maí 2017 08:58 Telja sig hafa fundið lík sænsku stúlkunnar Sænska lögreglan telur allar líkur á að lík Tovu Moberg, 19 ára stúlku, sem hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudags sé fundið. 16. maí 2017 08:32 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir 22 ára manni vegna gruns um að hann hafi orðið hinni nítján ára Tovu Moberg að bana um helgina. Hinum tveimur mönnunum sem voru í haldi lögreglu hefur verið sleppt. Sænskir fjölmiðlar segja að maðurinn sem grunaður er um morðið á að hafa átt í ástarsambandi við Tovu sem fannst látin í stöðuvatni við bóndabæ nálægt Hudiksvall þar sem síðast var vitað að hún var á lífi. Foreldrar Tovu höfðu samband við lögreglu á sunnudag eftir að hún hafði ekki skilað sér heim kvöldið eftir að hún hafði farið út að skemmta sér. Var í kjölfarið ákveðið að lýsa eftir henni í fjölmiðlum.Var glöð og leið vel Vitað var að Tova var á leið á skemmtun nálægt Hudiksvall á laugardagskvöldinu. Hudiksvall er tæplega þrjú hundruð kílómetrum norður af Stokkhólmi. Sama kvöld hringdi hún í vin sinn og tilkynnti honum að hún væri stödd við bóndabæ í nágrenninu. Á hún að hafa verið glöð og liðið vel, en þetta var í síðasta sinn sem spurðist til hennar á lífi. Á mánudeginum var fjölgað í leitarliði lögreglu og var stórt svæði í kringum bóndabæinn girt af þar sem notast við þyrlur og hunda við leitina. Lík hennar fannst svo í stöðuvatni við bæinn aðfaranótt þriðjudagsins, en vitað er að hinn grunaði tengist bóndabænum á einhvern hátt.Kærður fyrir að beita hana ofbeldi Enn hefur ekki verið greint frá því hvað olli dauða stúlkunnar og er niðurstöðu réttarlæknis enn beðið. Þó hefur lögregla greint frá því að hún hafi verið með sýnilega áverka á líkamanum án þess að útskýra það nánar. Aðfaranótt mánudagsins voru þrír menn handteknir vegna gruns um að tengjast hvarfinu, en á þeim tíma hafði lík hennar ekki fundist. Lögregla hefur nú farið fram á að einn mannanna verði úrskurðaður í gæsluvarðhaldi. Segja þeir sem til þekkja að maðurinn og Tova hafi nýverið slitið sambandi sínu, en í lok mars hafði maðurinn verið kærður til lögreglu þar sem hann var sagður hafa beitt Tovu ofbeldi.
Tengdar fréttir Þrír í haldi vegna hvarfs ungrar sænskrar konu Hin nítján ára Tova Moberg frá bænum Njutånger sem hvarf sporlaust aðfaranótt gærdagsins. 15. maí 2017 08:58 Telja sig hafa fundið lík sænsku stúlkunnar Sænska lögreglan telur allar líkur á að lík Tovu Moberg, 19 ára stúlku, sem hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudags sé fundið. 16. maí 2017 08:32 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Þrír í haldi vegna hvarfs ungrar sænskrar konu Hin nítján ára Tova Moberg frá bænum Njutånger sem hvarf sporlaust aðfaranótt gærdagsins. 15. maí 2017 08:58
Telja sig hafa fundið lík sænsku stúlkunnar Sænska lögreglan telur allar líkur á að lík Tovu Moberg, 19 ára stúlku, sem hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudags sé fundið. 16. maí 2017 08:32