Boðað til allsherjar mótmæla í Venesúela á morgun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. maí 2017 22:36 Maduro forseta hefur ítrekað verið mótmælt. vísir/epa Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. Stjórnarandstæðingar settu upp vegatálma í dag og boðuðu á sama tíma til allsherjarmótmæla á morgun. Á þriðja tug manna hafa látið lífið mótmælunum. Mótmælendur hafa komið saman á götum úti um árabil en Maduro er sakaður um að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu og er hann sagður vanhæfur til þess að stjórna landinu. Venesúela var með ríkari þjóðum Suður-Ameríku en í dag er mikill skortur á öllum helstu nauðsynjavörum. Þá hefur óðaverðbólga gert gjaldmiðil landsins nánast verðlausan. Nýjustu mótmælin brutust út eftir að Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskrá landsins sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Þannig verði stjórnarskráin færð úr höndum þingsins þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Maduro upplýsti um hugmyndir sínar á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum í gær. Samkvæmt tillögum hans yrði stjórnlagaþingið skipað 500 manns og þeim falið að endurskrifa stjórnarskrána. Þessar hugmyndir féllu hins vegar í grýttan jarðveg og forsetinn sakaður um einræðistilburði. Mikil mótmæli brutust út og hafa öryggissveitir lögreglu meðal annars þurft að beita táragasi á fólkið, en alls hafa 28 látið lífið í átökum síðustu vikna. Búast má við miklum mótmælum á morgun en stjórnarandstæðingar hafa boðað til allsherjarmótmæla, eða „mega protests" líkt og þeir orða það. Maduro hefur ítrekað upplýst um að hann muni sitja út kjörtímabilið og hafi ekki í hyggju að segja af sér embætti. Tengdar fréttir Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21 Maduro hækkar lágmarkslaun Nicolas Maduro, forseti Venesúela, skipaði í gær fyrir um hækkun lágmarkslauna. 2. maí 2017 09:00 Þrír mótmælendur létu lífið í Venesúela Andstæðingar stjórnar Nicolas Maduro forseta hafa nú mótmælt á götum úti í um mánuð. 25. apríl 2017 08:19 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. Stjórnarandstæðingar settu upp vegatálma í dag og boðuðu á sama tíma til allsherjarmótmæla á morgun. Á þriðja tug manna hafa látið lífið mótmælunum. Mótmælendur hafa komið saman á götum úti um árabil en Maduro er sakaður um að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu og er hann sagður vanhæfur til þess að stjórna landinu. Venesúela var með ríkari þjóðum Suður-Ameríku en í dag er mikill skortur á öllum helstu nauðsynjavörum. Þá hefur óðaverðbólga gert gjaldmiðil landsins nánast verðlausan. Nýjustu mótmælin brutust út eftir að Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskrá landsins sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Þannig verði stjórnarskráin færð úr höndum þingsins þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Maduro upplýsti um hugmyndir sínar á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum í gær. Samkvæmt tillögum hans yrði stjórnlagaþingið skipað 500 manns og þeim falið að endurskrifa stjórnarskrána. Þessar hugmyndir féllu hins vegar í grýttan jarðveg og forsetinn sakaður um einræðistilburði. Mikil mótmæli brutust út og hafa öryggissveitir lögreglu meðal annars þurft að beita táragasi á fólkið, en alls hafa 28 látið lífið í átökum síðustu vikna. Búast má við miklum mótmælum á morgun en stjórnarandstæðingar hafa boðað til allsherjarmótmæla, eða „mega protests" líkt og þeir orða það. Maduro hefur ítrekað upplýst um að hann muni sitja út kjörtímabilið og hafi ekki í hyggju að segja af sér embætti.
Tengdar fréttir Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21 Maduro hækkar lágmarkslaun Nicolas Maduro, forseti Venesúela, skipaði í gær fyrir um hækkun lágmarkslauna. 2. maí 2017 09:00 Þrír mótmælendur létu lífið í Venesúela Andstæðingar stjórnar Nicolas Maduro forseta hafa nú mótmælt á götum úti í um mánuð. 25. apríl 2017 08:19 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21
Maduro hækkar lágmarkslaun Nicolas Maduro, forseti Venesúela, skipaði í gær fyrir um hækkun lágmarkslauna. 2. maí 2017 09:00
Þrír mótmælendur létu lífið í Venesúela Andstæðingar stjórnar Nicolas Maduro forseta hafa nú mótmælt á götum úti í um mánuð. 25. apríl 2017 08:19