Lítið fór fyrir málefnunum í kappræðum frambjóðenda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Frambjóðendur í setti áður en myndavélarnar voru settar af stað. vísir/epa Emmanuel Macron og Marine Le Pen, kandídatar í embætti forseta Frakklands, tókust á í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Nokkur heift ríkti milli frambjóðendanna og gerði það þáttarstjórnendum oft erfitt fyrir að stýra umræðum. Gárungar telja að hvorugt þeirra hafi staðið uppi sem óumdeildur sigurvegari. Kappræðurnar í gær voru þær einu þar sem frambjóðendurnir tveir mætast í sjónvarpi. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar varð kappið til þess að frambjóðendur misstu sjónar á boltanum og hjóluðu beint í manninn. Le Pen varði til að mynda talsverðum tíma í að benda á að hún teldi Macron vera frambjóðanda „elítunnar“ og að hann nyti stuðnings „íslamskra öfgahópa“. Vísaði hún þar til stuðningsyfirlýsingar ímams sem var vísað úr landinu í síðasta mánuði. Ástæðan var möguleg ógn við almannaöryggi. „Akkúrat núna horfi ég á æðstaklerk hræðsluáróðursins,“ var svar Macron við ásökunum Le Pen. Að hans mati er andstæðingur hans algerlega ófær um að stjórna landinu án þess að stefna því í óefni. „Frakkland er þér ekki mikilvægt. Þú nærist á hræðslu. Frakkland á betra skilið,“ sagði hann. „Það er sama hvort okkar þið kjósið, Frakklandi verður alltaf stýrt af konu á næsta kjörtímabili. Annaðhvort mér eða Angelu Merkel,“ sagði Le Pen um Macron. Hún ýjaði að því að öll stefnumál andstæðings síns ættu rætur að rekja eitthvert annað og að hann stæði í raun ekki fyrir neitt. „Þú vilt loka verksmiðjum, skólum og sjúkrahúsum. Það eina sem þú vilt ekki loka eru landamærin.“ Efnahags-, mennta-, utanríkis- og innanríkismál bar einnig á góma en umræðurnar náðu sjaldnast að endast lengi þar sem þær leystust upp í rifrildi. Talið er að um tuttugu milljónir Frakka, um helmingur atkvæðabærra manna, hafi fylgst með kappræðunum. Kosningarnar fara fram um helgina. Skoðanakannanir benda til þess að Le Pen þurfi að fá rúmlega tíu prósent kjósenda til að skipta um skoðun en Macron mælist með um 60 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Le Pen. Ólíklegt er talið að frammistaða hennar í gær dugi til þess. johannoli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Sjá meira
Emmanuel Macron og Marine Le Pen, kandídatar í embætti forseta Frakklands, tókust á í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Nokkur heift ríkti milli frambjóðendanna og gerði það þáttarstjórnendum oft erfitt fyrir að stýra umræðum. Gárungar telja að hvorugt þeirra hafi staðið uppi sem óumdeildur sigurvegari. Kappræðurnar í gær voru þær einu þar sem frambjóðendurnir tveir mætast í sjónvarpi. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar varð kappið til þess að frambjóðendur misstu sjónar á boltanum og hjóluðu beint í manninn. Le Pen varði til að mynda talsverðum tíma í að benda á að hún teldi Macron vera frambjóðanda „elítunnar“ og að hann nyti stuðnings „íslamskra öfgahópa“. Vísaði hún þar til stuðningsyfirlýsingar ímams sem var vísað úr landinu í síðasta mánuði. Ástæðan var möguleg ógn við almannaöryggi. „Akkúrat núna horfi ég á æðstaklerk hræðsluáróðursins,“ var svar Macron við ásökunum Le Pen. Að hans mati er andstæðingur hans algerlega ófær um að stjórna landinu án þess að stefna því í óefni. „Frakkland er þér ekki mikilvægt. Þú nærist á hræðslu. Frakkland á betra skilið,“ sagði hann. „Það er sama hvort okkar þið kjósið, Frakklandi verður alltaf stýrt af konu á næsta kjörtímabili. Annaðhvort mér eða Angelu Merkel,“ sagði Le Pen um Macron. Hún ýjaði að því að öll stefnumál andstæðings síns ættu rætur að rekja eitthvert annað og að hann stæði í raun ekki fyrir neitt. „Þú vilt loka verksmiðjum, skólum og sjúkrahúsum. Það eina sem þú vilt ekki loka eru landamærin.“ Efnahags-, mennta-, utanríkis- og innanríkismál bar einnig á góma en umræðurnar náðu sjaldnast að endast lengi þar sem þær leystust upp í rifrildi. Talið er að um tuttugu milljónir Frakka, um helmingur atkvæðabærra manna, hafi fylgst með kappræðunum. Kosningarnar fara fram um helgina. Skoðanakannanir benda til þess að Le Pen þurfi að fá rúmlega tíu prósent kjósenda til að skipta um skoðun en Macron mælist með um 60 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Le Pen. Ólíklegt er talið að frammistaða hennar í gær dugi til þess. johannoli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Sjá meira