Lítið fór fyrir málefnunum í kappræðum frambjóðenda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Frambjóðendur í setti áður en myndavélarnar voru settar af stað. vísir/epa Emmanuel Macron og Marine Le Pen, kandídatar í embætti forseta Frakklands, tókust á í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Nokkur heift ríkti milli frambjóðendanna og gerði það þáttarstjórnendum oft erfitt fyrir að stýra umræðum. Gárungar telja að hvorugt þeirra hafi staðið uppi sem óumdeildur sigurvegari. Kappræðurnar í gær voru þær einu þar sem frambjóðendurnir tveir mætast í sjónvarpi. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar varð kappið til þess að frambjóðendur misstu sjónar á boltanum og hjóluðu beint í manninn. Le Pen varði til að mynda talsverðum tíma í að benda á að hún teldi Macron vera frambjóðanda „elítunnar“ og að hann nyti stuðnings „íslamskra öfgahópa“. Vísaði hún þar til stuðningsyfirlýsingar ímams sem var vísað úr landinu í síðasta mánuði. Ástæðan var möguleg ógn við almannaöryggi. „Akkúrat núna horfi ég á æðstaklerk hræðsluáróðursins,“ var svar Macron við ásökunum Le Pen. Að hans mati er andstæðingur hans algerlega ófær um að stjórna landinu án þess að stefna því í óefni. „Frakkland er þér ekki mikilvægt. Þú nærist á hræðslu. Frakkland á betra skilið,“ sagði hann. „Það er sama hvort okkar þið kjósið, Frakklandi verður alltaf stýrt af konu á næsta kjörtímabili. Annaðhvort mér eða Angelu Merkel,“ sagði Le Pen um Macron. Hún ýjaði að því að öll stefnumál andstæðings síns ættu rætur að rekja eitthvert annað og að hann stæði í raun ekki fyrir neitt. „Þú vilt loka verksmiðjum, skólum og sjúkrahúsum. Það eina sem þú vilt ekki loka eru landamærin.“ Efnahags-, mennta-, utanríkis- og innanríkismál bar einnig á góma en umræðurnar náðu sjaldnast að endast lengi þar sem þær leystust upp í rifrildi. Talið er að um tuttugu milljónir Frakka, um helmingur atkvæðabærra manna, hafi fylgst með kappræðunum. Kosningarnar fara fram um helgina. Skoðanakannanir benda til þess að Le Pen þurfi að fá rúmlega tíu prósent kjósenda til að skipta um skoðun en Macron mælist með um 60 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Le Pen. Ólíklegt er talið að frammistaða hennar í gær dugi til þess. johannoli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Emmanuel Macron og Marine Le Pen, kandídatar í embætti forseta Frakklands, tókust á í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Nokkur heift ríkti milli frambjóðendanna og gerði það þáttarstjórnendum oft erfitt fyrir að stýra umræðum. Gárungar telja að hvorugt þeirra hafi staðið uppi sem óumdeildur sigurvegari. Kappræðurnar í gær voru þær einu þar sem frambjóðendurnir tveir mætast í sjónvarpi. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar varð kappið til þess að frambjóðendur misstu sjónar á boltanum og hjóluðu beint í manninn. Le Pen varði til að mynda talsverðum tíma í að benda á að hún teldi Macron vera frambjóðanda „elítunnar“ og að hann nyti stuðnings „íslamskra öfgahópa“. Vísaði hún þar til stuðningsyfirlýsingar ímams sem var vísað úr landinu í síðasta mánuði. Ástæðan var möguleg ógn við almannaöryggi. „Akkúrat núna horfi ég á æðstaklerk hræðsluáróðursins,“ var svar Macron við ásökunum Le Pen. Að hans mati er andstæðingur hans algerlega ófær um að stjórna landinu án þess að stefna því í óefni. „Frakkland er þér ekki mikilvægt. Þú nærist á hræðslu. Frakkland á betra skilið,“ sagði hann. „Það er sama hvort okkar þið kjósið, Frakklandi verður alltaf stýrt af konu á næsta kjörtímabili. Annaðhvort mér eða Angelu Merkel,“ sagði Le Pen um Macron. Hún ýjaði að því að öll stefnumál andstæðings síns ættu rætur að rekja eitthvert annað og að hann stæði í raun ekki fyrir neitt. „Þú vilt loka verksmiðjum, skólum og sjúkrahúsum. Það eina sem þú vilt ekki loka eru landamærin.“ Efnahags-, mennta-, utanríkis- og innanríkismál bar einnig á góma en umræðurnar náðu sjaldnast að endast lengi þar sem þær leystust upp í rifrildi. Talið er að um tuttugu milljónir Frakka, um helmingur atkvæðabærra manna, hafi fylgst með kappræðunum. Kosningarnar fara fram um helgina. Skoðanakannanir benda til þess að Le Pen þurfi að fá rúmlega tíu prósent kjósenda til að skipta um skoðun en Macron mælist með um 60 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Le Pen. Ólíklegt er talið að frammistaða hennar í gær dugi til þess. johannoli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira